Ólafur: Við erum ekki eins góðir í fótbolta og menn halda Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. október 2011 19:45 Ólafur Jóhannesson, fyrrverandi landsliðsþjálfari, segir það ekki vera skref niður á við að taka við 1. deildarliði Hauka en Ólafur skrifaði undir þriggja ára samning við Haukana í dag. Ólafur segir að starf landsliðsþjálfara Íslands í fótbolta sé eitt það erfiðasta sem er í boði en hann svaraði gagnrýni á sig fullum hálsi í viðtali við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar tvö. „Nei ég held nú ekki að þetta sé skref niður á við en þetta er öðruvísi starf en að þjálfa landsliðið. Það hefur verið unnið fínt starf hér í Haukum og ég er mjög spenntur að koma hingað," sagði Ólafur. „Við höfum sett okkur það markmið að vera með samkeppnishæft lið sem getur barist um tvö efstu sætin í deildinni á næsta ári. Það er markmiðið," sagði Ólafur sem gerði þriggja ára samning við Haukana. „Þetta er kannski lengri samningur en ég hef gert áður en í honum stendur að hann sé uppsegjanlegur á hverju ári og þar með skiptir engu máli þótt að hann sé til tíu ára," sagði Ólafur í léttum tón. „Við erum að taka stöðuna á leikmannahópnum en það er eins og gengur og gerist á þessum tíma. Þetta er einhver leiðinlegasti tíminn fyrir þjálfara þegar því það þarf að vera að tala við leikmenn og hræra í þeim. Leikmannahópurinn lítur ágætlega út og við munum styrkja okkur eitthvað ef þess er kostur," sagði Ólafur en Guðjón spurði hann síðan út í íslenska landsliðið. „Ég sakna þess ekki neitt að þjálfa íslenska landsliðið," sagði Ólafur en hvernig lýst honum á nýja landsliðsþjálfarann, Lars Lagerbäck. „Áhugi blaðamanna fyrir íslenska landsliðinu hefur ekki verið neinn. Ég hef því ekki verið spurður að neinu fyrr en núna. Ég er búinn að segja það áður að mér finnst að íslenskur þjálfari eigi að þjálfa íslenska landsliðið. Fyrst að það var leitað til útlanda þá lýst mér ljómandi vel á þennan mann," sagði Ólafur. „Ég veit að þetta landslið er á uppleið og það verður örugglega betra á komandi árum en það var hjá mér. Hluti af mínu starfi var að búa þetta lið til og það verður bara betra," sagði Ólafur en er þetta léttari riðill en Ísland var í undir hans stjórn „Það eitt veit ég að Ísland kemur aldrei til með að lenda í léttum riðli," sagði Ólafur. Ólafur var gagnrýndur mikið þegar hann var með landsliðið en var gagnrýnin of harkaleg. „Nei, gagnrýnin var ekki svo harkaleg en ég er nú vanur ýmsu. Hún var hundleiðinleg stundum en það var nú bara eins og það er. Hún átti stundum rétt á sér en stundum ekki," sagði Ólafur. „Gagnrýnin fór ekki í taugarnar á mér því þá hefði ég hætt mikið fyrr. Ég held að það sé eitt erfiðasta starf næstum því á Íslandi að vera landsliðsþjálfari. Það er mjög erfitt," sagði Ólafur. „Forystan stóð mér allan tímann þannig að það voru aldrei nein vandamál þar. Málið var bara þannig og er bara þannig í íþróttum að þegar hlutirnir ganga ekki upp þá er þjálfarinn gagnrýndur. Þannig var það líka með landsliðið en ég held að kröfur almennings til íslenska landsliðsins séu óraunhæfar, því miður," sagði Ólafur. „Við erum ekki eins góðir og menn halda. Við erum ekki betri en Danir, við erum ekki betri en Hollendingar, við erum ekki betri en Norðmenn og ég get talið mörg lönd upp. Þetta eru lönd sem við vorum að spila með í riðli og við spiluðum yfirleitt alltaf við erfiðari mótherja. Ég held að fólk sem liti raunhæft á málið skilji þetta en hinir ekki," sagði Ólafur en það má sjá allt viðtalið með því að smella hér fyrir ofan. Íslenski boltinn Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: ÍA - Vestri | Taplausir Vestramenn mæta í Akraneshöllina Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Í beinni: Valur - KA | Tvö lið á eftir fyrsta sigrinum Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Sjá meira
