Fjölniskonur unnu Íslandsmeistarana í Keflavík Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. október 2011 21:00 Haukar og Keflavík töpuðu bæði óvænt í kvöld. Mynd/Valli Fjölniskonur unnu óvæntan sjö stiga sigur á Íslandsmeisturum Keflavíkur, 79-72, í fyrstu umferð Iceland Express deild kvenna í kvöld en Njarðvíkurkonur komu líka á óvart með því að vinna 21 stigs sigur á Lengjubikarmeisturum Hauka, 81-60, á Ásvöllum. Sigur Fjölnis kemur mikið á óvart því í árlegri spá fyrir mótið sem var kynnt í gær var Keflavík spáð sigri en Fjölnisliðinu var aftur á móti spáð falli úr deildinni. Keflavík var 18-17 yfir eftir fyrsta leikhlutann en frábær annar leikhluti færði Fjölni átta stiga forskot í hálfleik, 39-31 og Fjölniskonur héldu frumkvæðinu það sem eftir var leiksins. Brittney Jones skoraði 33 stig, tók 6 fráköst og gaf 7 stoðsendingar hjá Fjölni, Katina Mandylaris var með 19 stig og 17 fráköst og Birna Eiríksdóttir skoraði 19 stig. Jaleesa Butler og Birna Valgarðsdóttir voru báðar með 21 stig fyrir Keflavík og Butler var einnig með 14 fráköst og 5 stoðsendingar. Nýkrýndir Lengjubikarmeistarar Hauka tefldu fram nýjum erlendum leikmanni á móti Njarðvík en urðu engu að síður að sætta sig við 21 stigs tap á heimavelli. Njarðvíkurliðið var í miklu stuði og ætlar greinilega að taka upp þráðinn frá því í fyrra þegar liðið fór alla leið í lokaúrslitin. Lele Hardy átti stórleik og skilaði 33 stigum og 14 fráköstum hjá Njarðvík, Shanae Baker var með 20 stig, 8 fráköst og 5 stoðsendingar og Petrúnella Skúladóttir var stigahæsti íslensku stelpnanna með 13 stig. Salbjörg Sævarsdóttir var með 12 stig og 7 fráköst. Jence Ann Rhoads var með 19 stig, 6 fráköst og 5 stoðsendingar hjá Haukum og nýi leikmaðurinn, Hope Elam, bætti við 8 stigum og 9 fráköstum en Gunnhildur Gunnarsdóttir var næststigahæst með 13 stig.Úrslitin í Iceland Express deild kvenna í kvöld:Fjölnir-Keflavík 79-72 (17-18, 22-13, 19-17, 21-24)Fjölnir: Brittney Jones 33/6 fráköst/7 stoðsendingar, Birna Eiríksdóttir 19/4 fráköst, Katina Mandylaris 19/17 fráköst, Heiðrún Harpa Ríkharðsdóttir 3/8 fráköst, Erla Sif Kristinsdóttir 3/6 fráköst, Eva María Emilsdóttir 2/5 fráköst/5 stoðsendingar.Keflavík: Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 21/7 fráköst, Jaleesa Butler 21/14 fráköst/5 stoðsendingar, Pálína Gunnlaugsdóttir 7/5 fráköst, Helga Hallgrímsdóttir 6/5 fráköst, Sara Rún Hinriksdóttir 6, Hrund Jóhannsdóttir 6/4 fráköst, Telma Lind Ásgeirsdóttir 3, Lovísa Falsdóttir 2.Valur-Snæfell 70-79 (19-28, 13-11, 18-18, 20-22)Valur: Kristrún Sigurjónsdóttir 20/5 fráköst, Melissa Leichlitner 17, María Ben Erlingsdóttir 15/5 fráköst, Berglind Karen Ingvarsdóttir 8, Signý Hermannsdóttir 6/6 fráköst, Þórunn Bjarnadóttir 2/10 fráköst, Guðbjörg Sverrisdóttir 2/4 fráköst.Snæfell: Hildur Sigurdardottir 