Körfubolti

Grindvíkingar áfram á sigurbraut - unnu 24 stiga sigur á Haukum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Giordan Watson.
Giordan Watson. Mynd/Stefán
Grindvíkingar halda sigurgöngu sinni áfram í Iceland Express deild karla eftir 24 stiga sigur á Haukum, 98-74, í Grindavík í kvöld. Grindavíkurliðið er þar með búið að vinna alla sex leiki sína í deildinni til þessa. Haukar voru þarna að spila sinn fyrsta leik undir stjórn Ívars Ásgrímssonar sem tók tímabundið við eftir að Pétur Ingvarsson hætti þjálfun liðsins.

Giordan Watson skoraði 27 stig í leiknum en þeir Ólafur Ólafsson og J'Nathan Bullock komu síðan næstir með 15 stig hvor. Þorleifur Ólafsson var síðan með 14 stig. Jovanni Shuler skoraði 18 stig fyrir Hauka og Christopher Smith var með 15 stig.

Liðin skiptust á um forystuna í fyrsta leikhlutanum en Grindavík var 18-16 yfir við lok hans. Grindvíkingar tóku frumkvæðið í öðrum leikhlutanum sem þeir unnu 30-21 og voru því með ellefu stiga forskot í hálfleik, 48-37.

Sigur Grindvíkinga var ekki í mikilli hættu í seinni hálfleik. Haukar héldu muninum í ellefu stigum eftir þriðja leikhlutann en Grindvíkingar unnu fjórða leikhlutann 29-16 og tryggðu sér 24 stiga sigur.



Grindavík-Haukar 98-74 (18-16, 30-21, 21-21, 29-16)

Grindavík: Giordan Watson 27/5 stoðsendingar, Ólafur Ólafsson 15/8 fráköst, J'Nathan Bullock 15/9 fráköst, Þorleifur Ólafsson 14, Páll Axel Vilbergsson 11/7 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 8/8 fráköst, Ármann Vilbergsson 3, Björn Steinar Brynjólfsson 3, Jóhann Árni Ólafsson 2.

Haukar: Jovanni Shuler 18/9 fráköst, Christopher Smith 15/4 fráköst, Sævar Ingi Haraldsson 12/4 fráköst/5 stoðsendingar, Örn Sigurðarson 11, Haukur Óskarsson 10, Davíð Páll Hermannsson 4, Óskar Ingi Magnússon 2, Helgi Björn Einarsson 2/4 fráköst.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×