Sex sýningum er lokið á söngleiknum Hárinu í Silfurtunglinu á Akureyri. Frumsýningin var á föstudaginn í síðustu viku í menningarhúsinu Hofi og gekk hún eins og í sögu.
Sýningarnar halda áfram um páskana, eða á föstudaginn langa, páskadag og annan í páskum.
Með aðalhlutverk í Hárinu fara Eyþór Ingi Gunnlaugsson, Matthías Matthíasson, Magni Ásgeirsson, Erna Hrönn Ólafsdóttir, Ólöf Jara Valgeirsdóttir, Pétur Örn Guðmundsson og Ívar Helgason.
