Íslenska Futsal-landsliðið vann 6-1 sigur á Armeníu í öðrum leik sínum í forkeppni Evrópumótsins í Futsal sem fer fram á Ásvöllum. Þetta er fyrsti sigur íslenska landsliðsins frá upphafi í Futsal en liðið tapað 4-5 í fyrsta leiknum á móti Lettum.
Tryggvi Guðmundsson skoraði eitt marka íslenska liðsins og varð þar með fyrsti Íslendingurinn til að skora fyrir bæði A-landsliðið í fótbolta og fyrir A-landsliðið í Futsal. Tryggvi skoraði á sínum tíma 12 mörk í 42 landsleikjum fyrir A-landsliðið í fótbolta.
Þorsteinn Már Ragnarsson leikmaður Víking Ólafsvíkur skoraði tvö mörk í leiknum og Guðmundur Steinarsson, Tryggvi, Magnús Sverrir Þorsteinsson og Haraldur Freyr Guðmundsson skoruðu hin mörkin.
Tryggvi, Þorsteinn Már og Þórarinn Ingi Valdimarsson áttu allir stoðsendingu í leiknum en mark Guðmundar Steinarssonar kom úr vítaspyrnu. Magnús og Guðmundur hafa skorað í báðum leikjum Íslands.
Ísland á eftir leik á móti Grikkjum á morgun en íslenska liðið á þó ekki möguleika á því að komast áfram því Lettar tryggði sér sigur í riðlinum með 4-0 sigri á Grikkjum.
Íslenski boltinn