Lifa bóhemlífi í München 26. febrúar 2011 14:00 Njóta lífsins Sævar og Erla njóta lífsins og búa ýmist í Reykjavík eða München. Þar er Sævar með sitt eigið stúdíó og þau hjón sækja listasöfn af kappi og skoða meistara á borð við Picasso. Sævar segist njóta þess í ystu æsar að mála á striga og meðfylgjandi er ein mynda hans. „Ég seldi fyrirtækið áður en kreppan skall á en var samt enn fullur af fjöri. Ég rak auðvitað gallerí í tuttugu ár og núna fæ ég útrás fyrir sköpunargleðina fyrir framan strigann,“ segir Sævar Karl Ólason, fyrrum kaupmaður. Hann er orðinn myndlistarmaður, málar nú form og expressjónalísk málverk og hefur enduruppgötvað sjálfan sig. „Ég fæ útrás á striganum og þetta tengist náttúrulega líka faginu. Atvinna mín var auðvitað að pæla í hlutföllum, raða saman og finna réttu samsetningarnar á litum.“ Nafn Sævars hefur yfirleitt verið tengt glæsilegum jakkafötum frá flottustu tískuhúsum heims en árið 2007 dró hann sig út úr þeim bransa og það var eins og jörðin hefði gleypt hann. Sævar og eiginkona hans, Erla Þórarinsdóttir, una sér hins vegar vel, dvelja ýmist á heimili sínu í Reykjavík eða hjá Bæjurum í München. Og þar drekkur Sævar í sig listina og þau hjónin eru dugleg að sækja söfn. „Hér er hægt að sjá allt það besta í myndlist, Picasso og alla þessa miklu meistara,“ segir Sævar sem kann ákaflega vel við sig í München, telur þetta vera fallegustu borg Þýskalands. Sævar hefur jafnframt sótt tíma hjá færum málurum í Þýskalandi og er með sitt eigið stúdíó. Ekki skemmir náttúrufegurðin í Bæjararalandi heldur fyrir og Sævar segist gera mikið af því að fara út í náttúruna og mála. En málaralistin og ástríðan fyrir að mála er ekkert ný af nálinni. Því Sævar sótti námskeið hjá Myndlistaskóla Reykjavíkur og var síðan gestanemandi í Listaháskóla Íslands í tvö ár í kringum aldamótin. „Ég sótti nokkrum sinnum um en komst ekki inn. Síðan var mér bara boðin innganga, þeir gera þetta oft. Ætli það hafi ekki verið fyrir viðleitni.“ Sævar segist hins vegar hafa neyðst til að leggja penslana á hilluna því listamannadraumurinn var farinn að bitna á fyrirtækinu. Það er ekki hægt að segja neitt annað en að Sævar og Erla njóti lífsins og Sævar fer að hlæja þegar hann er spurður hvort þau séu farin að lifa hálfgerðu bóhemlífi. „Jú, ætli það ekki bara.“ freyrgigja@frettabladid.is Lífið Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira
„Ég seldi fyrirtækið áður en kreppan skall á en var samt enn fullur af fjöri. Ég rak auðvitað gallerí í tuttugu ár og núna fæ ég útrás fyrir sköpunargleðina fyrir framan strigann,“ segir Sævar Karl Ólason, fyrrum kaupmaður. Hann er orðinn myndlistarmaður, málar nú form og expressjónalísk málverk og hefur enduruppgötvað sjálfan sig. „Ég fæ útrás á striganum og þetta tengist náttúrulega líka faginu. Atvinna mín var auðvitað að pæla í hlutföllum, raða saman og finna réttu samsetningarnar á litum.“ Nafn Sævars hefur yfirleitt verið tengt glæsilegum jakkafötum frá flottustu tískuhúsum heims en árið 2007 dró hann sig út úr þeim bransa og það var eins og jörðin hefði gleypt hann. Sævar og eiginkona hans, Erla Þórarinsdóttir, una sér hins vegar vel, dvelja ýmist á heimili sínu í Reykjavík eða hjá Bæjurum í München. Og þar drekkur Sævar í sig listina og þau hjónin eru dugleg að sækja söfn. „Hér er hægt að sjá allt það besta í myndlist, Picasso og alla þessa miklu meistara,“ segir Sævar sem kann ákaflega vel við sig í München, telur þetta vera fallegustu borg Þýskalands. Sævar hefur jafnframt sótt tíma hjá færum málurum í Þýskalandi og er með sitt eigið stúdíó. Ekki skemmir náttúrufegurðin í Bæjararalandi heldur fyrir og Sævar segist gera mikið af því að fara út í náttúruna og mála. En málaralistin og ástríðan fyrir að mála er ekkert ný af nálinni. Því Sævar sótti námskeið hjá Myndlistaskóla Reykjavíkur og var síðan gestanemandi í Listaháskóla Íslands í tvö ár í kringum aldamótin. „Ég sótti nokkrum sinnum um en komst ekki inn. Síðan var mér bara boðin innganga, þeir gera þetta oft. Ætli það hafi ekki verið fyrir viðleitni.“ Sævar segist hins vegar hafa neyðst til að leggja penslana á hilluna því listamannadraumurinn var farinn að bitna á fyrirtækinu. Það er ekki hægt að segja neitt annað en að Sævar og Erla njóti lífsins og Sævar fer að hlæja þegar hann er spurður hvort þau séu farin að lifa hálfgerðu bóhemlífi. „Jú, ætli það ekki bara.“ freyrgigja@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira