Benedikt bíður eftir símtali frá Hollywood 24. febrúar 2011 08:00 endar kannski í Hollywood Mitchell Hurwitz, skapari Arrested Development, hefur keypt endurgerðarréttinn að Direktören for det hele þar sem Benedikt Erlingsson fór á kostum í hlutverki túlks. Hann segist bíða eftir símtali frá Hollywood. „Þetta er djobb fyrir íslenskan leikara, það er að segja ef það verður íslenskur útrásarvíkingur í þessari mynd eins og þeirri dönsku," segir Benedikt Erlingsson. Mitchell Hurwitz, skapari gamanþáttanna Arrested Development, hefur keypt endurgerðarréttinn að kvikmyndinni Direktören for det hele eftir Lars von Trier. Hann hefur fengið stórkanónurnar Bryan Singer og Ron Howard í lið með sér og ætlar sjálfur að leikstýra bandarísku útgáfunni, samkvæmt kvikmyndavefsíðu Empire. Benedikt og Friðrik Þór Friðriksson léku stórt hlutverk í dönsku myndinni; Friðrik var íslenskur útrásarvíkingur en Benedikt túlkurinn hans. „Þetta var burðarhlutverkið í myndinni og nú bíð ég bara eftir símtalinu frá þeim. Ekki nema þeir striki út hlutverk túlksins," segir Benedikt og viðurkennir að hann hafi aldrei heyrt þessa Hurwitz getið og þaðan af síður þáttanna hans þótt þeir hafi hlotið fjöldann allan af Emmy-verðlaunum og Golden Globe styttu. Ekki liggur fyrir hvenær tökur á amerísku útgáfunni eiga að hefjast en Benedikt á ljúfar og sérkennilegar minningar frá samstarfinu við von Trier, sem er annálaður furðufugl. „Myndin var öll tekin upp í sama húsnæðinu af því að þar var svo gott mötuneyti og svo var boðið upp á bjór og snafs í hádeginu. Hann vildi eiginlega helst að allir væru fullir, allavega leikkonurnar, og varð hálffúll þegar fólk vildi ekki drekka meira. Að öðru leyti var óskaplega þægilegt að vinna með honum."- fgg Golden Globes Lífið Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira
„Þetta er djobb fyrir íslenskan leikara, það er að segja ef það verður íslenskur útrásarvíkingur í þessari mynd eins og þeirri dönsku," segir Benedikt Erlingsson. Mitchell Hurwitz, skapari gamanþáttanna Arrested Development, hefur keypt endurgerðarréttinn að kvikmyndinni Direktören for det hele eftir Lars von Trier. Hann hefur fengið stórkanónurnar Bryan Singer og Ron Howard í lið með sér og ætlar sjálfur að leikstýra bandarísku útgáfunni, samkvæmt kvikmyndavefsíðu Empire. Benedikt og Friðrik Þór Friðriksson léku stórt hlutverk í dönsku myndinni; Friðrik var íslenskur útrásarvíkingur en Benedikt túlkurinn hans. „Þetta var burðarhlutverkið í myndinni og nú bíð ég bara eftir símtalinu frá þeim. Ekki nema þeir striki út hlutverk túlksins," segir Benedikt og viðurkennir að hann hafi aldrei heyrt þessa Hurwitz getið og þaðan af síður þáttanna hans þótt þeir hafi hlotið fjöldann allan af Emmy-verðlaunum og Golden Globe styttu. Ekki liggur fyrir hvenær tökur á amerísku útgáfunni eiga að hefjast en Benedikt á ljúfar og sérkennilegar minningar frá samstarfinu við von Trier, sem er annálaður furðufugl. „Myndin var öll tekin upp í sama húsnæðinu af því að þar var svo gott mötuneyti og svo var boðið upp á bjór og snafs í hádeginu. Hann vildi eiginlega helst að allir væru fullir, allavega leikkonurnar, og varð hálffúll þegar fólk vildi ekki drekka meira. Að öðru leyti var óskaplega þægilegt að vinna með honum."- fgg
Golden Globes Lífið Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira