Lîka það leiðinlega Jônína Michaelsdóttir skrifar 4. janúar 2011 06:00 p { margin-bottom: 0.08in; } Ein dýrmætasta auðlind landsins er fólkið sem byggir það. Virkjun þeirrar auðlindar er hluti af tilverunni. Hvernig til tekst ræðst ekki síst af umhverfi og atlæti á uppvaxtarárum og góðum kennurum á vegferðinni. Þá er bæði að finna í menntastofnunum og í dagsins önn. Hjá fámennri þjóð munar meira um hvern einstakling en hjá stórþjóðum og því mikilvægt að leggja ekki að óþörfu bönd á frumkvæði og framkvæmdavilja hans. Hjarðeðlið lifir góðu lífi hér á landi og enginn þörf á að blása í glæður þess meira en orðið er. Síkvikt líf í hvers kyns listsköpun frábærra listamanna á nýliðnum árum, er til vitnis um það hverju skapandi hugsun og frumkvæði einstaklinga getur skilað þegar það er leyst úr læðingi.SJÁLFSÁNÆGJUGLEÐI Vitur vinkonkona mín, sem lést á tíræðisaldri fyrir nokkrum misserum, sagði einu sinni við mig: Ég fyllist alltaf einhverri sjálfsánægju þegar öðrum gengur vel! Verð mikið glöð. " Og af því að ég þekkti hana vel, vissi ég að þetta var hvorki væmni né sjálfsupphafning. Velgengni annarra varð í raun hennar gleði, og fyrir bragðið hélst líka gleðin í vistinni hjá henni til síðasta dags. Þetta kom upp í hugann þegar ég las blaðaviðtal við pilt sem varð dúx Fjölbrautarskólans í Breiðholti rétt fyrir áramót. Fékk fjórar viðurkenningar fyrir framúrskarandi námsárangur, og segir að þetta hafi komið sér dálítið í opna skjöldu. Var búinn að fá einkunnirnar sínar og vissi að hann hafði staðið sig vel, en átti alls ekki von á þessu öllu. Þegar hann er spurður um leyndarmálið bak við þessa velgengni segir hann: Það er bara að vera skynsamur og gera það sem manni er sett fyrir, þetta er í raun svo einfalt. Það þarf bara að gefa sér tíma og sýna því áhuga sem maður á að gera... líka þessu leiðinlega!" Pilturinn kvaðst fara í lögfræði við Háskóla Íslands í haust og hlakka mikið til. Honum væri ljóst að erfiðara yrði að næla í háar einkunnir þar, en: Maður á alltaf að stefna hátt og vonast eftir því besta, en búast við því versta." Ég verð að viðurkenna að ég fékk snert af sjálfsánægju, þegar ég las þetta viðtal. Gleði yfir þessum strák sem á þröskuldi fullorðinsáranna er svona yfirlætislaus, glöggur og jarðbundinn þegar athyglin beinist að honum. Samgleðst honum og þeim sem að honum standa, og vona að sem flestir af hans kynslóð séu á sömu snúru og hann.LEIÐINDI Á UNDANHALDI Það þarf bara að gefa sér tíma . Sýna áhuga því sem maður á að gera. Líka þessu leiðinlega. Þetta þrennt sem dúxinn í Breiðholtsskóla segir svo yfirlætislaust er bæði vanmetið og vanrækt í dag, en er þó lykilatriði í lífi og starfi hvers og eins. Foreldrar og kennarar þurfa að gefa sér tíma til að heyra hvað börn og unglingar eru að segja. Raunverulega heyra. Ekki bara orðin sjálf , heldur það sem að baki liggur. Sama gildir á vinnustöðum og barnaheimilum. Það er ekki nóg að gefa öðrum tíma, það verður að vera tími með vakandi athygli. Sýna áhuga því sem maður á að gera: Það segir sig sjálft, að sá sem lætur hugann reika meðan hann er að vinna verkefni sem krefst einbeitingar, er ekki með áhugann á réttum stað og árangurinn oftast í samræmi við það. Svo er það þetta leiðinlega, eða það sem viðkomandi hefur ákveðið að sé leiðinlegt. Það er hárrétt hjá piltinum, það á líka að sýna því áhuga. Þar liggur ögrunin. Það er enginn vandi að sinna því sem manni finnst gaman. Það er bara skemmtun. Þegar samfélagið var á fullri ferð 2007, allt hægt, þó að það væri í raun alls ekki hægt, þá hækkaði töluvert gengið á leiðindunum. Þannig hætti til dæmis ungt fólk og miðaldra í ágætri vinnu og bar því við að það væri ekki nógu gaman, eða að þetta væri svo leiðinleg vinna. Hugsunarhátturinn var sá að maður ætti ekki að þurfa að gera neitt sem manni þætti leiðinlegt. Þessi ár eru að baki og leiðindi ekki lengur gjaldgeng viðbára þegar á að taka til hendi. Sem betur fer. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Jónína Michaelsdóttir Mest lesið Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun
