Umfjöllun: Oxlade-Chamberlain afgreiddi íslenska EM-drauminn útaf borðinu Óskar Ófeigur Jónsson á Laugardalsvelli skrifar 6. október 2011 10:43 Jóhann Laxdal í leik með U-21 liði Íslands í síðasta mánuði. Íslenska 21 árs landsliðið er í allt annað en góðri stöðu í undankeppni EM 2013 eftir að það tapaði sínum öðrum heimaleik í röð í Laugardalnum í kvöld. Englendingar unnu þá auðveldan 3-0 sigur og strákarnir hans Stuart Pearce eru líklegir til afreka í keppninni á meðan íslenska liðið gerir líklega ekki mikið í þessari undankeppni. Arsenal-maðurinn Alex Oxlade-Chamberlain fór á kostum í Laugardalnum í kvöld og skoraði þrennu en hvað eftir annað fór hann illa með íslensku varnarmennina í kuldanum í kvöld. Íslenska liðið er ekki líklegt til að komast aftur í úrslitakeppni EM eftir að hafa náð aðeins í þrjú stig af níu mögulegum í fyrstu þremur heimaleikjum sínum í undankeppninni. Íslenska liðið hefur vissulega ekki sömu hæfileikamenn og síðast en það vantaði ekki bara getuna í íslenska liðið því það vantaði líka baráttuna og grimmdina sem er aldrei líklegt til árangurs á móti svona sterku liði. Ensku landsliðsmennirnir gátu leyft sér að haga sér eins og um létta æfingu væri að ræða. Eftir tvö mörk í upphafi leiks virtist vera sem að enska liðið skipti í hlutlausan gír og kláraði leikinn nokkuð áhyggjulaust. Íslenska liðið var nokkuð breytt frá því í leikjunum á móti Belgíu og Noregi og mátti alls ekki við því að byrja illa í þessum leik. Það var þó raunin því eftir nokkrar lofandi sóknir í upphafi leiksins reið áfallið yfir eftir aðeins rúmar tíu mínútur. Alex Oxlade-Chamberlain skoraði þá tvö mörk með stuttu millibili en rétt áður hafði hann einnig verið nálægt að sleppa í færi. Arsenal-maðurinn var því fljótur að koma auga á veiklega íslensku varnarinnar. Fyrsta markið hans Oxlade-Chamberlain kom eftir mikinn sprett í gegnum galopna vörn íslenska liðsins og það annað kom eftir að Arnar Darri Pétursson missti klaufalega frá sér fyrirgjöf Nathan Delfouneso frá vinstri. Alex Oxlade-Chamberlain fór hvað eftir annað illa með vinstri bakvörðinn Kristinn Jónsson og gladdi eflaust íslenska Arsenal-áhugamenn í stúkunni. Aron Jóhannsson var frískur í framlínunni frá fyrstu mínútu en vantaði tilfinnanlega að klára lofandi stöður upp við vítateig enska liðsins. Bitið var því ekki mikið í sóknarleik íslenska liðsins þrátt fyrir fína spretti Arons. Englendingar slökuðu á eftir mörkin sín en íslenska liðið náði aðeins að vinna sig inn í leikinn fram að hálfleik. Alex Oxlade-Chamberlain var fljótur að minna á sig í upphafi seinni hálfleiks þegar hann fór illa með íslensku vörnina og skoraði síðan með skoti á nærstöngina úr þröngu færi. Vel gert hjá Oxlade-Chamberlain en þetta var samt annað markið sem hann fékk afar ódýrt hjá Arnar Darra Péturssyni sem var afar illa staðsettur í íslenska markinu. Það gerðist annars ekki mikið í seinni hálfleiknum og hvorugt liðið var að skapa sér hættuleg færi. Enska liðið landaði sigrinum áhyggjulaust og það bíður íslenska liðsins annars erfiður leikur þegar liðin mætast í Englandi í næsta mánuði. Hér fyrir neðan má sjá Boltavakt leiksins. Íslenski boltinn Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Í beinni: Athletic Bilbao - Arsenal | Skytturnar byrja í Baskalandi Fótbolti Emil leggur skóna á hilluna Sport Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fleiri fréttir Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Sjá meira
