Fyrsta sólóplata Begga Smára 17. mars 2011 15:00 Fyrsta plata tónlistarmannsins Begga Smára nefnist Mood og kemur út eftir um það bil mánuð. Þar blandar hann saman blús, sálartónlist og poppi. Við upptökurnar leitaðist hann við að ná sama hljómi og er á plötu Englendingsins Pauls Weller, Stanley Road, sem kom út 1995. „Ég er mikill aðdáandi hans," segir Beggi, sem hefur starfrækt hljómsveitina Mood undanfarin ár. Fyrsta lagið sem heyrist af plötunni, Warm & Strong, hefur fengið góðar viðtökur. Það er komið inn á vinsældalista Rásar 2 og hefur fengið fína spilun á Bylgjunni. „Ég er bara mjög sáttur. Þetta er miklu meira en ég bjóst við því ég hélt að þessi tónlist væri alveg í jaðrinum," segir Beggi. Upptökum á plötunni lauk seint á síðasta ári hjá Benzin-bræðrunum Berki og Daða og það var í gegnum þá sem Beggi komst í kynni við Bandaríkjamanninn Bob Katz, sem er þrefaldur Grammy-verðlaunahafi. Hann sá um að hljómjafna plötuna og gaf Begga góða umsögn á Twitter-síðu sinni skömmu síðar. „Nafn íslensku blússtjörnunnar Begga Smára ætti að vera þekkt um allan heim. Þetta er persónulegasta blúsplata sem ég hef hljómjafnað," skrifaði hann. Beggi er að sjálfsögðu ánægður með ummælin. „Það var alveg frábært að heyra þetta frá þessum gaur. Hann er búinn að vera í þessu í fjörutíu ár og hlýtur að vita eitthvað um hvað hann er að tala," segir hann. Beggi ætlar að vera duglegur við spilamennsku á næstunni til að kynna plötuna. Hann stefnir einnig á spila í Bandaríkjunum, hugsanlega í kringum næstu áramót.- fb Lífið Tónlist Mest lesið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Fleiri fréttir Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Sjá meira
Fyrsta plata tónlistarmannsins Begga Smára nefnist Mood og kemur út eftir um það bil mánuð. Þar blandar hann saman blús, sálartónlist og poppi. Við upptökurnar leitaðist hann við að ná sama hljómi og er á plötu Englendingsins Pauls Weller, Stanley Road, sem kom út 1995. „Ég er mikill aðdáandi hans," segir Beggi, sem hefur starfrækt hljómsveitina Mood undanfarin ár. Fyrsta lagið sem heyrist af plötunni, Warm & Strong, hefur fengið góðar viðtökur. Það er komið inn á vinsældalista Rásar 2 og hefur fengið fína spilun á Bylgjunni. „Ég er bara mjög sáttur. Þetta er miklu meira en ég bjóst við því ég hélt að þessi tónlist væri alveg í jaðrinum," segir Beggi. Upptökum á plötunni lauk seint á síðasta ári hjá Benzin-bræðrunum Berki og Daða og það var í gegnum þá sem Beggi komst í kynni við Bandaríkjamanninn Bob Katz, sem er þrefaldur Grammy-verðlaunahafi. Hann sá um að hljómjafna plötuna og gaf Begga góða umsögn á Twitter-síðu sinni skömmu síðar. „Nafn íslensku blússtjörnunnar Begga Smára ætti að vera þekkt um allan heim. Þetta er persónulegasta blúsplata sem ég hef hljómjafnað," skrifaði hann. Beggi er að sjálfsögðu ánægður með ummælin. „Það var alveg frábært að heyra þetta frá þessum gaur. Hann er búinn að vera í þessu í fjörutíu ár og hlýtur að vita eitthvað um hvað hann er að tala," segir hann. Beggi ætlar að vera duglegur við spilamennsku á næstunni til að kynna plötuna. Hann stefnir einnig á spila í Bandaríkjunum, hugsanlega í kringum næstu áramót.- fb
Lífið Tónlist Mest lesið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Fleiri fréttir Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Sjá meira