24/9 fráköst, Hildur Björg Kjartansdóttir 16/6 fráköst, Kieraah Marlow 16, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 8/8 fráköst, Berglind Gunnarsdóttir 7, Alda Leif Jónsdóttir 4/8 fráköst, Ellen Alfa Högnadóttir 2, Sara Mjöll Magnúsdóttir 2.Haukar-Njarðvík 60-81 (20-21, 17-22, 15-16, 8-22)Haukar: Jence Ann Rhoads 19/6 fráköst/5 stoðsendingar, Gunnhildur Gunnarsdóttir 13/4 fráköst/6 stolnir, Sara Pálmadóttir 8/8 fráköst, Hope Elam 8/9 fráköst/3 varin skot, Íris Sverrisdóttir 5, Guðrún Ósk Ámundardóttir 4/7 fráköst, Margrét Rósa Hálfdánardótir 3.Njarðvík: Lele Hardy 33/14 fráköst, Shanae Baker 20/8 fráköst/5 stoðsendingar/6 stolnir, Petrúnella Skúladóttir 13, Salbjörg Sævarsdóttir 12/7 fráköst, Andrea Björt Ólafsdóttir 2, Aníta Carter Kristmundsdóttir 1.KR-Hamar 73-60 (21-12, 17-12, 13-21, 22-15)KR: Reyana Colson 19/9 fráköst, Margrét Kara Sturludóttir 16/6 fráköst/5 stoðsendingar, Hafrún Hálfdánardóttir 13/6 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 10/6 fráköst/5 stoðsendingar, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 9/10 fráköst, Helga Einarsdóttir 6/5 fráköst.Hamar: Samantha Murphy 20/8 fráköst, Hannah Tuomi 18/18 fráköst, Jenný Harðardóttir 8/10 fráköst, Kristrún Rut Antonsdóttir 8, Álfhildur Þorsteinsdóttir 4, Regína Ösp Guðmundsdóttir 2. Dominos-deild kvenna Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Fótbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Körfubolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Sjá meira
Fjölniskonur unnu óvæntan sjö stiga sigur á Íslandsmeisturum Keflavíkur, 79-72, í fyrstu umferð Iceland Express deild kvenna í kvöld en Njarðvíkurkonur komu líka á óvart með því að vinna 21 stigs sigur á Lengjubikarmeisturum Hauka, 81-60, á Ásvöllum. Sigur Fjölnis kemur mikið á óvart því í árlegri spá fyrir mótið sem var kynnt í gær var Keflavík spáð sigri en Fjölnisliðinu var aftur á móti spáð falli úr deildinni. Keflavík var 18-17 yfir eftir fyrsta leikhlutann en frábær annar leikhluti færði Fjölni átta stiga forskot í hálfleik, 39-31 og Fjölniskonur héldu frumkvæðinu það sem eftir var leiksins. Brittney Jones skoraði 33 stig, tók 6 fráköst og gaf 7 stoðsendingar hjá Fjölni, Katina Mandylaris var með 19 stig og 17 fráköst og Birna Eiríksdóttir skoraði 19 stig. Jaleesa Butler og Birna Valgarðsdóttir voru báðar með 21 stig fyrir Keflavík og Butler var einnig með 14 fráköst og 5 stoðsendingar. Nýkrýndir Lengjubikarmeistarar Hauka tefldu fram nýjum erlendum leikmanni á móti Njarðvík en urðu engu að síður að sætta sig við 21 stigs tap á heimavelli. Njarðvíkurliðið var í miklu stuði og ætlar greinilega að taka upp þráðinn frá því í fyrra þegar liðið fór alla leið í lokaúrslitin. Lele Hardy átti stórleik og skilaði 33 stigum og 14 fráköstum hjá Njarðvík, Shanae Baker var með 20 stig, 8 fráköst og 5 stoðsendingar og Petrúnella Skúladóttir var stigahæsti íslensku stelpnanna með 13 stig. Salbjörg Sævarsdóttir var með 12 stig og 7 fráköst. Jence Ann Rhoads var með 19 stig, 6 fráköst og 5 stoðsendingar hjá Haukum og nýi leikmaðurinn, Hope Elam, bætti við 8 stigum og 9 fráköstum en Gunnhildur Gunnarsdóttir var næststigahæst með 13 stig.