Íslenska 21 árs landsliðið er í allt annað en góðri stöðu í undankeppni EM 2013 eftir að það tapaði sínum öðrum heimaleik í röð í Laugardalnum í kvöld. Englendingar unnu þá auðveldan 3-0 sigur og strákarnir hans Stuart Pearce eru líklegir til afreka í keppninni á meðan íslenska liðið gerir líklega ekki mikið í þessari undankeppni. Arsenal-maðurinn Alex Oxlade-Chamberlain fór á kostum í Laugardalnum í kvöld og skoraði þrennu en hvað eftir annað fór hann illa með íslensku varnarmennina í kuldanum í kvöld. Íslenska liðið er ekki líklegt til að komast aftur í úrslitakeppni EM eftir að hafa náð aðeins í þrjú stig af níu mögulegum í fyrstu þremur heimaleikjum sínum í undankeppninni. Íslenska liðið hefur vissulega ekki sömu hæfileikamenn og síðast en það vantaði ekki bara getuna í íslenska liðið því það vantaði líka baráttuna og grimmdina sem er aldrei líklegt til árangurs á móti svona sterku liði. Ensku landsliðsmennirnir gátu leyft sér að haga sér eins og um létta æfingu væri að ræða. Eftir tvö mörk í upphafi leiks virtist vera sem að enska liðið skipti í hlutlausan gír og kláraði leikinn nokkuð áhyggjulaust. Íslenska liðið var nokkuð breytt frá því í leikjunum á móti Belgíu og Noregi og mátti alls ekki við því að byrja illa í þessum leik. Það var þó raunin því eftir nokkrar lofandi sóknir í upphafi leiksins reið áfallið yfir eftir aðeins rúmar tíu mínútur. Alex Oxlade-Chamberlain skoraði þá tvö mörk með stuttu millibili en rétt áður hafði hann einnig verið nálægt að sleppa í færi. Arsenal-maðurinn var því fljótur að koma auga á veiklega íslensku varnarinnar. Fyrsta markið hans Oxlade-Chamberlain kom eftir mikinn sprett í gegnum galopna vörn íslenska liðsins og það annað kom eftir að Arnar Darri Pétursson missti klaufalega frá sér fyrirgjöf Nathan Delfouneso frá vinstri. Alex Oxlade-Chamberlain fór hvað eftir annað illa með vinstri bakvörðinn Kristinn Jónsson og gladdi eflaust íslenska Arsenal-áhugamenn í stúkunni. Aron Jóhannsson var frískur í framlínunni frá fyrstu mínútu en vantaði tilfinnanlega að klára lofandi stöður upp við vítateig enska liðsins. Bitið var því ekki mikið í sóknarleik íslenska liðsins þrátt fyrir fína spretti Arons. Englendingar slökuðu á eftir mörkin sín en íslenska liðið náði aðeins að vinna sig inn í leikinn fram að hálfleik. Alex Oxlade-Chamberlain var fljótur að minna á sig í upphafi seinni hálfleiks þegar hann fór illa með íslensku vörnina og skoraði síðan með skoti á nærstöngina úr þröngu færi. Vel gert hjá Oxlade-Chamberlain en þetta var samt annað markið sem hann fékk afar ódýrt hjá Arnar Darra Péturssyni sem var afar illa staðsettur í íslenska markinu. Það gerðist annars ekki mikið í seinni hálfleiknum og hvorugt liðið var að skapa sér hættuleg færi. Enska liðið landaði sigrinum áhyggjulaust og það bíður íslenska liðsins annars erfiður leikur þegar liðin mætast í Englandi í næsta mánuði. Hér fyrir neðan má sjá Boltavakt leiksins.
Íslenski boltinn Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Í beinni: Athletic Bilbao - Arsenal | Skytturnar byrja í Baskalandi Fótbolti Emil leggur skóna á hilluna Sport Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fleiri fréttir Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Sjá meira