Brynja Magnúsdóttir átti góðan leik með HK í kvöld þegar liðið tapaði 32-25 fyrir Fram í undanúrslitum Eimskipsbikars kvenna. Brynja var með 8 mörk og 5 stoðsendingar í leiknum.
HK-liðið var tíu mörkum undir í hálfleik, 19-9, en vann sinn aftur inn í leikinn með því að vinna fyrstu tólf mínútur seinni hálfleiksins 8-2. HK náði hinsvegar ekki að halda út leikinn og missti Framliðið aftur frá sér á lokakafla seinni hálfleiksins.
„Það kom ekki til greina að hætta í bikarleik. Okkur langaði í Höllina þótt að við höfum spilað mjög illa síðustu 20 mínúturnar í fyrri hálfleik. Við byrjuðum allt í lagi en svo vorum við að tapa boltanum alltof mikið," sagði Brynja.
„Við ætlum að sýna það að við ættum eitthvað í þetta Framlið og mér finnst við hafa gert það á köflum. Það vantar bara stöðugleika og fleira sem kemur bara með reynslunni. Fram hefur þessa reynslu en ekki við og þær fóru alla leið í fyrra," sagði Brynja.
„Við höfum aldrei komist svona langt í bikarnum. Þetta er líka bæting frá þvi seinast á móti þeim og við höfum verið að bæta okkur í hverjum leik á móti þeim. Mér finnst við vera á uppleið," sagði Brynja að lokum.
Brynja: Ætluðum að sýna að við ættum eitthvað í þetta Framlið
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið




„Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“
Enski boltinn


„Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“
Enski boltinn

Sár Verstappen hótar sniðgöngu
Formúla 1



„Spiluðum mjög vel í dag“
Enski boltinn