Úr þungarokki í þjóðlagapopp 29. mars 2011 07:00 Kristján fetar nýjar slóðir á nýrri stuttskífu sem nefnist From This Day Forward. Fréttablaðið/Pjetur „Ég er miklu mýkri en leðurjakkinn gefur til kynna," segir Kristján B. Heiðarsson, trommari og forsprakki þungarokkssveitarinnar Changer. Kristján, sem starfar sem leikskólakennari, hefur gefið út stuttskífuna From This Day Forward þar sem hann spilar og syngur þjóðlagaskotin popplög sem eru órafjarri þeirri tónlist sem hann hefur hingað til flutt. „Það hafa margir verið að benda mér á að þeir hafi ekki átt von á svona fjölbreytni frá mér. Það er gaman að koma á óvart," segir Kristján og viðurkennir að ekki séu allir jafnsáttir við tónlistarsmekk sinn. „Ég hef lent í mörgum rifrildum við félaga mína um það sem ég hlusta á sem telst ekki gjaldgengt í metalheiminum. En ég er bara á því að góð tónlist er góð tónlist, alveg sama hvaða stefnu hún tilheyrir. Ég hlusta bara á það sem mér sýnist og það kemur engum öðrum við," segir hann léttur. Lögin þrjú sem eru á stuttskífunni voru tilbúin fyrir tveimur árum. „Eins og kannski heyrist í textunum snýst þetta um stúlku. Þessi lög eru ákveðið uppgjör við nokkurra ára tímabili í mínu lífi og þess vegna vildi ég koma þessu frá mér áður en ég færi gera meira," segir Kristján, sem er að undirbúa stóra sólóplötu sem verður öll sungin á íslensku. Tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds sér um hljómborðsleik og forritun á stuttskífunni, auk þess að eiga heiðurinn af upptökum og hljóðblöndun. Til að byrja með verður From This Day Forward eingöngu fáanleg í gegnum tónlistarveituna Gogoyoko.com. -fb Lífið Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fleiri fréttir Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Sjá meira
„Ég er miklu mýkri en leðurjakkinn gefur til kynna," segir Kristján B. Heiðarsson, trommari og forsprakki þungarokkssveitarinnar Changer. Kristján, sem starfar sem leikskólakennari, hefur gefið út stuttskífuna From This Day Forward þar sem hann spilar og syngur þjóðlagaskotin popplög sem eru órafjarri þeirri tónlist sem hann hefur hingað til flutt. „Það hafa margir verið að benda mér á að þeir hafi ekki átt von á svona fjölbreytni frá mér. Það er gaman að koma á óvart," segir Kristján og viðurkennir að ekki séu allir jafnsáttir við tónlistarsmekk sinn. „Ég hef lent í mörgum rifrildum við félaga mína um það sem ég hlusta á sem telst ekki gjaldgengt í metalheiminum. En ég er bara á því að góð tónlist er góð tónlist, alveg sama hvaða stefnu hún tilheyrir. Ég hlusta bara á það sem mér sýnist og það kemur engum öðrum við," segir hann léttur. Lögin þrjú sem eru á stuttskífunni voru tilbúin fyrir tveimur árum. „Eins og kannski heyrist í textunum snýst þetta um stúlku. Þessi lög eru ákveðið uppgjör við nokkurra ára tímabili í mínu lífi og þess vegna vildi ég koma þessu frá mér áður en ég færi gera meira," segir Kristján, sem er að undirbúa stóra sólóplötu sem verður öll sungin á íslensku. Tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds sér um hljómborðsleik og forritun á stuttskífunni, auk þess að eiga heiðurinn af upptökum og hljóðblöndun. Til að byrja með verður From This Day Forward eingöngu fáanleg í gegnum tónlistarveituna Gogoyoko.com. -fb
Lífið Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fleiri fréttir Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Sjá meira