Hlýnun jarðar hamlar framförum 6. nóvember 2011 13:37 Mynd/AFP Mynd/Fréttablaðið Sameinuðu þjóðirnar hafa sent frá sér hina árlegu þróunarskýrslu, sem að venju er mikill fróðleiksbrunnur um ástand og lífskjör í löndum heims. Umhverfismál eru meginviðfangsefni skýrslunnar í ár. Guðsteinn Bjarnason kynnti sér innihald hennar. Undanfarin tuttugu ár hefur þróunarskýrslan skapað umræður og haft margvísleg áhrif víða um heim," segir Khalid Malik, sviðsstjóri þróunarskýrslusviðs Sameinuðu þjóðanna. Undanfarin tuttugu ár hefur þróunarskýrslan skapað umræður og haft margvísleg áhrif víða um heim," segir Khalid Malik, sviðsstjóri þróunarskýrslusviðs Sameinuðu þjóðanna. Hann segir útgangspunkt skýrslugerðarinnar frá upphafi hafa verið þann, að hin raunverulega auðlegð þjóðanna sé fólkið í hverju landi fyrir sig. Þjóðarframleiðsla eða þjóðartekjur séu ekki besti mælikvarðinn á lífskjör fólks, heldur hafa þættir á borð við menntun og heilsufar verið teknir inn í myndina."Bandaríkin væru til dæmis alltaf í efsta sæti ef aðeins væri horft á þjóðartekjur," segir Malik, "en á lífskjaramælikvarða okkar lenda þau neðar. Þannig er Ísland í 14. sæti núna eftir hrunið en ef eingöngu væri horft á þjóðartekjurnar væri Ísland í 25. sæti."Framfarir Skýrslan sýnir að verulegar framfarir hafa orðið í öllum heimshlutum síðustu áratugina. Framfarirnar hafa hlutfallslega verið hraðastar í fátækari löndunum, en á því kann að verða breyting í nánustu framtíð vegna loftslagsbreytinga, sem erfiðlega hefur gengið að ná tökum á. Neikvæð áhrif loftslagsbreytinga bitna frekar á fátækari löndunum, þar sem fólk er viðkvæmara fyrir öllum áföllum. Þó eru það ekki þessi lönd, heldur hin auðugri, sem eru stórtækust í losun gróðurhúsalofttegunda. Í skýrslunni er athyglinni sérstaklega beint að þeirri ósanngirni, sem í þessu felst. Einnig er horft til framtíðar og athyglinni beint að þeirri ósanngirni, að seinni tíma kynslóðir þurfi að þola afleiðingarnar af óhófsneyslu samtímans. "Meginboðskapur skýrslunnar er held ég sá, að sanngirni og sjálfbærni séu nátengd fyrirbæri," segir Malik, sem kynnti skýrslu ársins á hádegisfundi í Norræna húsinu í gær. "Til þessa hefur oftast verið fjallað um þetta hvort í sínu lagi, en skýrslan færir sterk rök fyrir því að sjálfbærni sé ekki möguleg nema með því að takast á við misskiptingu gæða og mismunun fólks. Það þarf að líta á þessi mál, ekki bara sem þjóðfélagsmál heldur beinlínis til þess að tryggja sjálfbærni í framtíðinni."Misskipting Lífskjaramælikvarði skýrslunnar hefur síðustu árin verið leiðréttur sér staklega með tilliti til mismununar og misskiptingar gæða í löndum heims. Þar kemur í ljós að mismunun og misskipting dregur verulega úr lífsgæðum, en misjafnlega mikið eftir löndum. Ef öllum gæðum væri skipt jafnt á milli íbúa hvers lands myndi staða þess lands á lífskjaralistanum vera óbreytt, en þegar tillit er tekið til misskiptingar breytist röðin töluvert, eins og sjá má dæmi um í súluritinu hér til hliðar. Í skýrslunni er meðal annars bent á það, að hættan á meiðslum eða dauða af völdum flóða, fárviðris eða skriðufalla er meiri meðal barna, kvenna og aldraðra, einkum í fátækari löndum. "Samt er ástæða til bjartsýni," segir í skýrslunni. "Að mörgu leyti eru aðstæðurnar í dag hentugri fyrir framfarir en nokkru sinni áður." Loftslagsmál Mest lesið „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Fleiri fréttir Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Sjá meira
