Fram-stelpur komust upp að hlið Vals og HK á toppi N1-deildar kvenna með öruggum átta marka sigri á Stjörnunni í Mýrinni í dag.
Fram með yfirhöndina allan leikinn og leiddi með fjórum mörkum í hálfleik, 12-16. Stjarnan náði aldrei að ógna Fram að neinu viti í síðari hálfleik.
Valur, HK og Fram hafa öll átta stig í deildinni en Valur á leik til góða.
Stjarnan-Fram 25-33 (12-16)
Mörk Stjörnunnar: Sólveig Lára Kjærnested 8, Hanna G. Stefánsdóttir 6, Jóna Margrét Ragnarsdóttir 6, Hildur Harðardóttir 2, Esther Viktoría Ragnarsdóttir 2, María Karlsdóttir 1.
Mörk Fram: Sigurbjörg Jóhannsdóttir 7, Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir 4, Marthe Sördal 4, Stella Sigurðardóttir 4, Birna Berg Haraldsdóttir 4, Elísabet Gunnarsdóttir 4, Sunna Jónsdóttir 3, Ásta Birna Gunnarsdóttir 2, Steinunn Björnsdóttir 1.
Fram vann auðveldan sigur á Stjörnunni
