Serbinn Novak Djokovic kom til baka úr nánast vonlausri stöðu og tryggði sér sæti í úrslitaleik opna bandaríska meistaramótsins með 3-2 sigri á Svisslendingnum Roger Federer. Roger Federer var kominn í 2-0 en tókst ekki að slá út Serbann snjalla sem er á eftir sínum fyrsta sigri á opna bandaríska meistaramótinu.
Djokovic hefndi þarna fyrir tap fyrir Federer í undanúrslitum í opna franska meistaramótinu en þá var hann búinn að vinna 43 leiki í röð. Djokovic mætir annaðhvort Rafael Nadal eða Andy Murray í úrslitaleiknum en þar getur hann unnið sitt þriðja risamót á árinu.
„Þetta var án nokkurs vafa minn stærsti sigur í ár og kannski sá stærsti á ferlinum," sagði Novak Djokovic eftir sigurinn. Hann hefur þegar unnið opna ástralska mótið og Wimbledon-mótið á þessu ári.
Federer vann fyrstu tvær loturnar 7-6 og 6-4. Djokovic jafnaði með því að vinna næstu tvær lotur 6-3 og 6-2 og tryggði sér síðan sigurinn með 7-5 sigri í úrslitalotunni.
Þetta verður því í fyrsta sinn í níu ár sem Roger Federer tekst ekki að vinna eitt af risamótunum fjórum en hann hefur alls unnið sextán risamót á ferlinum. Federer vann síðast á risamóti á opna ástralska mótinu árið 2010.
Djokovic reis upp frá dauðum og sló út Federer
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
![Novak Djokovic.](https://www.visir.is/i/C9D813EDC13C1CFE2A165E014EA949BA3B2FA09AA491E26D6F731B53977F5D25_713x0.jpg)
Mest lesið
![](/i/08A462465EA210B15B96D539723A691F6C13EDA2C0D112FF4E1134A739005CBE_240x160.jpg)
Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið
Íslenski boltinn
![](/i/AADE95F2950662403E67E47B9B1D64CF0788D876AC7126D3959636EFD54033FC_240x160.jpg)
![](/i/CC3A461FAF00CE03C7519498363CBC0D54DCFDDA487925688DA7F39B887E1E3C_240x160.jpg)
![](/i/171C649C6B94C513D470E349CA292621CD014B64A5B939706AE517FE3260F71A_240x160.jpg)
![](/i/37F4ECEB77DA3389E52CF93ED6515D4C8CC3B7C0EDEDC07162B35C00D561C2E3_240x160.jpg)
![](/i/9B86C1EEC918BB4F077B220EB6C4EC58876D541E72B91B8A838D6C56D5C2704C_240x160.jpg)
![](/i/8A12ECE7182CADFF0C5D5DF1FBF34232FBD35D8C6FD985222F273704A5573E54_240x160.jpg)
![](/i/F034ED7F79F34874940F06B8E28883567D07CB78D7E66E6ADE0E638E6260EE1F_240x160.jpg)
![](/i/CE534EE4D9F6A91D496B11FF80748A581877E1E7F40738517CDA59C2FD15D587_240x160.jpg)
Valdi flottasta búning deildarinnar
Körfubolti
![](/i/9F7A34085FCE1EE49D99AE041415EF99FC95BD544C6555CF55F60C2DB67EE2BE_240x160.jpg)