Nýtt eldsneyti í boði LVP skrifar 15. nóvember 2011 18:41 Nú þegar tæp ár er síðan að byrjað var byggja metanólverksmiðjuna við Svartsengi hefur hún formlega tekið til starfa og framleiðslan er kominn í fullan gang. Verksmiðjan er fyrsta sinnar tegundar í heiminum. „Metanólið hér er búið til með því að taka koltvísýring sem er í jarðgufunni hér í virkjuninni hjá HS orku og síðan raforku sem við notum til þess að búa til vetni og þessu tvennu er blandað saman og úr því verður metanól," segir Benedikt Stefánsson. Metanólinu er blandað út í bensín og úr verður eldsneyti sem hægt er að nota á alla bíla sem ganga fyrir bensíni. „Þetta er í fyrsta skipti í raun og veru sem við blöndum vistvænu íslensku eldsneyti út í bensín þannig að núna erum við komin með íslensk eldsneyti á bensínbíla sem framleitt er með íslenskri orku. Við vonumst til þess að þegar fram líða tímar að þá geti menn notað þetta í einhverju mæli til þess að minnka innfluting á bensíni. En í fyrstu þá blöndum við í lágri blöndu sem að hentar öllum bensínbílum þannig að hver sem er getur tekið svona blandað eldsneyti á bílinn sinn," segir Benedikt jafnframt. Til að byrja með er eldsneytið aðeins í boði á N1 stöðinni við Kringlumýrarbraut. Það er tveimur krónum ódýrara en venjulegt bensín. Benedikt segir ávinninginn þó fyrst og fremst þann að eldsneytið dregur úr mengun og gerir bílinn umhverfisvænni. „Koltvísýringurinn sem við erum að reyna að minnka í andrúmsloftinu til að minnka hlýnun jarðar. Koltvísýringur sem færi út í andrúmsloftið annars vegar hér úr verksmiðjunni og hins vegar frá bílnum nú fer hann bara út einu sinni, það er að segja í bílnum, þannig að við erum að fullu búin að kolefnisjafna útblástur bifreiðarinnar af metanólinu," segir Benedikt að lokum. Loftslagsmál Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira
Nú þegar tæp ár er síðan að byrjað var byggja metanólverksmiðjuna við Svartsengi hefur hún formlega tekið til starfa og framleiðslan er kominn í fullan gang. Verksmiðjan er fyrsta sinnar tegundar í heiminum. „Metanólið hér er búið til með því að taka koltvísýring sem er í jarðgufunni hér í virkjuninni hjá HS orku og síðan raforku sem við notum til þess að búa til vetni og þessu tvennu er blandað saman og úr því verður metanól," segir Benedikt Stefánsson. Metanólinu er blandað út í bensín og úr verður eldsneyti sem hægt er að nota á alla bíla sem ganga fyrir bensíni. „Þetta er í fyrsta skipti í raun og veru sem við blöndum vistvænu íslensku eldsneyti út í bensín þannig að núna erum við komin með íslensk eldsneyti á bensínbíla sem framleitt er með íslenskri orku. Við vonumst til þess að þegar fram líða tímar að þá geti menn notað þetta í einhverju mæli til þess að minnka innfluting á bensíni. En í fyrstu þá blöndum við í lágri blöndu sem að hentar öllum bensínbílum þannig að hver sem er getur tekið svona blandað eldsneyti á bílinn sinn," segir Benedikt jafnframt. Til að byrja með er eldsneytið aðeins í boði á N1 stöðinni við Kringlumýrarbraut. Það er tveimur krónum ódýrara en venjulegt bensín. Benedikt segir ávinninginn þó fyrst og fremst þann að eldsneytið dregur úr mengun og gerir bílinn umhverfisvænni. „Koltvísýringurinn sem við erum að reyna að minnka í andrúmsloftinu til að minnka hlýnun jarðar. Koltvísýringur sem færi út í andrúmsloftið annars vegar hér úr verksmiðjunni og hins vegar frá bílnum nú fer hann bara út einu sinni, það er að segja í bílnum, þannig að við erum að fullu búin að kolefnisjafna útblástur bifreiðarinnar af metanólinu," segir Benedikt að lokum.
Loftslagsmál Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira