Blake Griffin leikmaður LA Clippers í NBA deildinni.Mynd/ESPN
Íþróttafólk úr ýmsum greinum leikur aðalhlutverkið í þriðju útgáfu íþróttatímaritsins ESPN „Body Issue" sem að venju vekur mikla athygli. Ástæðan er einföld. Íþróttafólkið er nakið á myndunum sem birtar eru í tímaritinu en fyrirsæturnar eru rúmlega 20.
Á meðal þeirra eru Blake Griffin troðslukóngur NBA deildarinnar í körfubolta, Hope Solo markvörður bandaríska kvennalandsliðsins í fótbolta.
Hope Solo markvörður bandaríska kvennalandsliðsins í fótbolta.Mynd/ESPNFimleikakonan Alicia Sacramone, snjóbrettakonan Gretchen Bleiler, hafnarboltaspilarinn Jose Reyes og NFL-leikmaðurinn Steven Jackson eru á meðal þeirra sem eru í tímaritinu.