Gamla góða Grafík lifnar við 15. nóvember 2011 21:00 Ein ástsælasta popphljómsveit landsins, hin ísfirska Grafík, á 30 ára afmæli þessa dagana. Í tilefni af því verður á næstu dögum frumsýnd glæný heimildarmynd og gefin út tvöföld plata með bestu lögum sveitarinnar. Heimildarmyndin spannar feril hljómsveitarinnar og hefur verið meira og minna í vinnslu síðan árið 2004. Leikstjórar myndarinnar eru ljósmyndarinn og kvikmyndagerðarmaðurinn Bjarni Grímsson og Frosti Runólfsson en einnig kom Jónatan Garðarsson að verkinu. Hún verður frumsýnd á Ísafirði 24. nóvember en í Reykjavík verða frumsýning og tónleikar í Austurbæ 1. desember. Á plötunni verður úrval laga hljómsveitarinnar; smellir á borð við Mér finnst rigningin góð, Þúsund sinnum segðu já og Presley. Einnig koma út tvö ný lög. Annað þeirra heitir Bláir fuglar en það var samið rétt fyrir andlát trommuleikarans Rafns Jónssonar af þeim Helga Björnssyni, Rúnari Þórissyni og Rafni en textinn er eftir Helga. Margir bíða spenntir eftir myndinni um Grafík enda er saga hljómsveitarinnar fyrir margar sakir óvenjuleg og hefur yfir sér goðsagnakenndan blæ. „Upphaf ferilsins má rekja til þess að Rafn Ragnar Jónsson trommuleikari, Rúnar Þórisson gítarleikari og Örn Jónsson bassaleikari byrjuðu að taka upp lög saman í Hnífsdal um áramót 1980-1981. Sveitin vakti strax athygli og fékk góða dóma en náði ekki umtalsverðum vinsældum fyrr en platan Get ég tekið sjens kom út árið 1984. Sú plata sló rækilega í gegn með Helga Björnsson sem söngvara og þykir enn í dag vera ein best heppnaða poppplata okkar Íslendinga, enda inniheldur hún lög á borð við Sextán, 1000 sinnum og Mér finnst rigningin góð. Þá hefur platan Leyndarmál verið talin með bestu plötum níunda áratugsins en þá söng Andrea Gylfadóttir með Grafík. Einnig hafa ýmsir hljóðfæraleikarar komið við sögu sveitarinnar, t.d. Jakob Magnússon, Hjörtur Howser og Egill Rafnsson," segir í tilkynningu. Í meðfylgjandi myndbandi má sjá sýnishorn úr myndinni. Í meðfylgjandi myndasafni má síðan sjá nokkrar óborganlegar myndir frá fyrstu árum sveitarinnar. Tónlist Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Ein ástsælasta popphljómsveit landsins, hin ísfirska Grafík, á 30 ára afmæli þessa dagana. Í tilefni af því verður á næstu dögum frumsýnd glæný heimildarmynd og gefin út tvöföld plata með bestu lögum sveitarinnar. Heimildarmyndin spannar feril hljómsveitarinnar og hefur verið meira og minna í vinnslu síðan árið 2004. Leikstjórar myndarinnar eru ljósmyndarinn og kvikmyndagerðarmaðurinn Bjarni Grímsson og Frosti Runólfsson en einnig kom Jónatan Garðarsson að verkinu. Hún verður frumsýnd á Ísafirði 24. nóvember en í Reykjavík verða frumsýning og tónleikar í Austurbæ 1. desember. Á plötunni verður úrval laga hljómsveitarinnar; smellir á borð við Mér finnst rigningin góð, Þúsund sinnum segðu já og Presley. Einnig koma út tvö ný lög. Annað þeirra heitir Bláir fuglar en það var samið rétt fyrir andlát trommuleikarans Rafns Jónssonar af þeim Helga Björnssyni, Rúnari Þórissyni og Rafni en textinn er eftir Helga. Margir bíða spenntir eftir myndinni um Grafík enda er saga hljómsveitarinnar fyrir margar sakir óvenjuleg og hefur yfir sér goðsagnakenndan blæ. „Upphaf ferilsins má rekja til þess að Rafn Ragnar Jónsson trommuleikari, Rúnar Þórisson gítarleikari og Örn Jónsson bassaleikari byrjuðu að taka upp lög saman í Hnífsdal um áramót 1980-1981. Sveitin vakti strax athygli og fékk góða dóma en náði ekki umtalsverðum vinsældum fyrr en platan Get ég tekið sjens kom út árið 1984. Sú plata sló rækilega í gegn með Helga Björnsson sem söngvara og þykir enn í dag vera ein best heppnaða poppplata okkar Íslendinga, enda inniheldur hún lög á borð við Sextán, 1000 sinnum og Mér finnst rigningin góð. Þá hefur platan Leyndarmál verið talin með bestu plötum níunda áratugsins en þá söng Andrea Gylfadóttir með Grafík. Einnig hafa ýmsir hljóðfæraleikarar komið við sögu sveitarinnar, t.d. Jakob Magnússon, Hjörtur Howser og Egill Rafnsson," segir í tilkynningu. Í meðfylgjandi myndbandi má sjá sýnishorn úr myndinni. Í meðfylgjandi myndasafni má síðan sjá nokkrar óborganlegar myndir frá fyrstu árum sveitarinnar.
Tónlist Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira