Eyjólfur: Svekkjandi að gefa þeim þessi mörk Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. október 2011 21:56 Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari. MyndAnton Það var alls ekki slæmt hljóðið í Eyjólfi Sverrissyni, þjálfara íslenska 21 árs landsliðsins eftir 0-3 tap á móti Englandi í undankeppni EM 2013 á Laugardalsvellinum í kvöld. „Það er svekkjandi að gefa þeim þessi mörk og það var einbeitingaleysi og klaufaskapur hjá okkur. Ég er ánægður með marga kafla í leiknum, uppspilið var í fínu lagi hjá okkur og við vorum að spila boltanum vel. Okkur vantaði að fá þessi opnu færi og klára sóknirnar," sagði Eyjólfur. „Ég sé margt jákvætt í þessu og það er ekki neitt sem ég er í rauninni ósáttur við nema að fá þessi þrjú mörk á okkur. Ég var að heyra í strákunum áðan og þeim fannst þetta vera alltof auðveld mörk," sagði Eyjólfur. „Við verðum bara að taka það jákvæða út úr þessu. Við erum að reyna að bæta þetta lið og gera það betra. Við erum að spila við þá næst á útivelli og ekki verður það auðveldara. Þetta fer í reynsluboltann og liðið og einstaklingarnir læra mikið af þessum leik. Þeir sjá að þeir geta alveg spilað fótbolta á móti svona toppliði eins og við sjáum því þetta er gríðarlega öflugt lið. Ég vona að við bætum okkur sem lið og eigum þá eftir að eiga betri leiki í framtíðinni," sagði Eyjólfur og hann viðurkennir að vonin um að komast áfram sé veik. „Það er gríðarlega erfitt að komast í gegnum svona riðla hjá 21 árs liðunum og það er á brattann að sækja. Ég vona að við bætum okkur sem lið og það eru fullt af mikilvægum leikjum eftir. Það er fínt að hafa kröfur og við setjum þær á okkur sjálfir því við viljum ná langt. Við berjumst áfram þangað að það er tölfræðilega er ekki lengur hægt að komast áfram. Þetta snýst líka um það að þessi leikmenn séu að bæta sig og þetta séu framtíðarleikmenn fyrir íslenska A-landsliðið," sagði Eyjólfur og bætti við: „Það er partur af þessu og ég efast ekki um annað en að þeir hafi fengið mikið út úr þessum leik og átti sig á því að þeir geti alveg haldið út á móti svona liði. 21 árs liðið í fyrra óx gríðarlega hratt og liðið og leikmennirnir urðu alltaf betri og betri. Við erum lítið búnir að vera saman og við erum svolítið að þreifa okkur áfram," sagði Eyjólfur. „Mér fannst við vera góðir í þessum leik og vorum betri út á vellinum í þessum en leik en til dæmis á móti Belgum. Ég held að við séum á réttri leið og erum að bæta okkur. Við megum samt ekki fá svona klaufamörk á okkur," sagði Eyjólfur. Íslenski boltinn Mest lesið Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Körfubolti Karius mættur í þýsku B-deildina Fótbolti Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti „Fannst við eiga vinna leikinn” Körfubolti Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Handbolti Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Fótbolti Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Enski boltinn Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra Körfubolti Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Fótbolti Fleiri fréttir Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Sjá meira
Það var alls ekki slæmt hljóðið í Eyjólfi Sverrissyni, þjálfara íslenska 21 árs landsliðsins eftir 0-3 tap á móti Englandi í undankeppni EM 2013 á Laugardalsvellinum í kvöld. „Það er svekkjandi að gefa þeim þessi mörk og það var einbeitingaleysi og klaufaskapur hjá okkur. Ég er ánægður með marga kafla í leiknum, uppspilið var í fínu lagi hjá okkur og við vorum að spila boltanum vel. Okkur vantaði að fá þessi opnu færi og klára sóknirnar," sagði Eyjólfur. „Ég sé margt jákvætt í þessu og það er ekki neitt sem ég er í rauninni ósáttur við nema að fá þessi þrjú mörk á okkur. Ég var að heyra í strákunum áðan og þeim fannst þetta vera alltof auðveld mörk," sagði Eyjólfur. „Við verðum bara að taka það jákvæða út úr þessu. Við erum að reyna að bæta þetta lið og gera það betra. Við erum að spila við þá næst á útivelli og ekki verður það auðveldara. Þetta fer í reynsluboltann og liðið og einstaklingarnir læra mikið af þessum leik. Þeir sjá að þeir geta alveg spilað fótbolta á móti svona toppliði eins og við sjáum því þetta er gríðarlega öflugt lið. Ég vona að við bætum okkur sem lið og eigum þá eftir að eiga betri leiki í framtíðinni," sagði Eyjólfur og hann viðurkennir að vonin um að komast áfram sé veik. „Það er gríðarlega erfitt að komast í gegnum svona riðla hjá 21 árs liðunum og það er á brattann að sækja. Ég vona að við bætum okkur sem lið og það eru fullt af mikilvægum leikjum eftir. Það er fínt að hafa kröfur og við setjum þær á okkur sjálfir því við viljum ná langt. Við berjumst áfram þangað að það er tölfræðilega er ekki lengur hægt að komast áfram. Þetta snýst líka um það að þessi leikmenn séu að bæta sig og þetta séu framtíðarleikmenn fyrir íslenska A-landsliðið," sagði Eyjólfur og bætti við: „Það er partur af þessu og ég efast ekki um annað en að þeir hafi fengið mikið út úr þessum leik og átti sig á því að þeir geti alveg haldið út á móti svona liði. 21 árs liðið í fyrra óx gríðarlega hratt og liðið og leikmennirnir urðu alltaf betri og betri. Við erum lítið búnir að vera saman og við erum svolítið að þreifa okkur áfram," sagði Eyjólfur. „Mér fannst við vera góðir í þessum leik og vorum betri út á vellinum í þessum en leik en til dæmis á móti Belgum. Ég held að við séum á réttri leið og erum að bæta okkur. Við megum samt ekki fá svona klaufamörk á okkur," sagði Eyjólfur.
Íslenski boltinn Mest lesið Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Körfubolti Karius mættur í þýsku B-deildina Fótbolti Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti „Fannst við eiga vinna leikinn” Körfubolti Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Handbolti Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Fótbolti Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Enski boltinn Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra Körfubolti Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Fótbolti Fleiri fréttir Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Sjá meira