Fram-stelpur komust upp að hlið Vals og HK á toppi N1-deildar kvenna með öruggum átta marka sigri á Stjörnunni í Mýrinni í dag.
Fram með yfirhöndina allan leikinn og leiddi með fjórum mörkum í hálfleik, 12-16. Stjarnan náði aldrei að ógna Fram að neinu viti í síðari hálfleik.
Valur, HK og Fram hafa öll átta stig í deildinni en Valur á leik til góða.
Stjarnan-Fram 25-33 (12-16)
Mörk Stjörnunnar: Sólveig Lára Kjærnested 8, Hanna G. Stefánsdóttir 6, Jóna Margrét Ragnarsdóttir 6, Hildur Harðardóttir 2, Esther Viktoría Ragnarsdóttir 2, María Karlsdóttir 1.
Mörk Fram: Sigurbjörg Jóhannsdóttir 7, Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir 4, Marthe Sördal 4, Stella Sigurðardóttir 4, Birna Berg Haraldsdóttir 4, Elísabet Gunnarsdóttir 4, Sunna Jónsdóttir 3, Ásta Birna Gunnarsdóttir 2, Steinunn Björnsdóttir 1.