Ólafur Jóhannesson, fyrrverandi landsliðsþjálfari, segir það ekki vera skref niður á við að taka við 1. deildarliði Hauka en Ólafur skrifaði undir þriggja ára samning við Haukana í dag. Ólafur segir að starf landsliðsþjálfara Íslands í fótbolta sé eitt það erfiðasta sem er í boði en hann svaraði gagnrýni á sig fullum hálsi í viðtali við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar tvö. „Nei ég held nú ekki að þetta sé skref niður á við en þetta er öðruvísi starf en að þjálfa landsliðið. Það hefur verið unnið fínt starf hér í Haukum og ég er mjög spenntur að koma hingað," sagði Ólafur. „Við höfum sett okkur það markmið að vera með samkeppnishæft lið sem getur barist um tvö efstu sætin í deildinni á næsta ári. Það er markmiðið," sagði Ólafur sem gerði þriggja ára samning við Haukana. „Þetta er kannski lengri samningur en ég hef gert áður en í honum stendur að hann sé uppsegjanlegur á hverju ári og þar með skiptir engu máli þótt að hann sé til tíu ára," sagði Ólafur í léttum tón. „Við erum að taka stöðuna á leikmannahópnum en það er eins og gengur og gerist á þessum tíma. Þetta er einhver leiðinlegasti tíminn fyrir þjálfara þegar því það þarf að vera að tala við leikmenn og hræra í þeim. Leikmannahópurinn lítur ágætlega út og við munum styrkja okkur eitthvað ef þess er kostur," sagði Ólafur en Guðjón spurði hann síðan út í íslenska landsliðið. „Ég sakna þess ekki neitt að þjálfa íslenska landsliðið," sagði Ólafur en hvernig lýst honum á nýja landsliðsþjálfarann, Lars Lagerbäck. „Áhugi blaðamanna fyrir íslenska landsliðinu hefur ekki verið neinn. Ég hef því ekki verið spurður að neinu fyrr en núna. Ég er búinn að segja það áður að mér finnst að íslenskur þjálfari eigi að þjálfa íslenska landsliðið. Fyrst að það var leitað til útlanda þá lýst mér ljómandi vel á þennan mann," sagði Ólafur. „Ég veit að þetta landslið er á uppleið og það verður örugglega betra á komandi árum en það var hjá mér. Hluti af mínu starfi var að búa þetta lið til og það verður bara betra," sagði Ólafur en er þetta léttari riðill en Ísland var í undir hans stjórn „Það eitt veit ég að Ísland kemur aldrei til með að lenda í léttum riðli," sagði Ólafur. Ólafur var gagnrýndur mikið þegar hann var með landsliðið en var gagnrýnin of harkaleg. „Nei, gagnrýnin var ekki svo harkaleg en ég er nú vanur ýmsu. Hún var hundleiðinleg stundum en það var nú bara eins og það er. Hún átti stundum rétt á sér en stundum ekki," sagði Ólafur. „Gagnrýnin fór ekki í taugarnar á mér því þá hefði ég hætt mikið fyrr. Ég held að það sé eitt erfiðasta starf næstum því á Íslandi að vera landsliðsþjálfari. Það er mjög erfitt," sagði Ólafur. „Forystan stóð mér allan tímann þannig að það voru aldrei nein vandamál þar. Málið var bara þannig og er bara þannig í íþróttum að þegar hlutirnir ganga ekki upp þá er þjálfarinn gagnrýndur. Þannig var það líka með landsliðið en ég held að kröfur almennings til íslenska landsliðsins séu óraunhæfar, því miður," sagði Ólafur. „Við erum ekki eins góðir og menn halda. Við erum ekki betri en Danir, við erum ekki betri en Hollendingar, við erum ekki betri en Norðmenn og ég get talið mörg lönd upp. Þetta eru lönd sem við vorum að spila með í riðli og við spiluðum yfirleitt alltaf við erfiðari mótherja. Ég held að fólk sem liti raunhæft á málið skilji þetta en hinir ekki," sagði Ólafur en það má sjá allt viðtalið með því að smella hér fyrir ofan.
Íslenski boltinn Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: ÍA - Vestri | Taplausir Vestramenn mæta í Akraneshöllina Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Í beinni: Valur - KA | Tvö lið á eftir fyrsta sigrinum Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Sjá meira