Typpadýrkun karlmanna Sigga Dögg skrifar 12. apríl 2011 21:00 Ég er mikil áhugamanneskja um typpi. Það er margt mjög merkilegt við þennan líkamshluta og þá einna helst mýturnar sem flestar snúa að stærð. Typpastærð virðist mikið hitamál og jafnvel enn meira en frammistaða eða risvandamál. Þetta mál fellur því í sama vítahring og frammistöðukvíði. Karlmönnum sem finnst þeir vera með lítið typpi en eru raunverulega í meðalstærð, finnst þeir oft lifa verra kynlífi í samanburði við þá sem eru með stærra typpi. Séu kynlífsfélagar þessara „meðal"-manna aftur á móti spurðir út í kynlífsánægju þá gefa þeir fátt út á stærðina og segja hana skipta litlu sem engu máli. Fyrst kynlífsfélagar segja stærðina ekki skipta máli, af hverju er hún þá svona mikilvæg? Nú myndu margir benda á klámið og segja að tröllvaxnir bellir brengli hugmyndir ungra manna. Fyrr á öldum voru menn sáttari við sig því samanburðurinn var ekki órakaður í nærmynd á fjörutíu tommu skjá. Enn aðrir myndu jafnvel segja þetta vera kynlífstækjum að kenna því risavaxnir titrarar séu óraunhæf samkeppni fyrir meðal-liminn. Þessi rök falla um sjálf sig því vinsælustu titrararnir eru hvorki stórir né gildir og eiga því fátt sameiginlegt með útliti eða notkun hins venjulega lims. Ég hef einstaklega gaman af því hvernig nútímafólk vill gjarnan klína öllum heimsins vandamálum á klám. Af öllu illu sem má mögulega rekja til kláms þá er typpastærðardýrkun tæplega eitt af því. Typpi í klámmyndum eru stór því það er praktískt fyrir myndavélina sem vill sýna sem mest af kynfærum. Þá eru flestir neytendur kláms karlmenn og þeir vilja sjá stór typpi, það er svona karlmennskudæmi. Rannsókn á uppruna typpaaðdáunar leiddi mig til upphafs siðmenningar þar sem karlmenn gengu um hálfnaktir og dýrkuðu liminn sem hálfgerðan guð. Þá má gjarnan sjá helgistyttur með risavaxin kynfæri til að undirstrika mikilvægi þeirra sem heilags líkamshluta. Samanburður milli manna var því algengur og var það mönnum til tekna að vera stærri en samkeppnisaðilinn. Það virðist því á einhvern hátt innbyggt í karlmenn að bera lim sinn saman við lim annarra karla og algerlega ótengt kynferðislegu notagildi limsins. Í ljósi þessa, og vegna hinna óteljandi vefsíðna um tæki og tól sem stækka typpið, fann ég mig knúna til að hrekja þessar mýtur í fyrirlestraröð sem vonandi róar óöruggt karlmannshjartað. Typpi er ekki hægt að stækka og líkamsímynd sem hangir á typpastærð einni saman er líkleg til standa á veikum grunni. Þú ert með fingur og tungu sem ber að nota. Hitt er bara aukaatriði og stærðin skiptir því ekki máli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Sigga Dögg Mest lesið Nú þarf Versló að bregðast við Pétur Orri Pétursson Skoðun Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson Skoðun Er hægt að koma í veg fyrir heilabilun? María K. Jónsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin banni tölvupóstaflóð Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun „Söngvar vindorkunnar“ Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Mikilvægasta rektorskjör í manna minnum ...og hvers vegna ég styð Magnús Karl Viðar Halldórsson Skoðun Magnús Karl er besti kosturinn Magnús Tumi Guðmundsson,Sigrún Helga Lund,Jón Gunnar Bernburg,Helga Zoega Skoðun Ég kýs Þorstein Skúla Sveinsson sem næsta formann VR Erla Björg Hafsteinsdóttir Skoðun
Ég er mikil áhugamanneskja um typpi. Það er margt mjög merkilegt við þennan líkamshluta og þá einna helst mýturnar sem flestar snúa að stærð. Typpastærð virðist mikið hitamál og jafnvel enn meira en frammistaða eða risvandamál. Þetta mál fellur því í sama vítahring og frammistöðukvíði. Karlmönnum sem finnst þeir vera með lítið typpi en eru raunverulega í meðalstærð, finnst þeir oft lifa verra kynlífi í samanburði við þá sem eru með stærra typpi. Séu kynlífsfélagar þessara „meðal"-manna aftur á móti spurðir út í kynlífsánægju þá gefa þeir fátt út á stærðina og segja hana skipta litlu sem engu máli. Fyrst kynlífsfélagar segja stærðina ekki skipta máli, af hverju er hún þá svona mikilvæg? Nú myndu margir benda á klámið og segja að tröllvaxnir bellir brengli hugmyndir ungra manna. Fyrr á öldum voru menn sáttari við sig því samanburðurinn var ekki órakaður í nærmynd á fjörutíu tommu skjá. Enn aðrir myndu jafnvel segja þetta vera kynlífstækjum að kenna því risavaxnir titrarar séu óraunhæf samkeppni fyrir meðal-liminn. Þessi rök falla um sjálf sig því vinsælustu titrararnir eru hvorki stórir né gildir og eiga því fátt sameiginlegt með útliti eða notkun hins venjulega lims. Ég hef einstaklega gaman af því hvernig nútímafólk vill gjarnan klína öllum heimsins vandamálum á klám. Af öllu illu sem má mögulega rekja til kláms þá er typpastærðardýrkun tæplega eitt af því. Typpi í klámmyndum eru stór því það er praktískt fyrir myndavélina sem vill sýna sem mest af kynfærum. Þá eru flestir neytendur kláms karlmenn og þeir vilja sjá stór typpi, það er svona karlmennskudæmi. Rannsókn á uppruna typpaaðdáunar leiddi mig til upphafs siðmenningar þar sem karlmenn gengu um hálfnaktir og dýrkuðu liminn sem hálfgerðan guð. Þá má gjarnan sjá helgistyttur með risavaxin kynfæri til að undirstrika mikilvægi þeirra sem heilags líkamshluta. Samanburður milli manna var því algengur og var það mönnum til tekna að vera stærri en samkeppnisaðilinn. Það virðist því á einhvern hátt innbyggt í karlmenn að bera lim sinn saman við lim annarra karla og algerlega ótengt kynferðislegu notagildi limsins. Í ljósi þessa, og vegna hinna óteljandi vefsíðna um tæki og tól sem stækka typpið, fann ég mig knúna til að hrekja þessar mýtur í fyrirlestraröð sem vonandi róar óöruggt karlmannshjartað. Typpi er ekki hægt að stækka og líkamsímynd sem hangir á typpastærð einni saman er líkleg til standa á veikum grunni. Þú ert með fingur og tungu sem ber að nota. Hitt er bara aukaatriði og stærðin skiptir því ekki máli.
Mikilvægasta rektorskjör í manna minnum ...og hvers vegna ég styð Magnús Karl Viðar Halldórsson Skoðun
Magnús Karl er besti kosturinn Magnús Tumi Guðmundsson,Sigrún Helga Lund,Jón Gunnar Bernburg,Helga Zoega Skoðun
Mikilvægasta rektorskjör í manna minnum ...og hvers vegna ég styð Magnús Karl Viðar Halldórsson Skoðun
Magnús Karl er besti kosturinn Magnús Tumi Guðmundsson,Sigrún Helga Lund,Jón Gunnar Bernburg,Helga Zoega Skoðun