Rosaleg stórkarlamúsík 24. febrúar 2011 07:00 Klárir í slaginn Rokkararnir í Ham á æfingu fyrir tónleikana á Nasa. Hljómsveitin ætlar í hljóðver í næsta mánuði og stefnir á nýja plötu síðar á árinu.fréttablaðið/stefán Rokkararnir í Ham lofa rosalegum tónleikum á Nasa á föstudagskvöld. Upptökur á fyrstu „alvöru“ Ham-plötunni hefjast í næsta mánuði. Ham ætlar að taka gömul og góð lög í bland við nýtt efni af væntanlegri plötu á tónleikum á Nasa á föstudagskvöld. „Við erum að fara að taka upp breiðskífu og fyrst við vorum að æfa á annað borð fannst okkur mjög sniðugt að henda í eins og eina svona tónleika,“ segir gítarleikarinn og söngvarinn Sigurjón Kjartansson. „Þetta hefur staðið lengi til því við höfum ekki spilað á opinberum tónleikum í Reykjavík í hátt í fimm ár. Við spiluðum á Airwaves í haust en það var meira fyrir fólk sem stundar Airwaves. Svo höfum við stundum verið að spila á Eistnaflugi en svona tónleikar í Reykjavík hafa ekki verið haldnir síðan sumarið 2006.“ Ham stefnir á að skella sér í hljóðver í næsta mánuði og hefja upptökur á langþráðri plötu sem á að koma út síðar á þessu ári. „Það hefur í raun aldrei komið út almennileg Ham-plata, ef ég á að vera heiðarlegur. Við gáfum út breiðskífu 1989 í Bretlandi en við vorum aldrei neitt sérstaklega ánægðir með hana. Restin er síðan tónleikaplötur og safnskífur en þessi plata er þessi „ultimate“ Ham-plata sem allir hafa beðið eftir,“ segir Sigurjón og telur hljómsveitina í toppformi um þessar mundir. „Þegar við vorum tvítugir hljómuðum við eins og við værum fertugir með því að spila þessa stórkarlamúsík. Núna erum við orðnir fertugir þannig að við erum orðnir nógu miklir stórkarlar til að standa undir þessu.“ Hann lofar flottum tónleikum á Nasa enda hafa æfingarnar gengið vel. „Við hættum yfirleitt ekki fyrr en við erum orðnir mjög þéttir. Við erum með innbyggðan gæðakokkteil hvað þetta varðar.“ Hann hvetur fólk til að tryggja sér miða í tæka tíð. „Þetta verður rosalegt, ég get lofað því.“ Logn og Ikea Satan sjá um upphitun á Nasa. Húsið verður opnað klukkan 22 og herlegheitin hefjast skömmu síðar. Miðar kosta 2.000 kr. í forsölu á Midi.is en 2.500 við dyrnar. freyr@frettabladid.is Lífið Tónlist Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Sjá meira
Rokkararnir í Ham lofa rosalegum tónleikum á Nasa á föstudagskvöld. Upptökur á fyrstu „alvöru“ Ham-plötunni hefjast í næsta mánuði. Ham ætlar að taka gömul og góð lög í bland við nýtt efni af væntanlegri plötu á tónleikum á Nasa á föstudagskvöld. „Við erum að fara að taka upp breiðskífu og fyrst við vorum að æfa á annað borð fannst okkur mjög sniðugt að henda í eins og eina svona tónleika,“ segir gítarleikarinn og söngvarinn Sigurjón Kjartansson. „Þetta hefur staðið lengi til því við höfum ekki spilað á opinberum tónleikum í Reykjavík í hátt í fimm ár. Við spiluðum á Airwaves í haust en það var meira fyrir fólk sem stundar Airwaves. Svo höfum við stundum verið að spila á Eistnaflugi en svona tónleikar í Reykjavík hafa ekki verið haldnir síðan sumarið 2006.“ Ham stefnir á að skella sér í hljóðver í næsta mánuði og hefja upptökur á langþráðri plötu sem á að koma út síðar á þessu ári. „Það hefur í raun aldrei komið út almennileg Ham-plata, ef ég á að vera heiðarlegur. Við gáfum út breiðskífu 1989 í Bretlandi en við vorum aldrei neitt sérstaklega ánægðir með hana. Restin er síðan tónleikaplötur og safnskífur en þessi plata er þessi „ultimate“ Ham-plata sem allir hafa beðið eftir,“ segir Sigurjón og telur hljómsveitina í toppformi um þessar mundir. „Þegar við vorum tvítugir hljómuðum við eins og við værum fertugir með því að spila þessa stórkarlamúsík. Núna erum við orðnir fertugir þannig að við erum orðnir nógu miklir stórkarlar til að standa undir þessu.“ Hann lofar flottum tónleikum á Nasa enda hafa æfingarnar gengið vel. „Við hættum yfirleitt ekki fyrr en við erum orðnir mjög þéttir. Við erum með innbyggðan gæðakokkteil hvað þetta varðar.“ Hann hvetur fólk til að tryggja sér miða í tæka tíð. „Þetta verður rosalegt, ég get lofað því.“ Logn og Ikea Satan sjá um upphitun á Nasa. Húsið verður opnað klukkan 22 og herlegheitin hefjast skömmu síðar. Miðar kosta 2.000 kr. í forsölu á Midi.is en 2.500 við dyrnar. freyr@frettabladid.is
Lífið Tónlist Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Sjá meira