Engu breytir að skipta um nafn á krónunni 17. mars 2011 05:00 Í Seðlabankanum Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands, og Már Guðmundsson seðlabankastjóri.Fréttablaðið/GVA Engu breytir þótt breytt sé um nafn á krónunni. Þetta kom fram í máli Más Guðmundssonar seðlabankastjóra á blaðamannafundi að lokinni kynningu á stýrivaxtaákvörðun bankans í gær. „Trúverðugleiki myntarinnar ræðst af stöðu efnhagslífsins, trúverðugleika efnahagsstjórnarinnar og svo framvegis. Það er mun mikilvægara að huga að því en einhverjum patentlausnum,“ segir Már. Hann kvaðst þó ekki hafa kynnt sér sérstaklega hugmyndir sem Lilja Mósesdóttir, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, hefur viðrað um vænleika þess að skipta um nafn á krónunni og taka þar með upp nýja íslenska mynt. Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, segir jafnframt varhugavert að vísa í þessu samhengi til reynslu Þjóðverja af breytingum á heiti myntar þeirra. „Menn ættu aðeins að skoða efnahagssögu Þýskalands,“ segir hann og bendir á að þegar nafni ríkismarksins var breytt árið 1945 hafi breytingin átt sér stað í landi sem var í rúst eftir seinni heimsstyrjöldina, auk þess sem þjóðin hafi verið að skilja við nasismann. „Þýski seðlabankinn sem þá var hafði verið bakhjarl hans.“ Á millistríðsárunum, árið 1928, segir Þórarinn jafnframt hafa verið algjöran efnahagslegan glundroða í Þýskalandi þegar þá var skipt um mynt. „Hann birtist meðal annars í 13 þúsund milljóna prósenta verðbólgu. Að líkja því við það sem við höfum verið að fara í gegnum er eiginlega hálfgerð fjarstæða.“- óká Fréttir Mest lesið Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum Neytendur Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Viðskipti innlent Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Sjá meira
Engu breytir þótt breytt sé um nafn á krónunni. Þetta kom fram í máli Más Guðmundssonar seðlabankastjóra á blaðamannafundi að lokinni kynningu á stýrivaxtaákvörðun bankans í gær. „Trúverðugleiki myntarinnar ræðst af stöðu efnhagslífsins, trúverðugleika efnahagsstjórnarinnar og svo framvegis. Það er mun mikilvægara að huga að því en einhverjum patentlausnum,“ segir Már. Hann kvaðst þó ekki hafa kynnt sér sérstaklega hugmyndir sem Lilja Mósesdóttir, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, hefur viðrað um vænleika þess að skipta um nafn á krónunni og taka þar með upp nýja íslenska mynt. Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, segir jafnframt varhugavert að vísa í þessu samhengi til reynslu Þjóðverja af breytingum á heiti myntar þeirra. „Menn ættu aðeins að skoða efnahagssögu Þýskalands,“ segir hann og bendir á að þegar nafni ríkismarksins var breytt árið 1945 hafi breytingin átt sér stað í landi sem var í rúst eftir seinni heimsstyrjöldina, auk þess sem þjóðin hafi verið að skilja við nasismann. „Þýski seðlabankinn sem þá var hafði verið bakhjarl hans.“ Á millistríðsárunum, árið 1928, segir Þórarinn jafnframt hafa verið algjöran efnahagslegan glundroða í Þýskalandi þegar þá var skipt um mynt. „Hann birtist meðal annars í 13 þúsund milljóna prósenta verðbólgu. Að líkja því við það sem við höfum verið að fara í gegnum er eiginlega hálfgerð fjarstæða.“- óká
Fréttir Mest lesið Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum Neytendur Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Viðskipti innlent Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Sjá meira