Pistillinn: Ciao Carlo Hjörvar Hafliðason skrifar 9. apríl 2011 12:45 Hjörvar Hafliðason Roman Abramovich, eigandi Chelsea, elskar Meistaradeild Evrópu rétt eins og litlir strákar elska Leiftur McQueen. Hann hefur látið hafa það eftir sér að lag keppninnar sé eitt af hans uppáhalds, keppnisfyrirkomulagið fullkomið og hann þráir bikarinn og hans stóru eyru. Í Meistaradeildinni hefur enginn verið óheppnari en Roman. Árið 2005 féll lið hans úr leik gegn Liverpool á marki sem enginn veit enn þann dag í dag hvort hafi verið inni eða ekki. Árið 2008 í Moskvu var hann einni spyrnu frá fyrirheitna landinu en þá tók John Terry upp á því að renna á rassinn í aðhlaupi og skaut boltanum í stöng. Svo ári seinna lenti hann í Norðmanninum Tom Henning Övrebro sem flautaði Chelsea úr keppni í undanúrslitum Meistarardeildinnar. Þegar betur er að gáð er með ólíkindum að engin rannsókn hafi farið fram eftir þann leik því dómarnir sem féllu gegn Chelsea voru ótrúlegir. Á miðvikudag var enn eitt slæma kvöldið hjá Roman í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar, lið hans tapaði 0-1 fyrir Manchester United. Hún var kunnugleg sagan fyrir Rússann því á lokamínútu leiksins braut Patrice Evra leikmaður Manchester United á Ramirez leikmanni Chelsea. Klárt víti og rautt en spænskur dómari lét leikinn halda áfram. Enn falla hlutirnir ekki fyrir Íslandsvininum Roman. Það verður við ramman reip að draga hjá Chelsea á þriðjudag á Old Trafford en eitt er víst að ef Carlo Ancelotti, knattspyrnustjóra Chelsea, mistekst að slá Manchester United úr leik þá verður hann ekki kallinn í brúnni á Brúnni á næstu leiktíð. Roman er óhræddur við skipta, sama hvað það kostar. Það sannar 300 milljón dollara skilnaður hans árið 2007 og þeir sex knattspyrnustjórar sem hann hefur ráðið og rekið frá því hann keypti liðið á fallegum sumardegi 2003. Sigur á þriðjudag, Carlo, eða þú færð að sofa með fiskunum, eða missir djobbið alla vega! Pistillinn Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Sjáðu Albert skora gegn Juventus Fótbolti Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg Íslenski boltinn Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Enski boltinn Fleiri fréttir Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham United nálgast efri hlutann Sjötíu ára titlaþurrð á enda Merino aftur hetja Arsenal Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Chelsea vann enska deildabikarinn á sjálfsmarki Guardiola: „Ég hlusta á allt sem fólk segir um mig, passið ykkur“ Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Óttaðist að ánetjast svefntöflum Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Sjá meira
Roman Abramovich, eigandi Chelsea, elskar Meistaradeild Evrópu rétt eins og litlir strákar elska Leiftur McQueen. Hann hefur látið hafa það eftir sér að lag keppninnar sé eitt af hans uppáhalds, keppnisfyrirkomulagið fullkomið og hann þráir bikarinn og hans stóru eyru. Í Meistaradeildinni hefur enginn verið óheppnari en Roman. Árið 2005 féll lið hans úr leik gegn Liverpool á marki sem enginn veit enn þann dag í dag hvort hafi verið inni eða ekki. Árið 2008 í Moskvu var hann einni spyrnu frá fyrirheitna landinu en þá tók John Terry upp á því að renna á rassinn í aðhlaupi og skaut boltanum í stöng. Svo ári seinna lenti hann í Norðmanninum Tom Henning Övrebro sem flautaði Chelsea úr keppni í undanúrslitum Meistarardeildinnar. Þegar betur er að gáð er með ólíkindum að engin rannsókn hafi farið fram eftir þann leik því dómarnir sem féllu gegn Chelsea voru ótrúlegir. Á miðvikudag var enn eitt slæma kvöldið hjá Roman í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar, lið hans tapaði 0-1 fyrir Manchester United. Hún var kunnugleg sagan fyrir Rússann því á lokamínútu leiksins braut Patrice Evra leikmaður Manchester United á Ramirez leikmanni Chelsea. Klárt víti og rautt en spænskur dómari lét leikinn halda áfram. Enn falla hlutirnir ekki fyrir Íslandsvininum Roman. Það verður við ramman reip að draga hjá Chelsea á þriðjudag á Old Trafford en eitt er víst að ef Carlo Ancelotti, knattspyrnustjóra Chelsea, mistekst að slá Manchester United úr leik þá verður hann ekki kallinn í brúnni á Brúnni á næstu leiktíð. Roman er óhræddur við skipta, sama hvað það kostar. Það sannar 300 milljón dollara skilnaður hans árið 2007 og þeir sex knattspyrnustjórar sem hann hefur ráðið og rekið frá því hann keypti liðið á fallegum sumardegi 2003. Sigur á þriðjudag, Carlo, eða þú færð að sofa með fiskunum, eða missir djobbið alla vega!
Pistillinn Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Sjáðu Albert skora gegn Juventus Fótbolti Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg Íslenski boltinn Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Enski boltinn Fleiri fréttir Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham United nálgast efri hlutann Sjötíu ára titlaþurrð á enda Merino aftur hetja Arsenal Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Chelsea vann enska deildabikarinn á sjálfsmarki Guardiola: „Ég hlusta á allt sem fólk segir um mig, passið ykkur“ Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Óttaðist að ánetjast svefntöflum Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Sjá meira