Úrslitin í Iceland Express deild kvenna í kvöld:Fjölnir-Keflavík 79-72 (17-18, 22-13, 19-17, 21-24)Fjölnir: Brittney Jones 33/6 fráköst/7 stoðsendingar, Birna Eiríksdóttir 19/4 fráköst, Katina Mandylaris 19/17 fráköst, Heiðrún Harpa Ríkharðsdóttir 3/8 fráköst, Erla Sif Kristinsdóttir 3/6 fráköst, Eva María Emilsdóttir 2/5 fráköst/5 stoðsendingar.Keflavík: Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 21/7 fráköst, Jaleesa Butler 21/14 fráköst/5 stoðsendingar, Pálína Gunnlaugsdóttir 7/5 fráköst, Helga Hallgrímsdóttir 6/5 fráköst, Sara Rún Hinriksdóttir 6, Hrund Jóhannsdóttir 6/4 fráköst, Telma Lind Ásgeirsdóttir 3, Lovísa Falsdóttir 2.Valur-Snæfell 70-79 (19-28, 13-11, 18-18, 20-22)Valur: Kristrún Sigurjónsdóttir 20/5 fráköst, Melissa Leichlitner 17, María Ben Erlingsdóttir 15/5 fráköst, Berglind Karen Ingvarsdóttir 8, Signý Hermannsdóttir 6/6 fráköst, Þórunn Bjarnadóttir 2/10 fráköst, Guðbjörg Sverrisdóttir 2/4 fráköst.Snæfell: Hildur Sigurdardottir 24/9 fráköst, Hildur Björg Kjartansdóttir 16/6 fráköst, Kieraah Marlow 16, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 8/8 fráköst, Berglind Gunnarsdóttir 7, Alda Leif Jónsdóttir 4/8 fráköst, Ellen Alfa Högnadóttir 2, Sara Mjöll Magnúsdóttir 2.Haukar-Njarðvík 60-81 (20-21, 17-22, 15-16, 8-22)Haukar: Jence Ann Rhoads 19/6 fráköst/5 stoðsendingar, Gunnhildur Gunnarsdóttir 13/4 fráköst/6 stolnir, Sara Pálmadóttir 8/8 fráköst, Hope Elam 8/9 fráköst/3 varin skot, Íris Sverrisdóttir 5, Guðrún Ósk Ámundardóttir 4/7 fráköst, Margrét Rósa Hálfdánardótir 3.Njarðvík: Lele Hardy 33/14 fráköst, Shanae Baker 20/8 fráköst/5 stoðsendingar/6 stolnir, Petrúnella Skúladóttir 13, Salbjörg Sævarsdóttir 12/7 fráköst, Andrea Björt Ólafsdóttir 2, Aníta Carter Kristmundsdóttir 1.KR-Hamar 73-60 (21-12, 17-12, 13-21, 22-15)KR: Reyana Colson 19/9 fráköst, Margrét Kara Sturludóttir 16/6 fráköst/5 stoðsendingar, Hafrún Hálfdánardóttir 13/6 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 10/6 fráköst/5 stoðsendingar, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 9/10 fráköst, Helga Einarsdóttir 6/5 fráköst.Hamar: Samantha Murphy 20/8 fráköst, Hannah Tuomi 18/18 fráköst, Jenný Harðardóttir 8/10 fráköst, Kristrún Rut Antonsdóttir 8, Álfhildur Þorsteinsdóttir 4, Regína Ösp Guðmundsdóttir 2.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Fótbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Körfubolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Sjá meira