Sport

Ezekiel Kemboi heimsmeistari í 3000 metra hindrunarhlaupi

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ezekiel Kemboi fangar hér með lukkudýri mótsins.
Ezekiel Kemboi fangar hér með lukkudýri mótsins. Mynd. / Getty Images
Ezekiel Kemboi frá Kenía varð í dag heimsmeistari í 3000 metra hindrunarhlaupi á HM í frjálsum í Daegu í dag.

Hlaupið var nokkuð spennandi en frábær lokasprettur hjá Kemboi lagði grunninn af sigrinum, en Kemboi kom í mark á tímanum 8.14,96 mínútum. Kemboi var einnig heimsmeistari fyrir tveimur árum þegar mótið fór fram í Berlin.

Brimin Kipruto frá Kenía fékk silfrið en hann kom í mark á 8.16,05 mínútum og var um tíma fremstur. Mahiedine Mekhissi-Benabbad  frá Frakklandi hafnaði í þriðja sæti en hann kom í mark á tímanum 8.16,09 mínútum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×