Dauðarokkhljómsveit með jöfnum kynjahlutföllum 16. mars 2011 11:00 Haraldur, Gyða, Edda og Hafþór eru dauðarokkhljómsveitin Angist. Fréttablaðið/Stefán „Okkur langaði að gera eitthvað öðruvísi en allir eru að gera á Íslandi," segir Gyða Hrund Þorvaldsdóttir, gítarleikari dauðarokkhljómsveitarinnar Angistar. Angist lenti í öðru sæti í hljómsveitakeppninni Wacken Metal Battle á dögunum. Tvær stúlkur eru í hljómsveitinni, en karlmenn hafa hingað til einokað þessa tónlistarstefnu. „Við Edda [söngkona og gítarleikari Angistar] þekktumst og vorum búnar að tala lengi um að það væri gaman að stofna dauðarokkhljómsveit með stelpum," segir Gyða spurð um upphaf hljómsveitarinnar. „Við byrjuðum að spila og athuga hvernig samstarfið gengi og það gekk mjög vel. Fyrsta æfingin var í saumaherberginu hjá mömmu." Hvað fannst mömmu þinni um að heyra dauðarokk óma í saumaherberginu? „Henni fannst það sniðugt. Lögin Our Ruin og Rotten Mind eru samin í saumaherbergi mömmu." Angist er eflaust ein af fáum dauðarokkhljómsveitum heims með jöfnum kynjahlutföllum og meðlimirnir koma einnig víða að; frá Vestmannaeyjum, Selfossi og úr Hafnarfirði. Gyða viðurkennir að hljómsveitin hafi vakið sérstaka athygli vegna kyns hennar og Eddu söngkonu. „Auðvitað vekur það athygli," segir hún. „En við viljum láta taka okkur alvarlega sem tónlistarmenn. Það ætti ekki að skipta máli hvort við erum stelpur eða strákar, en auðvitað vitum við að þetta vekur athygli. Svo trúum við að tónlistin standi fyrir sínu. Fleiri tala um að tónlistin sé góð en að við séum stelpur." Gyða segir viðbrögðin við hljómsveitinni hafa verið frábær. „Við vorum mjög hrædd við að setja þessi lög á netið og bjuggumst við að fólk myndi velta fyrir sér hvað þessar stelpur væru að reyna," segir hún. „Auðvitað er ekki algengt að tvær stelpur séu að spila svona tónlist. Við viljum ekki að tónlistin sé bara góð miðað við að stelpur séu að spila. Við vinnum mikið í tónlistinni þangað til við erum 100 prósent sátt við lögin." Angist vinnur nú að stuttskífu og kemur fram ásamt þýsku hljómsveitinni Heaven Shall Burn á Café Amsterdam á laugardaginn. atlifannar@frettabladid.is Hægt er að horfa á upptöku af tónleikum Angistar á Wacken-keppninni hér á Vimeo. Lífið Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Fleiri fréttir Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Sjá meira
„Okkur langaði að gera eitthvað öðruvísi en allir eru að gera á Íslandi," segir Gyða Hrund Þorvaldsdóttir, gítarleikari dauðarokkhljómsveitarinnar Angistar. Angist lenti í öðru sæti í hljómsveitakeppninni Wacken Metal Battle á dögunum. Tvær stúlkur eru í hljómsveitinni, en karlmenn hafa hingað til einokað þessa tónlistarstefnu. „Við Edda [söngkona og gítarleikari Angistar] þekktumst og vorum búnar að tala lengi um að það væri gaman að stofna dauðarokkhljómsveit með stelpum," segir Gyða spurð um upphaf hljómsveitarinnar. „Við byrjuðum að spila og athuga hvernig samstarfið gengi og það gekk mjög vel. Fyrsta æfingin var í saumaherberginu hjá mömmu." Hvað fannst mömmu þinni um að heyra dauðarokk óma í saumaherberginu? „Henni fannst það sniðugt. Lögin Our Ruin og Rotten Mind eru samin í saumaherbergi mömmu." Angist er eflaust ein af fáum dauðarokkhljómsveitum heims með jöfnum kynjahlutföllum og meðlimirnir koma einnig víða að; frá Vestmannaeyjum, Selfossi og úr Hafnarfirði. Gyða viðurkennir að hljómsveitin hafi vakið sérstaka athygli vegna kyns hennar og Eddu söngkonu. „Auðvitað vekur það athygli," segir hún. „En við viljum láta taka okkur alvarlega sem tónlistarmenn. Það ætti ekki að skipta máli hvort við erum stelpur eða strákar, en auðvitað vitum við að þetta vekur athygli. Svo trúum við að tónlistin standi fyrir sínu. Fleiri tala um að tónlistin sé góð en að við séum stelpur." Gyða segir viðbrögðin við hljómsveitinni hafa verið frábær. „Við vorum mjög hrædd við að setja þessi lög á netið og bjuggumst við að fólk myndi velta fyrir sér hvað þessar stelpur væru að reyna," segir hún. „Auðvitað er ekki algengt að tvær stelpur séu að spila svona tónlist. Við viljum ekki að tónlistin sé bara góð miðað við að stelpur séu að spila. Við vinnum mikið í tónlistinni þangað til við erum 100 prósent sátt við lögin." Angist vinnur nú að stuttskífu og kemur fram ásamt þýsku hljómsveitinni Heaven Shall Burn á Café Amsterdam á laugardaginn. atlifannar@frettabladid.is Hægt er að horfa á upptöku af tónleikum Angistar á Wacken-keppninni hér á Vimeo.
Lífið Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Fleiri fréttir Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Sjá meira