Með lögum skal hné hylja Pawel Bartoszek skrifar 11. febrúar 2011 06:00 Á mínum æskuárum í Póllandi var ekki mikið um auglýsingar á opinberum stöðum. Í stað þeirra héngu víða um veggi reglugerðir um hvaðeina sem hinn nýlæsi gat skemmt sér við að skoða. Ég man enn nokkrar þeirra. Ein fjallaði um hver ætti að fá forgang í biðröðum og við hvaða aðstæður. Önnur fjallaði um hitastig í járnbrautaklefum. Hún hljómaði nokkurn veginn svona: „1. Reglugerð þessi tekur til hitastillingar miðstöðvar í klefanum og opnunar glugga. 2. Stilling miðstöðvar skal ákveðin í sameiningu af farþegum klefans, sem og það hvort gluggi skuli opinn, og þá hve mikið. 3. Sé uppi ágreiningur um hitastillingu miðstöðvar og opnun glugga skal meirihluti farþega ráða. 4. Sé meirihluti farþega ekki fyrir hendi skal kalla til lestarvörð sem ákveður hitastillingu miðstöðvar og opnar eða lokar glugga. Ákvörðun hans er endanleg." Eins mikill gleðigjafi og umrædd reglugerð var þá reyndi sjaldnast á hana. Miðstöðin virkaði nefnilega aldrei. En reglugerðin var auðvitað ekki hlægileg vegna þess að einstaka lagagreinar hennar hafi verið eitthvað fráleitar. Hún var hlægileg sjálfrar sín vegna: Að einhver hafi ákveðið að binda í lög nokkuð sem fólk er fullfært um að leysa sjálft. Við Íslendingar höfum gjarnan þá mynd af íslenskum skólum að þar ríki mikið agaleysi, í það minnsta samanborið við önnur lönd. Sú sjálfsmynd er að mörgu leyti rétt. Hins vegar er það ekki svo að í íslenskum grunnskólum gildi engar reglur. Þar gildir fullt af reglum um hvað má og má ekki koma með í skólann, hvað má borða, hvenær má vera með farsíma, hvar á göngunum má ekki hlaupa og svo framvegis. Ætli vandinn sé ekki mun frekar skortur á virðingu gagnvart kennurum og skólaliðum fremur en skortur á reglum? Þegar eitthvað er í rugli setur Norðurlandabúinn reglur. Það getur í mörgum tilfellum verið rétt ákvörðun. En gleymum því ekki að markmiðið er ekki reglurnar í sjálfu sér heldur að laga ruglið og gera svo eftirlit óþarft. Bestu reglurnar eru þær sem ekki þarf að framfylgja. Bestu kerfin refsa ekki bara þeim sem haga sér illa, þau umbuna líka þeim sem haga sér vel. Þennan hugsunarhátt vantar stundum. Nú hefur Samfés ákveðið að setja reglur sem meðal annars banna ungu fólki að bera hné sín á árlegri skemmtun samtakanna. Sagt er að þeim sem ekki fara að reglunum verði vísað í sérherbergi þar sem þeir þurfi að bíða þangað til farið verði heim. Hvort þetta sé dæmi um góðar reglur og réttláta valdbeitingu, það er mér til efs. Meðal þeirra sem lýst hafa ánægju vegna reglnanna eru ýmsir foreldrar. Er það ekki tiltölulega augljóst að þeir foreldrar sem vilja ekki að þeirra eigin börn beri á sér hnén eigi að hafa sjálfstraust til að banna þeim það án aðkomu þriðja aðila? Hafi menn svo athugasemdir við hvernig einhver önnur þeim óskyld ungmenni klæða sig, þá verða menn annaðhvort að tala við viðkomandi foreldra eða bara að bíta í það súra. „Ætti ég kannski að tala við mömmu hennar Vigdísar? Nei, ég vil ekki trufla hana. Hvað ef hún tekur þessu illa? Nei, ég hringi bara í Samfés!" Líkt og með reglur um hitastig í járnbrautarvögnum þá er ekki beint þannig að sjálfar Samfés-reglurnar séu vondar eða illa meintar en tilvist þeirra ein er dálítið kjánaleg og felur í sér ákveðna vanvirðingu gagnvart þeim sem reglunum er beint til. Það þarf meiri jákvæðni og samráð í störfum með unglingum. Hóprefsingar og valdboð eru vond hugmynd. „Jæja, enn eru sum ykkar að striplast á böllum svo við þurfum bara að setja þessar kjánalegu reglur, börnin góð. Eru ekki allir sáttir?" Að lokum er klæðnaðarumræðan auðvitað ákveðinn lúxusvandi. Þegar núverandi foreldrar og starfsmenn félagsmiðstöðva voru í 10. bekk voru þeirra foreldrar að ræða leiðir til að halda þeim frá landa og Ingólfstorgi um helgar. Flestar rannsóknir sýna að áfengisneysla fólks á unglingastigi hefur minnkað mjög. En þá er bara að ráðast til atlögu við næsta skaðvald: nakin hné. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun
