Breiðablik gekk í gær frá ráðningu Hlyns Eiríkssonar sem þjálfara meistaraflokks kvenna. Hlynur þjálfaði lið Þór/KA í Pepsi-deild kvenna á síðasta tímabili.
Það komst í fréttirnar fyrir skömmu að Hlynur væri á leiðinni í Kópavoginn að taka við kvennaliðið Breiðabliks. Það hefur nú fengist staðfest.
Hlynur tekur við starfinu hjá Breiðablik eftir verkefni Þórs/KA í Evrópukeppninni í október. Hann hefur KSÍ A þjálfaragráðu.

