Vill ekki predika yfir fólki 24. febrúar 2011 22:00 pj harvey Áttunda hljóðversplata PJ Harvey, Let England Shake, er nýkomin út. Platan fær mjög góða dóma.nordicphotos/getty f Áttunda plata ensku söngkonunnar PJ Harvey, Let England Shake, er nýkomin út. Í textunum leitar hún í fyrsta sinn út á við í stað þess að kafa ofan í eigið tilfinningalíf. Let England Shake var tekin upp í enskri kirkju síðasta vor með aðstoð Johns Parish, Micks Harvey og upptökustjórans Flood sem hafa allir unnið áður með söngkonunni. Á plötunni ákvað PJ Harvey að leita út á við í textagerð sinni og fjalla um málefni líðandi stundar. Hún gerir sér samt grein fyrir því að hún er fyrst og fremst tónlistarmaður og reynir að syngja eins og einhver sem fylgist með stjórnmálum utan frá. „Mér finnst það betra vegna þess að þegar stjórnmálum er blandað saman við tónlist finnst mér oft eins og verið sé að predika yfir mér og ég hef engan áhuga á að taka þátt í slíku,“ sagði hún í viðtali við BBC. Polly Jean Harvey fæddist 9. október 1969. Hún varð fljótt heltekin af alls konar tónlist. Foreldrar hennar voru miklir aðdáendur bandarískrar blústónlistar og tónlistarmannsins sáluga Captain Beefheart og á yngri árum hlustaði hún á nýrómantísk bönd á borð við Soft Cell, Duran Duran og Spandau Ballet. Á unglingsárunum tóku síðan við bandarískar rokksveitir eins og Pixies, Television og Slint. Árið 1991 stofnaði hún tríó sem hét einfaldlega PJ Harvey og ári síðar kom út fyrsta platan, Dry, sem hlaut mjög góðar viðtökur. Grípandi rokkið þar sem kröftug rödd Harvey fékk að njóta sín féll vel í kramið. Tímaritið NME gaf henni 9 af 10 í einkunn og Rolling Stone kaus Harvey lagahöfund ársins og besta kvenkyns nýliðann. Ári síðar kom út platan Rid Of Me þar sem Steve Albini var upptökustjóri. Útkoman var hrá eins og við er að búast þegar Albini er annars vegar. Dómarnir voru góðir en platan þótti ekki eins aðgengileg og sú síðasta. Tilnefning til bresku Mercury-verðlaunanna sýndi þó að Harvey var að festa sig í sessi í tónlistarbransanum. Næsta plata, To Bring You My Love, var tekin upp af Flood sem hefur starfað með U2, Depeche Mode og Sigur Rós. Í þetta sinn var PJ Harvey-tríóið hætt og söngkonan ein á báti. Hljómurinn var undir bandarískum blúsáhrifum og með plötunni náði Harvey í fyrsta sinn almennum vinsældum. Dómar voru góðir víða um heim og sölutölur þær hæstu til þessa. Sömuleiðis var platan tilnefnd til tvennra Grammy-verðlauna og til Mercury-verðlaunanna í annað sinn. Sumir telja að næsta plata hennar, Stories From the City Stories, From the Sea, sé sú besta frá PJ Harvey til þessa. Þar söng hún um ást sína á New York-borg og seldist platan í einni milljón eintaka. Grammy-tilnefningarnar voru aftur tvær en í þetta sinn hlaut hún Mercury-verðlaunin í þriðju tilraun. Plöturnar Uh Huh Her og White Chalk fylgdu síðan í kjölfarið og núna er röðin komin að Let England Shake. Hún hefur fengið frábæra dóma, þar á meðal fimm stjörnur í tímaritinu Q, og þykir á meðal hennar bestu verka, sem eru sérlega góð meðmæli þegar PJ Harvey er annars vegar. freyr@frettabladid.isf Lífið Mest lesið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Sjá meira
f Áttunda plata ensku söngkonunnar PJ Harvey, Let England Shake, er nýkomin út. Í textunum leitar hún í fyrsta sinn út á við í stað þess að kafa ofan í eigið tilfinningalíf. Let England Shake var tekin upp í enskri kirkju síðasta vor með aðstoð Johns Parish, Micks Harvey og upptökustjórans Flood sem hafa allir unnið áður með söngkonunni. Á plötunni ákvað PJ Harvey að leita út á við í textagerð sinni og fjalla um málefni líðandi stundar. Hún gerir sér samt grein fyrir því að hún er fyrst og fremst tónlistarmaður og reynir að syngja eins og einhver sem fylgist með stjórnmálum utan frá. „Mér finnst það betra vegna þess að þegar stjórnmálum er blandað saman við tónlist finnst mér oft eins og verið sé að predika yfir mér og ég hef engan áhuga á að taka þátt í slíku,“ sagði hún í viðtali við BBC. Polly Jean Harvey fæddist 9. október 1969. Hún varð fljótt heltekin af alls konar tónlist. Foreldrar hennar voru miklir aðdáendur bandarískrar blústónlistar og tónlistarmannsins sáluga Captain Beefheart og á yngri árum hlustaði hún á nýrómantísk bönd á borð við Soft Cell, Duran Duran og Spandau Ballet. Á unglingsárunum tóku síðan við bandarískar rokksveitir eins og Pixies, Television og Slint. Árið 1991 stofnaði hún tríó sem hét einfaldlega PJ Harvey og ári síðar kom út fyrsta platan, Dry, sem hlaut mjög góðar viðtökur. Grípandi rokkið þar sem kröftug rödd Harvey fékk að njóta sín féll vel í kramið. Tímaritið NME gaf henni 9 af 10 í einkunn og Rolling Stone kaus Harvey lagahöfund ársins og besta kvenkyns nýliðann. Ári síðar kom út platan Rid Of Me þar sem Steve Albini var upptökustjóri. Útkoman var hrá eins og við er að búast þegar Albini er annars vegar. Dómarnir voru góðir en platan þótti ekki eins aðgengileg og sú síðasta. Tilnefning til bresku Mercury-verðlaunanna sýndi þó að Harvey var að festa sig í sessi í tónlistarbransanum. Næsta plata, To Bring You My Love, var tekin upp af Flood sem hefur starfað með U2, Depeche Mode og Sigur Rós. Í þetta sinn var PJ Harvey-tríóið hætt og söngkonan ein á báti. Hljómurinn var undir bandarískum blúsáhrifum og með plötunni náði Harvey í fyrsta sinn almennum vinsældum. Dómar voru góðir víða um heim og sölutölur þær hæstu til þessa. Sömuleiðis var platan tilnefnd til tvennra Grammy-verðlauna og til Mercury-verðlaunanna í annað sinn. Sumir telja að næsta plata hennar, Stories From the City Stories, From the Sea, sé sú besta frá PJ Harvey til þessa. Þar söng hún um ást sína á New York-borg og seldist platan í einni milljón eintaka. Grammy-tilnefningarnar voru aftur tvær en í þetta sinn hlaut hún Mercury-verðlaunin í þriðju tilraun. Plöturnar Uh Huh Her og White Chalk fylgdu síðan í kjölfarið og núna er röðin komin að Let England Shake. Hún hefur fengið frábæra dóma, þar á meðal fimm stjörnur í tímaritinu Q, og þykir á meðal hennar bestu verka, sem eru sérlega góð meðmæli þegar PJ Harvey er annars vegar. freyr@frettabladid.isf
Lífið Mest lesið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Sjá meira