Dóra María kom inn á og tryggði íslenskan sigur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. október 2011 13:50 Mynd/Daníel Dóra María Lárusdóttir var hetja íslenska kvennalandsliðsins sem vann nauman 1-0 sigur á Ungverjalandi í fyrsta útileik sínum í undankeppni EM 2013. Dóra María skoraði markið á 68. mínútu en hún kom inn á sem varamaður í hálfleik. Sigurmark Dóru Maríu kom eftir fyrirgjöf frá Fanndísi Friðriksdóttur og skalla Margrétar Láru Viðarsdóttur sem var varinn. Íslensku stelpurnar voru búnar að bíða lengi eftir þessu marki því liðið skoraði þrjú mörk í fyrri hálfleik í 3-1 sigri á Noregi en hafði síðan ekki skorað í rúma fjóra hálfleiki eða í 216 mínútur þegar Dóra María skoraði þetta mikilvæga mark. Athygli vekur að Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, notaði Eddu Garðarsdóttur ekkert í þessum leik í dag en hún var kominn aftur inn í hópinn eftir meiðsli. Sigurður Ragnar skipti þeim Dóru Maríu, Dagnýju Brynjarsdóttur og Guðnýju Björk Óðinsdóttir inn en Edda sat allan tímann á bekknum. Íslensku stelpurnar hafa nú náð í tíu stig af tólf mögulegum í riðlinum en þær mæta síðan Norður-Írum í Belfast á miðvikudaginn kemur. Umfjöllun um leikinn af heimasíðu KSÍ:Dóra María Lárusdóttir.Mynd/AntonÍslenska kvennalandsliðið vann góðan útisigur á Ungverjum í dag en leikurinn var í undankeppni EM. Lokatölur urðu 0 - 1 og var það Dóra María Lárusdóttir sem að skorað mark Íslands á 68. mínútu. Mikil barátta einkenndi leikinn og ekki litu mörg færi dagsins ljós. Fyrri hálfleikur fór rólega af stað en íslenska liðið tók þó fljótt yfirhöndina og réð ferðinni mestan hluta hálfleiksins. Færin sem sköpuðust voru ekki mörg og Margrét Lára komst næst því á 34. mínútu en varnarmenn Ungverja komust í veg fyrir skotið. Undir lok hálfleiksins sóttu heimastúlkur í sig veðrið og þurfti Þóra að taka einu sinni á stóra sínum til þess að koma í veg fyrir að Ungverjar kæmust yfir. Þóra var aftur í sviðsljósinu í byrjun seinni hálfleiks þegar hún bjargaði glæsilega eftir að sóknarmaður Ungverja og Þróttar, Fanny Vago, komst ein inn fyrir vörn Íslands. Seinni hálfleikurinn einkenndist af mikilli baráttu og hlaup nokkur harka í leikinn. Okkar stelpur fengu að líta gula spjaldið í þrígang í seinni hálfleiknum hjá þýska dómaranum enda ekkert gefið eftir. Baráttan kom nokkuð niður á flæði í sóknar leiknum og sköpuðu stelpurnar ekki mikið af færum. Það var hinsvegar Dóra María Lárusdóttir sem braut ísinn á 68. mínútu eftir mikinn atgang í teignum. Markvörður Ungverja varði skalla frá Margréti Láru en Dóra María kom boltanum yfir línuna. Það reyndist vera eina mark leiksins og gátu stelpurnar fagnað stigunum þremur í leikslok. Í heilt yfir var leikurinn ekkert sérstaklega leikinn af hálfu stelpnanna en ungverska liðið veitti þeim svo sannarlega verðuga mótspyrnu. Stigin þrjú hinsvegar dýrmæt í baráttunni um að komast í úrslitakeppni EM í Svíþjóð því þangað stefna stelpurnar. Íslenski boltinn Mest lesið Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Körfubolti Karius mættur í þýsku B-deildina Fótbolti Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Handbolti „Fannst við eiga vinna leikinn” Körfubolti Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Fótbolti Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Enski boltinn Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra Körfubolti Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Fótbolti Fleiri fréttir Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Sjá meira
