Fótbolti

AEK Aþena lá í Moskvu án Eiðs Smára - AZ náði jafntefli en OB tapaði

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jóhann Berg Guðmundsson
Jóhann Berg Guðmundsson Mynd/AFP
AEK Aþena tapaði 3-1 á móti Lokomotiv Moskvu í L-riðli Evrópudeildarinnar í dag en gríska liðið lék þarna sinn fyrsta leik síðan að Eiður Smári Guðjohnsen fótbrotnaði. Þetta var ekki alltof gott kvöld fyrir Íslendingaliðin því OB frá Óðinsvéum tapaði líka sínum leik en AZ Alkmaar náði hinsvegar jafntefli með því að skora tvö í lokin.

Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í AZ Alkmaar gerðu 2-2 jafntefli við Austria Vín á heimavelli. Jóhann Berg var í byrjunarliðinu og spilaði fyrstu 80 mínúturnar. Þegar hann fór útaf var staðan 2-0 fyrir Austria Vín en AZ tryggði sér jafntefli með tvemur mörkum undir lokin.  AZ hefur fimm stig í 2. sæti riðilsins en Austria Vín gat komst upp fyrir hollenska liðið með sigri.

Elfar Freyr Helgason sat allan tímann á bekknum þegar AEK Aþena tapaði 3-1 í Moskvu en öll mörkin komu í seinni hálfleik. AEL minnkaði muninn í 2-1 mínútu fyrir leikslok en Rússarnir innsigluðu sigurinn mínútu seinna. AEK er búið að tapa öllum þremur leikjum sínum í riðlinum og er stigalaust á botninum.

Rúrik Gíslason kom inn á sem varamaður á 84. mínútu þegar OB steinlá 1-4 á móti hollenska liðinu Twente á heimavelli. OB hefur 3 stig í 3. sæti riðilsins en Twente (7 stig) og Fulham (4 stig) eru fyrir ofan Rúrik og félaga.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×