Welch mætti í hönnun Karls Lagerfeld á tískusýningu Chanel í París núna í byrjun mars. Nordicphotos/Getty
Breska söngkonan Florence Welch hefur stimplað sig inn sem ein helsta tískufyrirmyndin í dag á frekar stuttum tíma.
Hún sást oft og títt verma fremsta bekk á sýningum helstu tískuhönnuða heims á nýyfirstöðnum tískuvikum. Fatasmekkur Welch þykir vera skemmtileg blanda af gamaldags rómantík og nýjustu tísku.
Söngkonan klæddist þessum fallega og rómantíska kjól á Óskarsverðlaunahátíðinni í ár.
Skemmtilegur kögurkjóll sem Welch klæddist er hún snæddi dögurð á vegum Gucci-tískuhússins daginn fyrir Grammy-verðlaunaafhendinguna.
Söngkonan er gjarnan í fötum í brúnum tónum. Hún mætti í þessum sæta kjól í sjónvarpsþátt Davids Letterman.
Welch klæðist gjarnan síðkjólum. Hún mætti í þessu síða gegnsæja pilsi í veislu á vegum tískuhússins Givenchy í mars.