Foringinn fékk tvo rándýra gítara 19. apríl 2011 12:00 glæsilegar gjafir Björgvin Halldórsson alsæll með gítarana tvo sem hann fékk í afmælisgjöf á laugardaginn.fréttablaðið/anton „Ég hef alltaf verið hrifinn af fallegum gíturum,“ segir tónlistarmaðurinn Björgvin Halldórsson, eða Foringinn eins og hann er gjarnan kallaður innan bransans. Hann fékk tvo glæsilega gítara í sextugsafmælisgjöf á laugardagskvöld, annars vegar afmælisendurgerð af Fender Telecaster frá fæðingarári Björgvins, 1951, sem útgáfufyrirtækið Sena gaf honum og hins vegar Dobro-kjöltugítar sem hann fékk frá hljómsveitinni sinni. Nafn Björgvins var grafið í fyrrnefnda gítarinn og einnig í ólina sem honum fylgdi. Hann var keyptur í Hljóðfærahúsinu og var sá eini af þessari tegund sem var til sölu. Samkvæmt starfsmanni Hljóðfærahússins kostaði gítarinn um 250 þúsund krónur. „Ég á fyrir þrjá Telecastera en ég á engan svona,“ segir Björgvin, sem er mikill gítarsafnari og á vel yfir þrjátíu gítara. Hann á einnig nokkra kjöltugítara en engan órafmagnaðan eins og hann fékk um helgina. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins kostaði hann hátt í 100 þúsund krónur. „Þetta er náttúrlega bilun,“ segir hann um gítarsafnið sitt. Gítargjöf Senu til Björgvins er sérstaklega vegleg, sem er skiljanlegt í ljósi þess að gæfuríkt samstarf þeirra hefur staðið yfir frá árinu 1977, þegar fyrirtækið hét Hljómplötuútgáfan. „Okkur þótti það svo brjálæðislega vel við hæfi að velja eitthvað sem væri jafngamalt í hönnun og maðurinn sjálfur,“ segir Eiður Arnarsson, útgáfustjóri Senu. „Enda ljómaði hann alveg þegar hann fékk þetta.“ Björgvin segir að þrennir afmælistónleikar sínir í Háskólabíói um helgina hafi verið algjört ævintýri. „Þarna var gott fólk komið til að hlusta og hafa gaman. Við tókum þetta svolítið öðrum tökum. Við sátum á stólum, spjölluðum við fólkið og höfðum þetta kósí.“ Þrjú þúsund vinakveðjur á Facebook um helgina yljuðu honum einnig um hjartaræturnar. Til stendur að gefa tónleikana út á mynddisk fyrir jólin, auk þess sem ný plata með Björgvini og Hjartagosunum er væntanleg í sumar. Fleira er fram undan hjá Foringjanum, þar á meðal tónleikar á Blúshátíð í Reykjavík í kvöld og 200 ára afmælistónleikar Jóns Sigurðssonar á Hrafnseyri 17. júní með Diddú. Fjörutíu ára afmæli Brimklóar á næsta ári verður einnig haldið hátíðlegt. „Ég hef aldrei verið í betra söngstuði eins og núna. Ég er svo seinþroska,“ segir Björgvin hress. freyr@frettabladid.is Lífið Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira
„Ég hef alltaf verið hrifinn af fallegum gíturum,“ segir tónlistarmaðurinn Björgvin Halldórsson, eða Foringinn eins og hann er gjarnan kallaður innan bransans. Hann fékk tvo glæsilega gítara í sextugsafmælisgjöf á laugardagskvöld, annars vegar afmælisendurgerð af Fender Telecaster frá fæðingarári Björgvins, 1951, sem útgáfufyrirtækið Sena gaf honum og hins vegar Dobro-kjöltugítar sem hann fékk frá hljómsveitinni sinni. Nafn Björgvins var grafið í fyrrnefnda gítarinn og einnig í ólina sem honum fylgdi. Hann var keyptur í Hljóðfærahúsinu og var sá eini af þessari tegund sem var til sölu. Samkvæmt starfsmanni Hljóðfærahússins kostaði gítarinn um 250 þúsund krónur. „Ég á fyrir þrjá Telecastera en ég á engan svona,“ segir Björgvin, sem er mikill gítarsafnari og á vel yfir þrjátíu gítara. Hann á einnig nokkra kjöltugítara en engan órafmagnaðan eins og hann fékk um helgina. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins kostaði hann hátt í 100 þúsund krónur. „Þetta er náttúrlega bilun,“ segir hann um gítarsafnið sitt. Gítargjöf Senu til Björgvins er sérstaklega vegleg, sem er skiljanlegt í ljósi þess að gæfuríkt samstarf þeirra hefur staðið yfir frá árinu 1977, þegar fyrirtækið hét Hljómplötuútgáfan. „Okkur þótti það svo brjálæðislega vel við hæfi að velja eitthvað sem væri jafngamalt í hönnun og maðurinn sjálfur,“ segir Eiður Arnarsson, útgáfustjóri Senu. „Enda ljómaði hann alveg þegar hann fékk þetta.“ Björgvin segir að þrennir afmælistónleikar sínir í Háskólabíói um helgina hafi verið algjört ævintýri. „Þarna var gott fólk komið til að hlusta og hafa gaman. Við tókum þetta svolítið öðrum tökum. Við sátum á stólum, spjölluðum við fólkið og höfðum þetta kósí.“ Þrjú þúsund vinakveðjur á Facebook um helgina yljuðu honum einnig um hjartaræturnar. Til stendur að gefa tónleikana út á mynddisk fyrir jólin, auk þess sem ný plata með Björgvini og Hjartagosunum er væntanleg í sumar. Fleira er fram undan hjá Foringjanum, þar á meðal tónleikar á Blúshátíð í Reykjavík í kvöld og 200 ára afmælistónleikar Jóns Sigurðssonar á Hrafnseyri 17. júní með Diddú. Fjörutíu ára afmæli Brimklóar á næsta ári verður einnig haldið hátíðlegt. „Ég hef aldrei verið í betra söngstuði eins og núna. Ég er svo seinþroska,“ segir Björgvin hress. freyr@frettabladid.is
Lífið Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira