Maður fyllist af þessari lífsorku og verður endurnærður, segir Ágústa Kolbrún Jónsdóttir kennari í Jógastúdíó á Seljavegi 2, í gamla Héðinshúsinu, við hliðina á Loftkastalanum.
Ágústa sýnir jógaæfingu sem allir sem sitja lengi við tölvu ættu að gefa sér tíma til að gera.
Æfingin er aðeins brotabrot af spennandi nýjung í jóga á Íslandi sem ber heitið Core Strenght Vinyasa. Um er að ræða kraftmikið jóga þar sem megináhersla er lögð á að styrkja bak og kvið, auka úthald, styrk, liðleika og hjálpa til við fitubrennslu. - Sjá nánar Jógastúdíó.org.
Lífið