Nóg komið af áhættusækni 31. mars 2011 05:00 Margrét Kristmannsdóttir „Mín skoðun er að það verði svo sem engin ragnarök þótt Icesave verði hafnað eins og sumir vilja halda fram,“ segir Margrét Kristmannsdóttir, formaður Samtaka verslunar og þjónustu. „En hitt er annað mál að þú hittir ekki svo mann í kaffistofu eða matarboði að ekki sé verið að ræða um að hér sé ekkert að gerast. Og ég held að það ástand muni þá halda áfram.“ Margrét segir það ekki að ástæðulausu að aðilar vinnumarkaðarins, bæði Alþýðusambandið og Samtök atvinnulífsins, leggi ofurkapp á að málið verði klárað. „Menn sjá að Icesave muni meðal annars viðhalda þessu frosti sem er í atvinnulífinu og við verðum með öllum ráðum að ná hagvexti af stað á ný.“ Margrét bendir á að í fyrra hafi hagvöxtur verið neikvæður og að í ár stefni í þrjátíu milljörðum lakari afkomu ríkissjóðs en gert hafi verið ráð fyrir. „Það er næstum sama upphæð og Icesave.“ Í öðru lagi segir Margrét óvissuna um það sem við taki vera það sem verst sé fyrir atvinnulífið. „Á meðan halda fyrirtæki að sér höndum. Ég finn það til dæmis í mínum rekstri að þegar maður sér ekki fyrir hvernig aðstæður verða eftir hálft eða heilt ár, þá sitja menn með hendur í skauti á meðan.“ Margrét segir það hafa ráðið úrslitum um að hún ætli að segja já í komandi kosningum að henni finnist þessi þjóð búin að taka nógu mikla áhættu undanfarin ár og vera allt of áhættusækin. „Áhættusæknin olli því að hér varð algjört hrun. Mér finnst að þessar kynslóðir sem bera landið uppi og stjórna því, hvort heldur sem það er í stjórnmálum eða atvinnulífi, hafi tekið nóga áhættu fyrir börnin okkar.“ Margrét segir nóg komið, valið standi á milli þess að taka á sig þrjátíu milljarða króna kostnað eða hætta á kostnað upp á 750 milljarða. Hún segir íslensku Icesave-samninganefndina hafa unnið þrekvirki í að ná fram frábærum samningi. „Þar er kostnaður sem þjóðin ræður mjög vel við og kannski ekki nema tíu prósent af heildarkostnaðinum við hrunið. En við erum einhvern veginn aldrei að tala um þessi níutíu prósent,“ segir hún og bætir við að ekkert sé að því að fá á sig eitt mark í fótboltaleik ef maður skori tvö mörk á móti og vinni leikinn. „Fyrir mér snýst Icesave um miklu alvarlegri hluti en lögfræði og ég er ekki tilbúin að taka alla þessa áhættu þegar við erum komin með þennan frábæra samning í hendurnar.“ Fréttir Icesave Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
„Mín skoðun er að það verði svo sem engin ragnarök þótt Icesave verði hafnað eins og sumir vilja halda fram,“ segir Margrét Kristmannsdóttir, formaður Samtaka verslunar og þjónustu. „En hitt er annað mál að þú hittir ekki svo mann í kaffistofu eða matarboði að ekki sé verið að ræða um að hér sé ekkert að gerast. Og ég held að það ástand muni þá halda áfram.“ Margrét segir það ekki að ástæðulausu að aðilar vinnumarkaðarins, bæði Alþýðusambandið og Samtök atvinnulífsins, leggi ofurkapp á að málið verði klárað. „Menn sjá að Icesave muni meðal annars viðhalda þessu frosti sem er í atvinnulífinu og við verðum með öllum ráðum að ná hagvexti af stað á ný.“ Margrét bendir á að í fyrra hafi hagvöxtur verið neikvæður og að í ár stefni í þrjátíu milljörðum lakari afkomu ríkissjóðs en gert hafi verið ráð fyrir. „Það er næstum sama upphæð og Icesave.“ Í öðru lagi segir Margrét óvissuna um það sem við taki vera það sem verst sé fyrir atvinnulífið. „Á meðan halda fyrirtæki að sér höndum. Ég finn það til dæmis í mínum rekstri að þegar maður sér ekki fyrir hvernig aðstæður verða eftir hálft eða heilt ár, þá sitja menn með hendur í skauti á meðan.“ Margrét segir það hafa ráðið úrslitum um að hún ætli að segja já í komandi kosningum að henni finnist þessi þjóð búin að taka nógu mikla áhættu undanfarin ár og vera allt of áhættusækin. „Áhættusæknin olli því að hér varð algjört hrun. Mér finnst að þessar kynslóðir sem bera landið uppi og stjórna því, hvort heldur sem það er í stjórnmálum eða atvinnulífi, hafi tekið nóga áhættu fyrir börnin okkar.“ Margrét segir nóg komið, valið standi á milli þess að taka á sig þrjátíu milljarða króna kostnað eða hætta á kostnað upp á 750 milljarða. Hún segir íslensku Icesave-samninganefndina hafa unnið þrekvirki í að ná fram frábærum samningi. „Þar er kostnaður sem þjóðin ræður mjög vel við og kannski ekki nema tíu prósent af heildarkostnaðinum við hrunið. En við erum einhvern veginn aldrei að tala um þessi níutíu prósent,“ segir hún og bætir við að ekkert sé að því að fá á sig eitt mark í fótboltaleik ef maður skori tvö mörk á móti og vinni leikinn. „Fyrir mér snýst Icesave um miklu alvarlegri hluti en lögfræði og ég er ekki tilbúin að taka alla þessa áhættu þegar við erum komin með þennan frábæra samning í hendurnar.“
Fréttir Icesave Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira