Reiðin Jónína Michaelsdóttir skrifar 13. september 2011 10:15 Reiðin er skrýtin skrúfa, sem bæði getur hert að og losað um tilfinningastreymi. Til eru þeir sem gefa sig henni á vald þegar hún bærir á sér. Aðrir hleypa henni ekki inn. Gera henni ekki svo hátt undir höfði. Hún nýtur reyndar þeirrar virðingar að vera tengd réttlætinu í vitund mannsins, sem styður sig við þá staðreynd þegar skapsmunir fara úr böndum. Þá er sem sagt verið að þjóna réttlætinu. Munnsöfnuður sem að jafnaði er ekki talinn vitna um gáfur og góða siði er tryggur fylgifiskur reiðinnar. Og geri einhver athugasemd við óheflað tungutak, er því svarað með þótta: "Ég var öskureiður, og ekki að ástæðulausu!" Reiðinni eru þannig gefin þau forréttindi, að ávirðingar, yfirgangur og jafnvel ofbeldi er án ábyrgðar, af því að viðkomandi gaf sig reiðinni á vald. Kaus það. Því að hvað sem hver segir, þá hefur maður alltaf val. Kyrrum hugann Réttlæti er ekki eina orðið sem við tengjum við reiðina. Það er líka talað um heilaga reiði, þannig að upphafningin er ekki lítil á þessum skapgerðarbresti, sem vísast er oft til kominn vegna skorts á innra öryggi og sjálfsstjórn. Ég veit um fólk sem hefur þjálfað sig í að kyrra hugann og ná með því betra sambandi við eigin anda og efni, njóta þess í dagsins önn, en hafa samt sem áður misst sig á vald reiðinnar við tilteknar aðstæður. Þá er sagt að það sé eðlilegt þegar óvænt andstreymi birtist. En það er einmitt þá sem á að kyrra hugann og láta ekki koma sér í uppnám, sé maður á annað borð á þeirri snúru að vilja vera í jafnvægi. Og mörgum tekst það. Til eru hjón og pör sem magna öðru hvoru upp spennu á heimilinu og koma af stað rifrildi, af því að þeim finnst svo gaman að sættast. Þegar ég heyrði um slíkt fyrir margt löngu hélt ég að það væri spaug. En ég hef síðan orðið vitni að slíku oftar en einu sinni og er alltaf jafn forviða. Ekki síst vegna þess að viðkomandi pör virðast yfirleitt ekki átta sig á þessu mynstri sjálf. Þetta er meinlaust ef það kemur ekki niður á börnunum. Foreldrar skulda börnum sínum heimili án átaka í þeirra viðurvist. Reiði og ávirðingar á heimili, hver sem ástæðan er, sest í vitund barnanna og fylgir þeim út í lífið.Varasamt að hlúa að reiði Reiðinni var gert hátt undir höfði í búsáhaldabyltingunni og lengst af eftir það, nema kannski á síðustu mánuðum. Fólk er ekki ánægt með pólitíkina sem er að verða æ furðulegri og sundurlausari, en það er komið niður á jörðina og leggur sig fram við að una glatt við sitt. Það þýðir ekki að almenningur sé ánægður, en það hefur dregið úr fúkyrðum og reiðiköstum, þó að nokkrir áhugamenn í faginu séu ennþá að. Upphafning reiðinnar hér á landi virðist vera á undanhaldi, að minnsta kosti í bili. Sem betur fer. Ég held að það sé verulega varasamt að hlúa að reiði og spennu, því að það er beinlínis heilsuspillandi. Jafnvel svo að ekki verður aftur snúið. Menn sitja uppi með lakara heilsufar vegna spennunnar og reiðinnar. Hvernig sem hún birtist og hvað sem hún er réttlætanleg, þá er hún hvorki holl né heppileg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jónína Michaelsdóttir Mest lesið Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson Skoðun
Reiðin er skrýtin skrúfa, sem bæði getur hert að og losað um tilfinningastreymi. Til eru þeir sem gefa sig henni á vald þegar hún bærir á sér. Aðrir hleypa henni ekki inn. Gera henni ekki svo hátt undir höfði. Hún nýtur reyndar þeirrar virðingar að vera tengd réttlætinu í vitund mannsins, sem styður sig við þá staðreynd þegar skapsmunir fara úr böndum. Þá er sem sagt verið að þjóna réttlætinu. Munnsöfnuður sem að jafnaði er ekki talinn vitna um gáfur og góða siði er tryggur fylgifiskur reiðinnar. Og geri einhver athugasemd við óheflað tungutak, er því svarað með þótta: "Ég var öskureiður, og ekki að ástæðulausu!" Reiðinni eru þannig gefin þau forréttindi, að ávirðingar, yfirgangur og jafnvel ofbeldi er án ábyrgðar, af því að viðkomandi gaf sig reiðinni á vald. Kaus það. Því að hvað sem hver segir, þá hefur maður alltaf val. Kyrrum hugann Réttlæti er ekki eina orðið sem við tengjum við reiðina. Það er líka talað um heilaga reiði, þannig að upphafningin er ekki lítil á þessum skapgerðarbresti, sem vísast er oft til kominn vegna skorts á innra öryggi og sjálfsstjórn. Ég veit um fólk sem hefur þjálfað sig í að kyrra hugann og ná með því betra sambandi við eigin anda og efni, njóta þess í dagsins önn, en hafa samt sem áður misst sig á vald reiðinnar við tilteknar aðstæður. Þá er sagt að það sé eðlilegt þegar óvænt andstreymi birtist. En það er einmitt þá sem á að kyrra hugann og láta ekki koma sér í uppnám, sé maður á annað borð á þeirri snúru að vilja vera í jafnvægi. Og mörgum tekst það. Til eru hjón og pör sem magna öðru hvoru upp spennu á heimilinu og koma af stað rifrildi, af því að þeim finnst svo gaman að sættast. Þegar ég heyrði um slíkt fyrir margt löngu hélt ég að það væri spaug. En ég hef síðan orðið vitni að slíku oftar en einu sinni og er alltaf jafn forviða. Ekki síst vegna þess að viðkomandi pör virðast yfirleitt ekki átta sig á þessu mynstri sjálf. Þetta er meinlaust ef það kemur ekki niður á börnunum. Foreldrar skulda börnum sínum heimili án átaka í þeirra viðurvist. Reiði og ávirðingar á heimili, hver sem ástæðan er, sest í vitund barnanna og fylgir þeim út í lífið.Varasamt að hlúa að reiði Reiðinni var gert hátt undir höfði í búsáhaldabyltingunni og lengst af eftir það, nema kannski á síðustu mánuðum. Fólk er ekki ánægt með pólitíkina sem er að verða æ furðulegri og sundurlausari, en það er komið niður á jörðina og leggur sig fram við að una glatt við sitt. Það þýðir ekki að almenningur sé ánægður, en það hefur dregið úr fúkyrðum og reiðiköstum, þó að nokkrir áhugamenn í faginu séu ennþá að. Upphafning reiðinnar hér á landi virðist vera á undanhaldi, að minnsta kosti í bili. Sem betur fer. Ég held að það sé verulega varasamt að hlúa að reiði og spennu, því að það er beinlínis heilsuspillandi. Jafnvel svo að ekki verður aftur snúið. Menn sitja uppi með lakara heilsufar vegna spennunnar og reiðinnar. Hvernig sem hún birtist og hvað sem hún er réttlætanleg, þá er hún hvorki holl né heppileg.
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun