Pistillinn: Ciao Carlo Hjörvar Hafliðason skrifar 9. apríl 2011 12:45 Hjörvar Hafliðason Roman Abramovich, eigandi Chelsea, elskar Meistaradeild Evrópu rétt eins og litlir strákar elska Leiftur McQueen. Hann hefur látið hafa það eftir sér að lag keppninnar sé eitt af hans uppáhalds, keppnisfyrirkomulagið fullkomið og hann þráir bikarinn og hans stóru eyru. Í Meistaradeildinni hefur enginn verið óheppnari en Roman. Árið 2005 féll lið hans úr leik gegn Liverpool á marki sem enginn veit enn þann dag í dag hvort hafi verið inni eða ekki. Árið 2008 í Moskvu var hann einni spyrnu frá fyrirheitna landinu en þá tók John Terry upp á því að renna á rassinn í aðhlaupi og skaut boltanum í stöng. Svo ári seinna lenti hann í Norðmanninum Tom Henning Övrebro sem flautaði Chelsea úr keppni í undanúrslitum Meistarardeildinnar. Þegar betur er að gáð er með ólíkindum að engin rannsókn hafi farið fram eftir þann leik því dómarnir sem féllu gegn Chelsea voru ótrúlegir. Á miðvikudag var enn eitt slæma kvöldið hjá Roman í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar, lið hans tapaði 0-1 fyrir Manchester United. Hún var kunnugleg sagan fyrir Rússann því á lokamínútu leiksins braut Patrice Evra leikmaður Manchester United á Ramirez leikmanni Chelsea. Klárt víti og rautt en spænskur dómari lét leikinn halda áfram. Enn falla hlutirnir ekki fyrir Íslandsvininum Roman. Það verður við ramman reip að draga hjá Chelsea á þriðjudag á Old Trafford en eitt er víst að ef Carlo Ancelotti, knattspyrnustjóra Chelsea, mistekst að slá Manchester United úr leik þá verður hann ekki kallinn í brúnni á Brúnni á næstu leiktíð. Roman er óhræddur við skipta, sama hvað það kostar. Það sannar 300 milljón dollara skilnaður hans árið 2007 og þeir sex knattspyrnustjórar sem hann hefur ráðið og rekið frá því hann keypti liðið á fallegum sumardegi 2003. Sigur á þriðjudag, Carlo, eða þú færð að sofa með fiskunum, eða missir djobbið alla vega! Pistillinn Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Man. Utd - Man. City | Carrick byrjar á stórleik Enski boltinn Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Handbolti Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Handbolti Fleiri fréttir Man. Utd - Man. City | Carrick byrjar á stórleik Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Sjá meira
Roman Abramovich, eigandi Chelsea, elskar Meistaradeild Evrópu rétt eins og litlir strákar elska Leiftur McQueen. Hann hefur látið hafa það eftir sér að lag keppninnar sé eitt af hans uppáhalds, keppnisfyrirkomulagið fullkomið og hann þráir bikarinn og hans stóru eyru. Í Meistaradeildinni hefur enginn verið óheppnari en Roman. Árið 2005 féll lið hans úr leik gegn Liverpool á marki sem enginn veit enn þann dag í dag hvort hafi verið inni eða ekki. Árið 2008 í Moskvu var hann einni spyrnu frá fyrirheitna landinu en þá tók John Terry upp á því að renna á rassinn í aðhlaupi og skaut boltanum í stöng. Svo ári seinna lenti hann í Norðmanninum Tom Henning Övrebro sem flautaði Chelsea úr keppni í undanúrslitum Meistarardeildinnar. Þegar betur er að gáð er með ólíkindum að engin rannsókn hafi farið fram eftir þann leik því dómarnir sem féllu gegn Chelsea voru ótrúlegir. Á miðvikudag var enn eitt slæma kvöldið hjá Roman í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar, lið hans tapaði 0-1 fyrir Manchester United. Hún var kunnugleg sagan fyrir Rússann því á lokamínútu leiksins braut Patrice Evra leikmaður Manchester United á Ramirez leikmanni Chelsea. Klárt víti og rautt en spænskur dómari lét leikinn halda áfram. Enn falla hlutirnir ekki fyrir Íslandsvininum Roman. Það verður við ramman reip að draga hjá Chelsea á þriðjudag á Old Trafford en eitt er víst að ef Carlo Ancelotti, knattspyrnustjóra Chelsea, mistekst að slá Manchester United úr leik þá verður hann ekki kallinn í brúnni á Brúnni á næstu leiktíð. Roman er óhræddur við skipta, sama hvað það kostar. Það sannar 300 milljón dollara skilnaður hans árið 2007 og þeir sex knattspyrnustjórar sem hann hefur ráðið og rekið frá því hann keypti liðið á fallegum sumardegi 2003. Sigur á þriðjudag, Carlo, eða þú færð að sofa með fiskunum, eða missir djobbið alla vega!
Pistillinn Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Man. Utd - Man. City | Carrick byrjar á stórleik Enski boltinn Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Handbolti Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Handbolti Fleiri fréttir Man. Utd - Man. City | Carrick byrjar á stórleik Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Sjá meira