Lífið

Jóel og Skúli tilnefndir

Tónlistarmennirnir Jóel Pálsson og Skúli Sverrisson eru meðal þeirra tólf sem eru tilnefndir til Tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs 2011. Tilkynnt verður um sigurvegarann 1. júní.

Íslenskir tónlistarmenn og tónskáld hafa fjórum sinnum hlotið verðlaunin. Atli Heimir Sveinsson árið 1976, Hafliði Hallgrímsson 1986, Björk Guðmundsdóttir árið 1997 og Haukur Tómasson 2004.

Tónskáldið Þuríður Jónsdóttir var tilnefnd til verðlaunanna í fyrra og í hittiðfyrra voru sönghópurinn Voces Thules tilnefndur og píanóleikarinn Víkingur Heiðar Ólafsson. Í verðlaun eru sjö og hálf milljón króna.

Hér fyrir ofan má sjá lagið Móðir af plötu Skúla Sverrissonar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×