Á mínum æskuárum í Póllandi var ekki mikið um auglýsingar á opinberum stöðum. Í stað þeirra héngu víða um veggi reglugerðir um hvaðeina sem hinn nýlæsi gat skemmt sér við að skoða. Ég man enn nokkrar þeirra. Ein fjallaði um hver ætti að fá forgang í biðröðum og við hvaða aðstæður. Önnur fjallaði um hitastig í járnbrautaklefum. Hún hljómaði nokkurn veginn svona: „1. Reglugerð þessi tekur til hitastillingar miðstöðvar í klefanum og opnunar glugga. 2. Stilling miðstöðvar skal ákveðin í sameiningu af farþegum klefans, sem og það hvort gluggi skuli opinn, og þá hve mikið. 3. Sé uppi ágreiningur um hitastillingu miðstöðvar og opnun glugga skal meirihluti farþega ráða. 4. Sé meirihluti farþega ekki fyrir hendi skal kalla til lestarvörð sem ákveður hitastillingu miðstöðvar og opnar eða lokar glugga. Ákvörðun hans er endanleg." Eins mikill gleðigjafi og umrædd reglugerð var þá reyndi sjaldnast á hana. Miðstöðin virkaði nefnilega aldrei. En reglugerðin var auðvitað ekki hlægileg vegna þess að einstaka lagagreinar hennar hafi verið eitthvað fráleitar. Hún var hlægileg sjálfrar sín vegna: Að einhver hafi ákveðið að binda í lög nokkuð sem fólk er fullfært um að leysa sjálft. Við Íslendingar höfum gjarnan þá mynd af íslenskum skólum að þar ríki mikið agaleysi, í það minnsta samanborið við önnur lönd. Sú sjálfsmynd er að mörgu leyti rétt. Hins vegar er það ekki svo að í íslenskum grunnskólum gildi engar reglur. Þar gildir fullt af reglum um hvað má og má ekki koma með í skólann, hvað má borða, hvenær má vera með farsíma, hvar á göngunum má ekki hlaupa og svo framvegis. Ætli vandinn sé ekki mun frekar skortur á virðingu gagnvart kennurum og skólaliðum fremur en skortur á reglum? Þegar eitthvað er í rugli setur Norðurlandabúinn reglur. Það getur í mörgum tilfellum verið rétt ákvörðun. En gleymum því ekki að markmiðið er ekki reglurnar í sjálfu sér heldur að laga ruglið og gera svo eftirlit óþarft. Bestu reglurnar eru þær sem ekki þarf að framfylgja. Bestu kerfin refsa ekki bara þeim sem haga sér illa, þau umbuna líka þeim sem haga sér vel. Þennan hugsunarhátt vantar stundum. Nú hefur Samfés ákveðið að setja reglur sem meðal annars banna ungu fólki að bera hné sín á árlegri skemmtun samtakanna. Sagt er að þeim sem ekki fara að reglunum verði vísað í sérherbergi þar sem þeir þurfi að bíða þangað til farið verði heim. Hvort þetta sé dæmi um góðar reglur og réttláta valdbeitingu, það er mér til efs. Meðal þeirra sem lýst hafa ánægju vegna reglnanna eru ýmsir foreldrar. Er það ekki tiltölulega augljóst að þeir foreldrar sem vilja ekki að þeirra eigin börn beri á sér hnén eigi að hafa sjálfstraust til að banna þeim það án aðkomu þriðja aðila? Hafi menn svo athugasemdir við hvernig einhver önnur þeim óskyld ungmenni klæða sig, þá verða menn annaðhvort að tala við viðkomandi foreldra eða bara að bíta í það súra. „Ætti ég kannski að tala við mömmu hennar Vigdísar? Nei, ég vil ekki trufla hana. Hvað ef hún tekur þessu illa? Nei, ég hringi bara í Samfés!" Líkt og með reglur um hitastig í járnbrautarvögnum þá er ekki beint þannig að sjálfar Samfés-reglurnar séu vondar eða illa meintar en tilvist þeirra ein er dálítið kjánaleg og felur í sér ákveðna vanvirðingu gagnvart þeim sem reglunum er beint til. Það þarf meiri jákvæðni og samráð í störfum með unglingum. Hóprefsingar og valdboð eru vond hugmynd. „Jæja, enn eru sum ykkar að striplast á böllum svo við þurfum bara að setja þessar kjánalegu reglur, börnin góð. Eru ekki allir sáttir?" Að lokum er klæðnaðarumræðan auðvitað ákveðinn lúxusvandi. Þegar núverandi foreldrar og starfsmenn félagsmiðstöðva voru í 10. bekk voru þeirra foreldrar að ræða leiðir til að halda þeim frá landa og Ingólfstorgi um helgar. Flestar rannsóknir sýna að áfengisneysla fólks á unglingastigi hefur minnkað mjög. En þá er bara að ráðast til atlögu við næsta skaðvald: nakin hné.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun