Sterk staða - mikil ábyrgð Ólafur Stephensen skrifar 23. apríl 2011 06:00 Fréttablaðið á tíu ára afmæli í dag. Blaðið var fyrst gefið út 23. apríl árið 2001. Þá voru ekki margir aðrir en aðstandendur blaðsins sem höfðu trú því að útgáfan gæti gengið, eins og Eyjólfur Sveinsson, stofnandi blaðsins, segir frá í viðtali í blaðinu í dag. Tilraunir með útgáfu fríblaða höfðu gefizt vel í ýmsum öðrum ríkjum, en að dreifa slíku blaði heim til fólks var nýbreytni sem margir töldu að yrði alltof dýr. Hún var þó nauðsynleg vegna skorts á fjölförnum samgöngumiðstöðvum, þar sem hægt væri að dreifa fríblaði. Fréttablaðið náði fljótt þeirri stöðu að verða mest lesna blað landsins og þar með bezti kosturinn fyrir auglýsendur. Blaðið er nú í einstakri stöðu á heimsvísu, lesið af um 60 prósentum landsmanna á hverjum útgáfudegi samkvæmt könnunum Capacent. Fríblöðin hafa haslað sér völl víða, ekki sízt í Evrópu, en hvergi eru þau meira lesin en á Íslandi og hvergi annars staðar hefur eitt blað slíka stöðu. Lengst af hefur rekstur Fréttablaðsins skilað hagnaði. Fyrsta útgáfufélagið fór í gjaldþrot, en eftir að nýir eigendur tóku við rekstrinum árið 2002 hefur blaðið og dreifing þess verið rekið með hagnaði öll árin nema hrunárið 2008. Í fyrra lögðu Fréttablaðið og dreifingarfyrirtækið Pósthúsið samanlagt um fjórðung til rekstrarhagnaðar útgáfufyrirtækisins 365 miðla, sem er í samræmi við hlutdeild þeirra í veltu samstæðunnar. Fríblaðsmódelið hefur reynzt sveigjanlegt og auðvelt að laga það að sveiflum í auglýsingatekjum; þannig var frídreifingarsvæði blaðsins minnkað til að lækka kostnað við dreifinguna eftir að auglýsingatekjurnar tóku dýfu eftir bankahrun. Minna dreifisvæði hefur verið mætt með lausasölu blaðsins úti um land og þar er eftirspurnin stöðug og vaxandi. Jafnframt hefur verið lögð áherzla á að lesendur blaðsins hvar sem er í heiminum eigi auðvelt með að nálgast það ókeypis í hvers konar nettengdum tækjum. Sterk staða Fréttablaðsins leggur starfsfólki þess mikla ábyrgð á herðar. Enn á við það sem lagt var upp með í upphafi, að fréttaflutningurinn sé áreiðanlegur og settur fram af nauðsynlegri hógværð og að blaðið sé ekki boðberi skoðunar eins flokks eða hagsmunahóps heldur vettvangur breiðrar og fjölbreyttrar umræðu. Eigendur Fréttablaðsins hafa staðið þétt við bakið á útgáfufyrirtækinu í efnahagslegum ólgusjó undanfarinna ára. Aðaleigendurnir eru umdeilt fólk. Það lítur starfsfólk ritstjórnar Fréttablaðsins einfaldlega á sem staðreynd og fjallar um þá með sama hætti og aðra þátttakendur í viðskiptalífinu. Ritstjórnin leggur mikið upp úr siðareglum 365 miðla, sem kveða meðal annars á um að hagsmunir eigenda eða auglýsenda ráði aldrei efnistökum blaðsins. Það er ánægjuefni fyrir þá sem starfa á ritstjórninni að samkvæmt nýlegri könnun MMR fer þeim fjölgandi sem bera traust til Fréttablaðsins. Starfsfólk Fréttablaðsins fagnar ánægjulegum áfanga og hlakkar til næsta áratugar í þjónustu lesenda sem vilja fá fréttir, afþreyingu og umræðu í vönduðu blaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Fréttablaðið á tíu ára afmæli í dag. Blaðið var fyrst gefið út 23. apríl árið 2001. Þá voru ekki margir aðrir en aðstandendur blaðsins sem höfðu trú því að útgáfan gæti gengið, eins og Eyjólfur Sveinsson, stofnandi blaðsins, segir frá í viðtali í blaðinu í dag. Tilraunir með útgáfu fríblaða höfðu gefizt vel í ýmsum öðrum ríkjum, en að dreifa slíku blaði heim til fólks var nýbreytni sem margir töldu að yrði alltof dýr. Hún var þó nauðsynleg vegna skorts á fjölförnum samgöngumiðstöðvum, þar sem hægt væri að dreifa fríblaði. Fréttablaðið náði fljótt þeirri stöðu að verða mest lesna blað landsins og þar með bezti kosturinn fyrir auglýsendur. Blaðið er nú í einstakri stöðu á heimsvísu, lesið af um 60 prósentum landsmanna á hverjum útgáfudegi samkvæmt könnunum Capacent. Fríblöðin hafa haslað sér völl víða, ekki sízt í Evrópu, en hvergi eru þau meira lesin en á Íslandi og hvergi annars staðar hefur eitt blað slíka stöðu. Lengst af hefur rekstur Fréttablaðsins skilað hagnaði. Fyrsta útgáfufélagið fór í gjaldþrot, en eftir að nýir eigendur tóku við rekstrinum árið 2002 hefur blaðið og dreifing þess verið rekið með hagnaði öll árin nema hrunárið 2008. Í fyrra lögðu Fréttablaðið og dreifingarfyrirtækið Pósthúsið samanlagt um fjórðung til rekstrarhagnaðar útgáfufyrirtækisins 365 miðla, sem er í samræmi við hlutdeild þeirra í veltu samstæðunnar. Fríblaðsmódelið hefur reynzt sveigjanlegt og auðvelt að laga það að sveiflum í auglýsingatekjum; þannig var frídreifingarsvæði blaðsins minnkað til að lækka kostnað við dreifinguna eftir að auglýsingatekjurnar tóku dýfu eftir bankahrun. Minna dreifisvæði hefur verið mætt með lausasölu blaðsins úti um land og þar er eftirspurnin stöðug og vaxandi. Jafnframt hefur verið lögð áherzla á að lesendur blaðsins hvar sem er í heiminum eigi auðvelt með að nálgast það ókeypis í hvers konar nettengdum tækjum. Sterk staða Fréttablaðsins leggur starfsfólki þess mikla ábyrgð á herðar. Enn á við það sem lagt var upp með í upphafi, að fréttaflutningurinn sé áreiðanlegur og settur fram af nauðsynlegri hógværð og að blaðið sé ekki boðberi skoðunar eins flokks eða hagsmunahóps heldur vettvangur breiðrar og fjölbreyttrar umræðu. Eigendur Fréttablaðsins hafa staðið þétt við bakið á útgáfufyrirtækinu í efnahagslegum ólgusjó undanfarinna ára. Aðaleigendurnir eru umdeilt fólk. Það lítur starfsfólk ritstjórnar Fréttablaðsins einfaldlega á sem staðreynd og fjallar um þá með sama hætti og aðra þátttakendur í viðskiptalífinu. Ritstjórnin leggur mikið upp úr siðareglum 365 miðla, sem kveða meðal annars á um að hagsmunir eigenda eða auglýsenda ráði aldrei efnistökum blaðsins. Það er ánægjuefni fyrir þá sem starfa á ritstjórninni að samkvæmt nýlegri könnun MMR fer þeim fjölgandi sem bera traust til Fréttablaðsins. Starfsfólk Fréttablaðsins fagnar ánægjulegum áfanga og hlakkar til næsta áratugar í þjónustu lesenda sem vilja fá fréttir, afþreyingu og umræðu í vönduðu blaði.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun