Körfubolti

Ótrúleg endurkoma Snæfellskvenna - Sigrún með þrennu í léttum sigri KR

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sigrún Ámundadóttir.
Sigrún Ámundadóttir. Mynd/Anton
Snæfell og KR fögnuðu sigrum í Iceland Express deild kvenna í dag. KR vann öruggan 103-63 sigur á botnliði Fjölnis en Snæfell þurfti frábæran fjórða leikhluta til þess að landa þriggja stiga sigri á Hamar í Hveragerði. KR komst upp í 3. sætið með sigrinum en Snæfell komst upp að hlið Hauka í 4. til 5. sæti.

Sigrún Ámundadóttir og Margrét Kara Sturludóttir fóru á kostum í 40 stiga sigri KR á Fjölni í DHL-höllinni. Sigrún var með þrefalda tvennu, skoraði 24 stig, tók 15 fráköst og gaf 10 stoðsendingar en Margrét Kara var með 23 stig. Bryndís Guðmundsdóttir var með 18 stig og 9 fráköst. Brittney Jones skoraði 26 stig fyrir Fjölni og Birna Eiríksdóttir var með 16 stig.

Hamar telfdi fram nýjum bandarískum leikmanni á móti Snæfelli og var 60-45 yfir fyrir lokaleikhlutann. Snæfellsstelpur fóru hinsvegar í gang í lokaleikhlutann, unnu hann 26-8, og tryggðu sér 71-68 sigur.

Hildur Sigurðardóttir skoraði 20 stig fyrir Snæfell og Helga Hjördís Björgvinsdóttir var með 18 stig.  Samantha Murphy var með 41 stig hjá Hamar og nýi leikmaðurinn Katherine Graham var með 14 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×