Apple stefnir ríkinu til að fá tollum létt af iPod Touch 31. mars 2011 07:00 Apple-umboðið hefur ákveðið að stefna íslenska ríkinu vegna tollflokkunar á lófatölvunni iPod Touch. Tollstjóri flokkar tölvuna sem tónlistarspilara en ríkistollanefnd hefur viðurkennt að um lófatölvu sé að ræða þó að nefndin hnekki ekki ákvörðun tollstjóra um tollflokkun. Tollar og vörugjöld á tónlistarspilara eru samtals 32,5 prósent en engin slík gjöld eru lögð á tölvur sem fluttar eru til landsins. Forsvarsmenn Apple líta svo á að flokka eigi iPod Touch sem tölvu en ekki afspilara. Þeir benda á að hægt sé að nota tækið til að taka myndir og myndbönd, vafra um netið, senda tölvupóst, nota samskiptaforrit, spila tölvuleiki, hringja í netsíma og fleira. Afleiðingarnar eru þær að fjölmargir kaupa tölvuna annars staðar en á Íslandi, segir Páll Rúnar M. Kristjánsson, lögmaður Félags atvinnurekenda, sem rekur málið fyrir Apple. Páll Rúnar segir neytendur hin raunverulegu fórnarlömb í málinu. Ætli þeir að kaupa vöruna hér á landi þurfi þeir að greiða hærra verð en eðlilegt sé vegna tollflokkunarinnar. Þá tapi ríkissjóður á því að fólk kaupi tækin ekki hér á landi sökum hárra tolla og borgi í mörgum tilvikum ekki virðisaukaskatt við komuna til landsins. Hann segir óumdeilt að tækið uppfylli öll skilyrði fyrir því að teljast lófatölva samkvæmt tollskrá. Tollstjóri beiti huglægu mati þegar hann flokki iPod Touch sem afspilara og sé byggt á því hvernig hann telji að tækið sé markaðssett. „Tækninni fleygir áfram og nú er svo komið að jafnvel brauðristar eru til með mp3-spilara,“ segir Páll Rúnar. „Spurningin er hvort tollstjóri myndi skilgreina það sem afspilara með brauðristunarmöguleika?“ - bj Fréttir Mest lesið Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum Neytendur Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Viðskipti innlent Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Sjá meira
Apple-umboðið hefur ákveðið að stefna íslenska ríkinu vegna tollflokkunar á lófatölvunni iPod Touch. Tollstjóri flokkar tölvuna sem tónlistarspilara en ríkistollanefnd hefur viðurkennt að um lófatölvu sé að ræða þó að nefndin hnekki ekki ákvörðun tollstjóra um tollflokkun. Tollar og vörugjöld á tónlistarspilara eru samtals 32,5 prósent en engin slík gjöld eru lögð á tölvur sem fluttar eru til landsins. Forsvarsmenn Apple líta svo á að flokka eigi iPod Touch sem tölvu en ekki afspilara. Þeir benda á að hægt sé að nota tækið til að taka myndir og myndbönd, vafra um netið, senda tölvupóst, nota samskiptaforrit, spila tölvuleiki, hringja í netsíma og fleira. Afleiðingarnar eru þær að fjölmargir kaupa tölvuna annars staðar en á Íslandi, segir Páll Rúnar M. Kristjánsson, lögmaður Félags atvinnurekenda, sem rekur málið fyrir Apple. Páll Rúnar segir neytendur hin raunverulegu fórnarlömb í málinu. Ætli þeir að kaupa vöruna hér á landi þurfi þeir að greiða hærra verð en eðlilegt sé vegna tollflokkunarinnar. Þá tapi ríkissjóður á því að fólk kaupi tækin ekki hér á landi sökum hárra tolla og borgi í mörgum tilvikum ekki virðisaukaskatt við komuna til landsins. Hann segir óumdeilt að tækið uppfylli öll skilyrði fyrir því að teljast lófatölva samkvæmt tollskrá. Tollstjóri beiti huglægu mati þegar hann flokki iPod Touch sem afspilara og sé byggt á því hvernig hann telji að tækið sé markaðssett. „Tækninni fleygir áfram og nú er svo komið að jafnvel brauðristar eru til með mp3-spilara,“ segir Páll Rúnar. „Spurningin er hvort tollstjóri myndi skilgreina það sem afspilara með brauðristunarmöguleika?“ - bj
Fréttir Mest lesið Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum Neytendur Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Viðskipti innlent Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Sjá meira