Mynd/Fréttablaðið Sameinuðu þjóðirnar hafa sent frá sér hina árlegu þróunarskýrslu, sem að venju er mikill fróðleiksbrunnur um ástand og lífskjör í löndum heims. Umhverfismál eru meginviðfangsefni skýrslunnar í ár. Guðsteinn Bjarnason kynnti sér innihald hennar. Undanfarin tuttugu ár hefur þróunarskýrslan skapað umræður og haft margvísleg áhrif víða um heim," segir Khalid Malik, sviðsstjóri þróunarskýrslusviðs Sameinuðu þjóðanna. Undanfarin tuttugu ár hefur þróunarskýrslan skapað umræður og haft margvísleg áhrif víða um heim," segir Khalid Malik, sviðsstjóri þróunarskýrslusviðs Sameinuðu þjóðanna. Hann segir útgangspunkt skýrslugerðarinnar frá upphafi hafa verið þann, að hin raunverulega auðlegð þjóðanna sé fólkið í hverju landi fyrir sig. Þjóðarframleiðsla eða þjóðartekjur séu ekki besti mælikvarðinn á lífskjör fólks, heldur hafa þættir á borð við menntun og heilsufar verið teknir inn í myndina."Bandaríkin væru til dæmis alltaf í efsta sæti ef aðeins væri horft á þjóðartekjur," segir Malik, "en á lífskjaramælikvarða okkar lenda þau neðar. Þannig er Ísland í 14. sæti núna eftir hrunið en ef eingöngu væri horft á þjóðartekjurnar væri Ísland í 25. sæti."Framfarir Skýrslan sýnir að verulegar framfarir hafa orðið í öllum heimshlutum síðustu áratugina. Framfarirnar hafa hlutfallslega verið hraðastar í fátækari löndunum, en á því kann að verða breyting í nánustu framtíð vegna loftslagsbreytinga, sem erfiðlega hefur gengið að ná tökum á. Neikvæð áhrif loftslagsbreytinga bitna frekar á fátækari löndunum, þar sem fólk er viðkvæmara fyrir öllum áföllum. Þó eru það ekki þessi lönd, heldur hin auðugri, sem eru stórtækust í losun gróðurhúsalofttegunda. Í skýrslunni er athyglinni sérstaklega beint að þeirri ósanngirni, sem í þessu felst. Einnig er horft til framtíðar og athyglinni beint að þeirri ósanngirni, að seinni tíma kynslóðir þurfi að þola afleiðingarnar af óhófsneyslu samtímans. "Meginboðskapur skýrslunnar er held ég sá, að sanngirni og sjálfbærni séu nátengd fyrirbæri," segir Malik, sem kynnti skýrslu ársins á hádegisfundi í Norræna húsinu í gær. "Til þessa hefur oftast verið fjallað um þetta hvort í sínu lagi, en skýrslan færir sterk rök fyrir því að sjálfbærni sé ekki möguleg nema með því að takast á við misskiptingu gæða og mismunun fólks. Það þarf að líta á þessi mál, ekki bara sem þjóðfélagsmál heldur beinlínis til þess að tryggja sjálfbærni í framtíðinni."Misskipting Lífskjaramælikvarði skýrslunnar hefur síðustu árin verið leiðréttur sér staklega með tilliti til mismununar og misskiptingar gæða í löndum heims. Þar kemur í ljós að mismunun og misskipting dregur verulega úr lífsgæðum, en misjafnlega mikið eftir löndum. Ef öllum gæðum væri skipt jafnt á milli íbúa hvers lands myndi staða þess lands á lífskjaralistanum vera óbreytt, en þegar tillit er tekið til misskiptingar breytist röðin töluvert, eins og sjá má dæmi um í súluritinu hér til hliðar. Í skýrslunni er meðal annars bent á það, að hættan á meiðslum eða dauða af völdum flóða, fárviðris eða skriðufalla er meiri meðal barna, kvenna og aldraðra, einkum í fátækari löndum. "Samt er ástæða til bjartsýni," segir í skýrslunni. "Að mörgu leyti eru aðstæðurnar í dag hentugri fyrir framfarir en nokkru sinni áður."
Loftslagsmál Mest lesið „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Fleiri fréttir Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Sjá meira