KR-ingurinn Kjartan Henry Finnbogason var í kvöld valinn í íslenska A-landsliðið fyrir leikinn á móti Portúgal í undankeppni EM á föstudaginn kemur.
Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, stýrir þarna íslenska landsliðinu í síðasta sinn og hann kallaði á þriðja markahæsta mann Pepsi-deildarinnar í stað Alfreðs Finnbogasonar sem á við meiðsli að stríða.
Kolbeinn Sigþórsson meiddist einnig í leik með Ajax í dag og gæti því einnig dottið út úr hópnum.
Kjartan Henry er nýliði í A-landsliðinu en hefur leikið 24 leiki fyrir yngri landsliðið þar á meðal 7 leiki með 21 árs landsliðinu.
Íslenski boltinn