p { margin-bottom: 0.08in; } Ein dýrmætasta auðlind landsins er fólkið sem byggir það. Virkjun þeirrar auðlindar er hluti af tilverunni. Hvernig til tekst ræðst ekki síst af umhverfi og atlæti á uppvaxtarárum og góðum kennurum á vegferðinni. Þá er bæði að finna í menntastofnunum og í dagsins önn. Hjá fámennri þjóð munar meira um hvern einstakling en hjá stórþjóðum og því mikilvægt að leggja ekki að óþörfu bönd á frumkvæði og framkvæmdavilja hans. Hjarðeðlið lifir góðu lífi hér á landi og enginn þörf á að blása í glæður þess meira en orðið er. Síkvikt líf í hvers kyns listsköpun frábærra listamanna á nýliðnum árum, er til vitnis um það hverju skapandi hugsun og frumkvæði einstaklinga getur skilað þegar það er leyst úr læðingi.SJÁLFSÁNÆGJUGLEÐI Vitur vinkonkona mín, sem lést á tíræðisaldri fyrir nokkrum misserum, sagði einu sinni við mig: Ég fyllist alltaf einhverri sjálfsánægju þegar öðrum gengur vel! Verð mikið glöð. " Og af því að ég þekkti hana vel, vissi ég að þetta var hvorki væmni né sjálfsupphafning. Velgengni annarra varð í raun hennar gleði, og fyrir bragðið hélst líka gleðin í vistinni hjá henni til síðasta dags. Þetta kom upp í hugann þegar ég las blaðaviðtal við pilt sem varð dúx Fjölbrautarskólans í Breiðholti rétt fyrir áramót. Fékk fjórar viðurkenningar fyrir framúrskarandi námsárangur, og segir að þetta hafi komið sér dálítið í opna skjöldu. Var búinn að fá einkunnirnar sínar og vissi að hann hafði staðið sig vel, en átti alls ekki von á þessu öllu. Þegar hann er spurður um leyndarmálið bak við þessa velgengni segir hann: Það er bara að vera skynsamur og gera það sem manni er sett fyrir, þetta er í raun svo einfalt. Það þarf bara að gefa sér tíma og sýna því áhuga sem maður á að gera... líka þessu leiðinlega!" Pilturinn kvaðst fara í lögfræði við Háskóla Íslands í haust og hlakka mikið til. Honum væri ljóst að erfiðara yrði að næla í háar einkunnir þar, en: Maður á alltaf að stefna hátt og vonast eftir því besta, en búast við því versta." Ég verð að viðurkenna að ég fékk snert af sjálfsánægju, þegar ég las þetta viðtal. Gleði yfir þessum strák sem á þröskuldi fullorðinsáranna er svona yfirlætislaus, glöggur og jarðbundinn þegar athyglin beinist að honum. Samgleðst honum og þeim sem að honum standa, og vona að sem flestir af hans kynslóð séu á sömu snúru og hann.LEIÐINDI Á UNDANHALDI Það þarf bara að gefa sér tíma . Sýna áhuga því sem maður á að gera. Líka þessu leiðinlega. Þetta þrennt sem dúxinn í Breiðholtsskóla segir svo yfirlætislaust er bæði vanmetið og vanrækt í dag, en er þó lykilatriði í lífi og starfi hvers og eins. Foreldrar og kennarar þurfa að gefa sér tíma til að heyra hvað börn og unglingar eru að segja. Raunverulega heyra. Ekki bara orðin sjálf , heldur það sem að baki liggur. Sama gildir á vinnustöðum og barnaheimilum. Það er ekki nóg að gefa öðrum tíma, það verður að vera tími með vakandi athygli. Sýna áhuga því sem maður á að gera: Það segir sig sjálft, að sá sem lætur hugann reika meðan hann er að vinna verkefni sem krefst einbeitingar, er ekki með áhugann á réttum stað og árangurinn oftast í samræmi við það. Svo er það þetta leiðinlega, eða það sem viðkomandi hefur ákveðið að sé leiðinlegt. Það er hárrétt hjá piltinum, það á líka að sýna því áhuga. Þar liggur ögrunin. Það er enginn vandi að sinna því sem manni finnst gaman. Það er bara skemmtun. Þegar samfélagið var á fullri ferð 2007, allt hægt, þó að það væri í raun alls ekki hægt, þá hækkaði töluvert gengið á leiðindunum. Þannig hætti til dæmis ungt fólk og miðaldra í ágætri vinnu og bar því við að það væri ekki nógu gaman, eða að þetta væri svo leiðinleg vinna. Hugsunarhátturinn var sá að maður ætti ekki að þurfa að gera neitt sem manni þætti leiðinlegt. Þessi ár eru að baki og leiðindi ekki lengur gjaldgeng viðbára þegar á að taka til hendi. Sem betur fer.
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun