Aston Villa jafnaði gegn Chelsea í uppbótartíma Elvar Geir Magnússon skrifar 2. janúar 2011 15:35 Það var mikil dramatík á lokamínútunum í viðureign Chelsea og Aston Villa í dag. Leikurinn endaði með jafntefli 3-3 þar sem Ciaran Clark jafnaði fyrir Villa í uppbótartíma en skömmu áður hélt John Terry að hann hafi verið að skora sigurmarkið í leiknum. Eftir þessi úrslit er Chelsea áfram í fimmta sætinu, nú með 35 stig. Aston Villa er í fimmtánda sæti, tveimur stigum fyrir ofan fallsæti. Aston Villa byrjaði leikinn betur en fékk kalda vatnsgusu þegar dómarinn Lee Mason dæmdi Chelsea vítaspyrnu. Hann taldi að James Collins hefði brotið á Florent Malouda en dómurinn var verulega strangur og skiljanlega mótmæltu leikmenn Villa harðlega. En það þýðir víst ekki að deila við dómarann og Frank Lampard skoraði úr vítinu. Mason var mikið í sviðsljósinu og veifaði gulum spjöldum villt og galið í fyrri hálfleiknum. Hann dæmdi svo aðra vítaspyrnu á 41. mínútu en að þessu sinni voru það gestirnir sem fengu hana. Paulo Ferreira gerði slæm mistök og á endanum braut Michael Essien af sér og réttilega var dæmt víti. Ashley Young tók vítið og skoraði af öryggi. Á 47. mínútu tók Villa svo forystuna þegar Emile Heskey skoraði með skalla eftir fyrirgjöf Stewart Downing. Við þetta mark setti Chelsea í næsta gír og sótti stíft á meðan Villa var með alla sína menn á sínum vallarhelmingi. Pressa Chelsea skilaði jöfnunarmarki á 84. mínútu þegar boltinn barst á Didier Drogba í teignum og hann skoraði úr nokkuð þröngu færi. Á 89. mínútu tókst Chelsea svo að komast yfir þegar varnarmaðurinn John Terry skoraði. Heimamenn héldu að Terry væri að tryggja þeim stigin þrjú og brutust út gríðarleg fagnaðarlæti á Stamford Bridge. Leikmenn Chelsea hópuðust í kringum knattspyrnustjórann Carlo Ancelotti. En fögnuðurinn stóð ekki lengi yfir. Þeir bláklæddu voru greinilega búnir að missa einbeitinguna og hinn ungi Ciaran Clark, 21. árs, var einn og óvaldaður í teignum í uppbótartíma og skoraði eftir sendingu frá Marc Albrighton. Bæði lið hefðu svo getað skorað sigurmark á þeim sekúndum sem eftir voru en ekki tókst það og úrslitin jafntefli 3-3. Enski boltinn Skroll-Íþróttir Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Fleiri fréttir Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Sjá meira
Það var mikil dramatík á lokamínútunum í viðureign Chelsea og Aston Villa í dag. Leikurinn endaði með jafntefli 3-3 þar sem Ciaran Clark jafnaði fyrir Villa í uppbótartíma en skömmu áður hélt John Terry að hann hafi verið að skora sigurmarkið í leiknum. Eftir þessi úrslit er Chelsea áfram í fimmta sætinu, nú með 35 stig. Aston Villa er í fimmtánda sæti, tveimur stigum fyrir ofan fallsæti. Aston Villa byrjaði leikinn betur en fékk kalda vatnsgusu þegar dómarinn Lee Mason dæmdi Chelsea vítaspyrnu. Hann taldi að James Collins hefði brotið á Florent Malouda en dómurinn var verulega strangur og skiljanlega mótmæltu leikmenn Villa harðlega. En það þýðir víst ekki að deila við dómarann og Frank Lampard skoraði úr vítinu. Mason var mikið í sviðsljósinu og veifaði gulum spjöldum villt og galið í fyrri hálfleiknum. Hann dæmdi svo aðra vítaspyrnu á 41. mínútu en að þessu sinni voru það gestirnir sem fengu hana. Paulo Ferreira gerði slæm mistök og á endanum braut Michael Essien af sér og réttilega var dæmt víti. Ashley Young tók vítið og skoraði af öryggi. Á 47. mínútu tók Villa svo forystuna þegar Emile Heskey skoraði með skalla eftir fyrirgjöf Stewart Downing. Við þetta mark setti Chelsea í næsta gír og sótti stíft á meðan Villa var með alla sína menn á sínum vallarhelmingi. Pressa Chelsea skilaði jöfnunarmarki á 84. mínútu þegar boltinn barst á Didier Drogba í teignum og hann skoraði úr nokkuð þröngu færi. Á 89. mínútu tókst Chelsea svo að komast yfir þegar varnarmaðurinn John Terry skoraði. Heimamenn héldu að Terry væri að tryggja þeim stigin þrjú og brutust út gríðarleg fagnaðarlæti á Stamford Bridge. Leikmenn Chelsea hópuðust í kringum knattspyrnustjórann Carlo Ancelotti. En fögnuðurinn stóð ekki lengi yfir. Þeir bláklæddu voru greinilega búnir að missa einbeitinguna og hinn ungi Ciaran Clark, 21. árs, var einn og óvaldaður í teignum í uppbótartíma og skoraði eftir sendingu frá Marc Albrighton. Bæði lið hefðu svo getað skorað sigurmark á þeim sekúndum sem eftir voru en ekki tókst það og úrslitin jafntefli 3-3.
Enski boltinn Skroll-Íþróttir Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Fleiri fréttir Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Sjá meira