Söngkonan Lady Gaga er ánægð með árangur ungstirnisins Rebeccu Black sem hefur slegið í gegn á Youtube með laginu Friday.
„Mér finnst Rebecca Black vera snillingur og þeir sem segja henni að hún sé hallærisleg eru hálfvitar," sagði Gaga og átti þar við árangur hennar á Youtube.
Myndbandið hefur verið skoðað yfir fimmtíu milljón sinnum á síðunni.
Um hundrað þúsund manns hafa jafnframt lýst yfir ánægju sinni með myndbandið á netinu en yfir átta hundruð þúsund eru á öndverðum meiði og telja það hallærislegt.

