Milljarðar undir hjá Sigurði Einarssyni 29. mars 2011 06:45 Sigurður Einarsson Tekist er á um milljarðalán Kaupþings til fyrrverandi stjórnarformanns bankans í Héraðsdómi Reykjavíkur. Fréttablaðið/Valli Tvö mál eru fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur sem bæði tengjast Sigurði Einarssyni, fyrrverandi stjórnarformanni Kaupþings og lánveitingum bankans til hans. Í október 2008 hafði Sigurður Einarsson fengið 7,8 milljarða króna að láni hjá Kaupþingi. Annað málið snýr að lánum sem starfsfólk Kaupþings, þar á meðal Sigurður, fékk til kaupa á hlutabréfum í bankanum. Stjórn Kaupþings aflétti persónulegri ábyrgð starfsmanna á lánunum 25. september 2008, fjórtán dögum áður en bankinn fór í þrot. Á þeim tíma námu heildarlánveitingar til æðstu stjórnenda bankans 64 milljörðum króna. Slitastjórn bankans rifti síðar ákvörðuninni en bauð þeim sem höfðu fengið lánin að endurgreiða stóran hluta þeirra eða semja um uppgjör. Nokkrir fyrrverandi stjórnendur bankans sem hæst lán fengu neituðu að semja við slitastjórn um endurgreiðslu og fóru mál þeirra fyrir dómstóla. Slitastjórn Kaupþings krefst þess að Sigurður endurgreiði 579 milljónir króna af lánum sínum. Stjórnarformaðurinn fyrrverandi krafðist frávísunar á málinu á þeirri forsendu að hann sé með lögheimili í Bretlandi. Úrskurðar um hvort hægt verði að flytja málið hér verður felldur 7. apríl næstkomandi. Fjögur sambærileg mál eru á dagskrá Héraðsdóms Reykjavíkur og Héraðsdóms Reykjaness á næstu tveimur mánuðum, þar á meðal gegn Magnúsi Guðmundssyni, fyrrverandi bankastjóra í Lúxemborg. Þá verður fyrirtaka í lánamáli Arion banka gegn Sigurði í dag. Það fjallar um lán til hans til kaupa á hlut í fjárfestingarsjóðnum Kaupþing Capital Partners II Fund, sem hélt utan um fjárfestingar bankans í óskráðum bréfum. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis kemur fram að The S Invest Trust, félag Sigurðar, hafi fengið tíu milljónir punda að láni til kaupa í sjóðnum. Það jafngildir rúmum 1,8 milljörðum króna á núvirði og er jafn há upphæð og Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri bankans, fékk að láni. jonab@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum Neytendur Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Viðskipti innlent Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Sjá meira
Tvö mál eru fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur sem bæði tengjast Sigurði Einarssyni, fyrrverandi stjórnarformanni Kaupþings og lánveitingum bankans til hans. Í október 2008 hafði Sigurður Einarsson fengið 7,8 milljarða króna að láni hjá Kaupþingi. Annað málið snýr að lánum sem starfsfólk Kaupþings, þar á meðal Sigurður, fékk til kaupa á hlutabréfum í bankanum. Stjórn Kaupþings aflétti persónulegri ábyrgð starfsmanna á lánunum 25. september 2008, fjórtán dögum áður en bankinn fór í þrot. Á þeim tíma námu heildarlánveitingar til æðstu stjórnenda bankans 64 milljörðum króna. Slitastjórn bankans rifti síðar ákvörðuninni en bauð þeim sem höfðu fengið lánin að endurgreiða stóran hluta þeirra eða semja um uppgjör. Nokkrir fyrrverandi stjórnendur bankans sem hæst lán fengu neituðu að semja við slitastjórn um endurgreiðslu og fóru mál þeirra fyrir dómstóla. Slitastjórn Kaupþings krefst þess að Sigurður endurgreiði 579 milljónir króna af lánum sínum. Stjórnarformaðurinn fyrrverandi krafðist frávísunar á málinu á þeirri forsendu að hann sé með lögheimili í Bretlandi. Úrskurðar um hvort hægt verði að flytja málið hér verður felldur 7. apríl næstkomandi. Fjögur sambærileg mál eru á dagskrá Héraðsdóms Reykjavíkur og Héraðsdóms Reykjaness á næstu tveimur mánuðum, þar á meðal gegn Magnúsi Guðmundssyni, fyrrverandi bankastjóra í Lúxemborg. Þá verður fyrirtaka í lánamáli Arion banka gegn Sigurði í dag. Það fjallar um lán til hans til kaupa á hlut í fjárfestingarsjóðnum Kaupþing Capital Partners II Fund, sem hélt utan um fjárfestingar bankans í óskráðum bréfum. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis kemur fram að The S Invest Trust, félag Sigurðar, hafi fengið tíu milljónir punda að láni til kaupa í sjóðnum. Það jafngildir rúmum 1,8 milljörðum króna á núvirði og er jafn há upphæð og Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri bankans, fékk að láni. jonab@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum Neytendur Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Viðskipti innlent Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Sjá meira