Pabbi er óléttur! Sigga Dögg skrifar 13. mars 2011 06:00 Í meistararitgerð minni rannsakaði ég ófrjósemi karla. Málið hefur hina ýmsu fleti og einn af þeim sem mér þótti virkilega áhugaverður var væntingar karlmanna til foreldrahlutverksins. Ég sökkti mér niður í þær fáu rannsóknir sem hafa verið gerðar á þessu málefni. Það var ein dönsk rannsókn sem vakti sérstakan áhuga minn. Þar voru verðandi feður látnir bera saman sínar hugmyndir um meðgöngu og uppeldi við upplifun þeirra af föður sínum. Flestir voru sammála um að samfélagið hefði breyst mikið á undanförnum árum og nú gætti meira jafnréttis. Karlmenn væru líka óléttir og meðganga væri sameiginlegt ferli pars en ekki einkamál konunnar. Þá lýstu þeir yfir miklum áhuga á því að vera virkir uppalendur, ólíkt sínum eigin föður sem vann frameftir og var óbeinn þátttakandi í heimilislífinu. Þessi punktur vakti sérstakan áhuga hjá mér og gleði. Ólétta og meðganga á ekki að vera einkamál konu því það þarf alltaf sæði til. Þrátt fyrir að það megi fara ýmsar leiðir til að útvega sér sæðingu þá tengist karlmaður engu að síður ferlinu og er því órjúfanlegur hluti þess. Í ljósi fæðingarorlofs karlmanna og auknu jafnrétti kynjanna þá taldi ég eðlilegt að nota orðbragðið „við erum ólétt“. Karlmaðurinn er sjálfsagður þátttakandi í hverri mæðraskoðun og námskeiðum því tengdum og þess á milli les hann sér til um meðgöngu og umönnun ungbarns. Það var ekki fyrr en ég fór að viðra þessar hugmyndir mínar um hlutverk verðandi föður við vinkonur og stjórnsýsluna að ég komst að því að ég er í allt öðrum heimi. Karlmenn verða ekki óléttir. Þeir verða bara pabbar eftir fæðingu barns og sinna því hlutverki misvel. Þeir eru ekki hvattir sérstaklega til að lesa sér til um bpa-lausa pela eða mynda sér skoðun á taubleyjum. Þeir virðast ekki vera í bumbupabbahópum sem hittast á barnvænum kaffihúsum og ræða meðgöngu og uppeldi. Þeir mega ekki taka sér fæðingarorlof fyrr en eftir að barnið er fætt og þeir fá ekki greiðslufrest á lán þrátt fyrir að slíkt sé eðlilegt fyrir hina vanfæru konu. Þegar barnið er svo komið í heiminn virðist almannaálitið vera það að pabbinn þarf aðeins að vera heima fyrsta mánuðinn til að sinna gestunum því barnið er svo háð brjóstinu á mömmunni. Svo getur pabbinn tekið sér aftur orlof þegar barnið er 6 mánaða og borðar mat og drekkur úr pela. Þetta skil ég ekki. Á þessu tímabili lærir barnið að skríða og brosa og jafnvel gefa frá sér hin og þessi sniðugu hljóð. Vilja pabbar í alvöru missa af þessu? Hvar eru pabbaklúbbarnir og samanburðurinn á sónarmyndum? Er enginn karlmaður óléttur? Meðganga er greinilega einkamál konunnar. Verðandi feður sem sinna baknuddi, hlaupa eftir grænum frostpinna á miðnætti og skipta um kattasandinn fá enga samúð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigga Dögg Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir Skoðun
Í meistararitgerð minni rannsakaði ég ófrjósemi karla. Málið hefur hina ýmsu fleti og einn af þeim sem mér þótti virkilega áhugaverður var væntingar karlmanna til foreldrahlutverksins. Ég sökkti mér niður í þær fáu rannsóknir sem hafa verið gerðar á þessu málefni. Það var ein dönsk rannsókn sem vakti sérstakan áhuga minn. Þar voru verðandi feður látnir bera saman sínar hugmyndir um meðgöngu og uppeldi við upplifun þeirra af föður sínum. Flestir voru sammála um að samfélagið hefði breyst mikið á undanförnum árum og nú gætti meira jafnréttis. Karlmenn væru líka óléttir og meðganga væri sameiginlegt ferli pars en ekki einkamál konunnar. Þá lýstu þeir yfir miklum áhuga á því að vera virkir uppalendur, ólíkt sínum eigin föður sem vann frameftir og var óbeinn þátttakandi í heimilislífinu. Þessi punktur vakti sérstakan áhuga hjá mér og gleði. Ólétta og meðganga á ekki að vera einkamál konu því það þarf alltaf sæði til. Þrátt fyrir að það megi fara ýmsar leiðir til að útvega sér sæðingu þá tengist karlmaður engu að síður ferlinu og er því órjúfanlegur hluti þess. Í ljósi fæðingarorlofs karlmanna og auknu jafnrétti kynjanna þá taldi ég eðlilegt að nota orðbragðið „við erum ólétt“. Karlmaðurinn er sjálfsagður þátttakandi í hverri mæðraskoðun og námskeiðum því tengdum og þess á milli les hann sér til um meðgöngu og umönnun ungbarns. Það var ekki fyrr en ég fór að viðra þessar hugmyndir mínar um hlutverk verðandi föður við vinkonur og stjórnsýsluna að ég komst að því að ég er í allt öðrum heimi. Karlmenn verða ekki óléttir. Þeir verða bara pabbar eftir fæðingu barns og sinna því hlutverki misvel. Þeir eru ekki hvattir sérstaklega til að lesa sér til um bpa-lausa pela eða mynda sér skoðun á taubleyjum. Þeir virðast ekki vera í bumbupabbahópum sem hittast á barnvænum kaffihúsum og ræða meðgöngu og uppeldi. Þeir mega ekki taka sér fæðingarorlof fyrr en eftir að barnið er fætt og þeir fá ekki greiðslufrest á lán þrátt fyrir að slíkt sé eðlilegt fyrir hina vanfæru konu. Þegar barnið er svo komið í heiminn virðist almannaálitið vera það að pabbinn þarf aðeins að vera heima fyrsta mánuðinn til að sinna gestunum því barnið er svo háð brjóstinu á mömmunni. Svo getur pabbinn tekið sér aftur orlof þegar barnið er 6 mánaða og borðar mat og drekkur úr pela. Þetta skil ég ekki. Á þessu tímabili lærir barnið að skríða og brosa og jafnvel gefa frá sér hin og þessi sniðugu hljóð. Vilja pabbar í alvöru missa af þessu? Hvar eru pabbaklúbbarnir og samanburðurinn á sónarmyndum? Er enginn karlmaður óléttur? Meðganga er greinilega einkamál konunnar. Verðandi feður sem sinna baknuddi, hlaupa eftir grænum frostpinna á miðnætti og skipta um kattasandinn fá enga samúð.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun