Finnst mjög gaman að vera fyrir framan myndavélina 6. apríl 2011 12:30 Magdalena Sara Leifsdóttir vann Elite-keppnina um helgina en hún er að klára níunda bekk í Álfhólsskóla. Mynd/Stefán Karlsson Magdalena Sara Leifsdóttir bar sigur úr býtum í Elite-fyrirsætukeppninni. Fyrirsætustarfið heillar en hún getur ekki farið í unglingavinnuna í sumar vegna frjókornaofnæmis. „Þetta var alveg æðislegt upplifun og auðvitað mjög gaman að vinna þessa keppni," segir Magdalena Sara Leifsdóttir en hún vann Elite-fyrirsætukeppnina sem fór fram í Hafnarhúsinu um síðustu helgi. Magdalena er aðeins 14 ára gömul en hefur lengi gengið með fyrirsætudraum í maganum. „Það er ár síðan ég fór á skrá hjá Elite og hef verið að sitja aðeins fyrir. Mér finnst mjög gaman að vera fyrir framan myndavélina," segir Magdalena en hún var mjög upptekin um síðustu helgi þar sem hún gekk mörgum sinnum eftir tískupallinum á Reykjavik Fashion Festival fyrir hina ýmsu fatahönnuði ásamt því að taka þátt í Elite-keppninni sjálfri. Keppnin er haldin í annað sinn og tólf stúlkur tóku þátt að þessu sinni.Magdalena sýndi meðal annars fyrir E-Label á RFF um helgina og tók sig vel út. Mynd/DaníelMagdalenu fannst ekkert mál að ganga tískupallinn í hinum ýmsu múnderingum. „Nei, ég var bara að sýna fötin og þau voru líka mjög flott. Maður stillir sig bara inn á það að ganga flott og þá gengur allt vel." Magdalena er að klára níunda bekk í Álfhólsskóla í Kópavogi en segir að keppnin hafi nú ekki vakið mikla athygli hjá skólafélögunum. Verðlaun hennar voru utanlandsferð á alþjóðlegu Elite-keppnina sem haldin verður 11. nóvember næstkomandi en enn þá á eftir að koma í ljós í hvaða landi keppnin verður haldin. „Utanlandsferðin voru aðalverðlaunin en svo fékk ég líka síma, snyrtivörur, iPod og inneign í Topshop sem var frábært," segir Magdalena. Hún hefur ekki enn ákveðið hvað hún ætlar að gera í sumar. „Ég get varla farið í unglingavinnuna þar sem ég er með svo mikið frjókornaofnæmi, en ég ætla að reyna að finna mér eitthvað annað." alfrun@frettabladid.is RFF Mest lesið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Hittast á laun Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Fögnuðu Hennar Rödd á alþjóðlegum baráttudegi kvenna Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Fögnuðu Hennar Rödd á alþjóðlegum baráttudegi kvenna Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Hittast á laun „Loksins kominn til okkar“ „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Sjá meira
Magdalena Sara Leifsdóttir bar sigur úr býtum í Elite-fyrirsætukeppninni. Fyrirsætustarfið heillar en hún getur ekki farið í unglingavinnuna í sumar vegna frjókornaofnæmis. „Þetta var alveg æðislegt upplifun og auðvitað mjög gaman að vinna þessa keppni," segir Magdalena Sara Leifsdóttir en hún vann Elite-fyrirsætukeppnina sem fór fram í Hafnarhúsinu um síðustu helgi. Magdalena er aðeins 14 ára gömul en hefur lengi gengið með fyrirsætudraum í maganum. „Það er ár síðan ég fór á skrá hjá Elite og hef verið að sitja aðeins fyrir. Mér finnst mjög gaman að vera fyrir framan myndavélina," segir Magdalena en hún var mjög upptekin um síðustu helgi þar sem hún gekk mörgum sinnum eftir tískupallinum á Reykjavik Fashion Festival fyrir hina ýmsu fatahönnuði ásamt því að taka þátt í Elite-keppninni sjálfri. Keppnin er haldin í annað sinn og tólf stúlkur tóku þátt að þessu sinni.Magdalena sýndi meðal annars fyrir E-Label á RFF um helgina og tók sig vel út. Mynd/DaníelMagdalenu fannst ekkert mál að ganga tískupallinn í hinum ýmsu múnderingum. „Nei, ég var bara að sýna fötin og þau voru líka mjög flott. Maður stillir sig bara inn á það að ganga flott og þá gengur allt vel." Magdalena er að klára níunda bekk í Álfhólsskóla í Kópavogi en segir að keppnin hafi nú ekki vakið mikla athygli hjá skólafélögunum. Verðlaun hennar voru utanlandsferð á alþjóðlegu Elite-keppnina sem haldin verður 11. nóvember næstkomandi en enn þá á eftir að koma í ljós í hvaða landi keppnin verður haldin. „Utanlandsferðin voru aðalverðlaunin en svo fékk ég líka síma, snyrtivörur, iPod og inneign í Topshop sem var frábært," segir Magdalena. Hún hefur ekki enn ákveðið hvað hún ætlar að gera í sumar. „Ég get varla farið í unglingavinnuna þar sem ég er með svo mikið frjókornaofnæmi, en ég ætla að reyna að finna mér eitthvað annað." alfrun@frettabladid.is
RFF Mest lesið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Hittast á laun Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Fögnuðu Hennar Rödd á alþjóðlegum baráttudegi kvenna Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Fögnuðu Hennar Rödd á alþjóðlegum baráttudegi kvenna Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Hittast á laun „Loksins kominn til okkar“ „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Sjá meira