Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, leikmaður íslenska landsliðsins, verður ekki með gegn Tékkum í dag en hún varð fyrir smávægilegum meiðslum á auga í leiknum í gær.
Íslensku stelpurnar unnu Tékkland, 31-24, í vináttulandsleik í gærkvöldi en í leiknum fékk Anna högg á augað. Leikmaðurinn er með lepp fyrir auganu í dag til að vernda það enn frekar.
Læknar íslenska landsliðsins vonast til þess að hún verði búinn að jafna sig fyrir heimsmeistaramótið í Brasilíu sem hefst í næstu viku.
Leikur Íslands og Tékklands hefst kl 14:15 í dag og fer fram í Vodafonehöllinni. Bein textalýsing verður frá leiknum hér á Vísi.