Dóra María Lárusdóttir var hetja íslenska kvennalandsliðsins sem vann nauman 1-0 sigur á Ungverjalandi í fyrsta útileik sínum í undankeppni EM 2013. Dóra María skoraði markið á 68. mínútu en hún kom inn á sem varamaður í hálfleik. Sigurmark Dóru Maríu kom eftir fyrirgjöf frá Fanndísi Friðriksdóttur og skalla Margrétar Láru Viðarsdóttur sem var varinn. Íslensku stelpurnar voru búnar að bíða lengi eftir þessu marki því liðið skoraði þrjú mörk í fyrri hálfleik í 3-1 sigri á Noregi en hafði síðan ekki skorað í rúma fjóra hálfleiki eða í 216 mínútur þegar Dóra María skoraði þetta mikilvæga mark. Athygli vekur að Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, notaði Eddu Garðarsdóttur ekkert í þessum leik í dag en hún var kominn aftur inn í hópinn eftir meiðsli. Sigurður Ragnar skipti þeim Dóru Maríu, Dagnýju Brynjarsdóttur og Guðnýju Björk Óðinsdóttir inn en Edda sat allan tímann á bekknum. Íslensku stelpurnar hafa nú náð í tíu stig af tólf mögulegum í riðlinum en þær mæta síðan Norður-Írum í Belfast á miðvikudaginn kemur. Umfjöllun um leikinn af heimasíðu KSÍ:Dóra María Lárusdóttir.Mynd/AntonÍslenska kvennalandsliðið vann góðan útisigur á Ungverjum í dag en leikurinn var í undankeppni EM. Lokatölur urðu 0 - 1 og var það Dóra María Lárusdóttir sem að skorað mark Íslands á 68. mínútu. Mikil barátta einkenndi leikinn og ekki litu mörg færi dagsins ljós. Fyrri hálfleikur fór rólega af stað en íslenska liðið tók þó fljótt yfirhöndina og réð ferðinni mestan hluta hálfleiksins. Færin sem sköpuðust voru ekki mörg og Margrét Lára komst næst því á 34. mínútu en varnarmenn Ungverja komust í veg fyrir skotið. Undir lok hálfleiksins sóttu heimastúlkur í sig veðrið og þurfti Þóra að taka einu sinni á stóra sínum til þess að koma í veg fyrir að Ungverjar kæmust yfir. Þóra var aftur í sviðsljósinu í byrjun seinni hálfleiks þegar hún bjargaði glæsilega eftir að sóknarmaður Ungverja og Þróttar, Fanny Vago, komst ein inn fyrir vörn Íslands. Seinni hálfleikurinn einkenndist af mikilli baráttu og hlaup nokkur harka í leikinn. Okkar stelpur fengu að líta gula spjaldið í þrígang í seinni hálfleiknum hjá þýska dómaranum enda ekkert gefið eftir. Baráttan kom nokkuð niður á flæði í sóknar leiknum og sköpuðu stelpurnar ekki mikið af færum. Það var hinsvegar Dóra María Lárusdóttir sem braut ísinn á 68. mínútu eftir mikinn atgang í teignum. Markvörður Ungverja varði skalla frá Margréti Láru en Dóra María kom boltanum yfir línuna. Það reyndist vera eina mark leiksins og gátu stelpurnar fagnað stigunum þremur í leikslok. Í heilt yfir var leikurinn ekkert sérstaklega leikinn af hálfu stelpnanna en ungverska liðið veitti þeim svo sannarlega verðuga mótspyrnu. Stigin þrjú hinsvegar dýrmæt í baráttunni um að komast í úrslitakeppni EM í Svíþjóð því þangað stefna stelpurnar.
Íslenski boltinn Mest lesið Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Körfubolti Karius mættur í þýsku B-deildina Fótbolti Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Handbolti „Fannst við eiga vinna leikinn” Körfubolti Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Fótbolti Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Enski boltinn Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra Körfubolti Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Fótbolti Fleiri fréttir Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Sjá meira