Enska meistaraliðið Chelsea hefur ekki náð sér á strik að undanförnu í deildarkeppninni en liðið gerði 3-3 jafntefli gegn Aston Villa í gær.
Í Sunnudagsmessunni á Stöð 2 sport 2 í gær fóru þeir Guðmundur Benediktsson og Hjörvar Hafliðason yfir gengi Chelsea sem byrjaði tímabilið af gríðarlegum krafti þar sem liðið fékk 25 stig af 30 mögulegum í fyrstu 10 umferðunum.
Liðið hefur aðeins náð í 10 stig af 30 mögulegum í síðustu 10 leikjum.