Tandurhrein blekking Bergsteinn Sigurðsson skrifar 10. maí 2011 07:00 Á dögunum sótti ég námskeið ásamt norrænum kollegum mínum í New York. Meðal staða sem við heimsóttum í ferðinni var Scandinavian House, stofnun sem vinnur að framgangi norrænnar menningar vestra. Á jarðhæð var lítil minjagripaverslun með munum frá Norðurlöndum. Frá Íslandi mátti finna ýmsan varning, sápur og orkusteina, auk bæklinga sem lögðu mikið upp úr hreinleika landsins, óspilltri náttúru og ekki síst skemmtanalífinu. „Mér hefur alltaf fundist dálítið merkilegt hvað Íslendingar gera mikið úr því út á við hvað landið er hreint og skemmtanalífið viðburðaríkt,“ sagði ung blaðakona frá Svíþjóð við mig. „Ég hef tvisvar komið til Reykjavíkur og það sló mig hvað borgin var viðburðasnauð og ….“ „Skítug?“ botnaði ég þegar það sótti á hana hik. Hún jánkaði, hálfpartinn skömmustuleg yfir því að hafa hitt naglann á höfuðið. Þarna hefði ég eflaust getað látið blóðið renna mér til skyldunnar, hlýtt herkalli Inspired by Iceland, og sett ofan í hana með fullyrðingum um að það væru sko ekki margar borgir af okkar stærðargráðu sem iðuðu jafn mikið af lífi, hún hefði greinilega aldrei komið á Iceland Airwaves eða Listahátíð í Reykjavík eða sagt henni frá Öskjuhlíðinni, sem að frátöldum sprautunálunum og notuðu smokkunum væri bara hin snyrtilegasta náttúruperla. Ég kinkaði hins vegar kolli. Í orðum hennar fólst nefnilega ekkert yfirlæti; þetta var bara almenn athugasemd við að það væri augljóst misræmi milli landkynningar og raunveruleikans. Óvíða er þetta misræmi greinilegra en í miðborginni, sögulegasta hluta Reykjavíkur, gestaherberginu sem flestir erlendir ferðamenn gista í, sem hefur fengið að grotna rækilega á undanförnum árum. Menning er að gera hlutina vel, sagði Þorsteinn Gylfason heimspekingur einu sinni. Það er freistandi að afmarka skilgreininguna við Ísland og segja: Íslensk menning er að gera hlutina vel og láta þá síðan drabbast niður. Nú er ég ekki að halda fram að Íslendingar séu endilega meiri sóðar en aðrar þjóðir. En til að fullyrða að hér búi hópur þrjú hundruð þúsund snyrtipinna þarf vænan skammt af afneitun. Á dögunum komu erlendir kvikmyndagerðarmenn til Íslands, með leikarann Jeremy Irons í fararbroddi, til að fjalla um áhrif sorpmengunar í Ísafjarðardjúpi. Í þeim örfáu viðtölum sem Irons veitti á meðan dvaldi hér og var hann nær eingöngu spurður út í náttúrufegurðina. Annað hvort er það til marks um bíræfni eða sjálfsblekkingu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergsteinn Sigurðsson Mest lesið Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun
Á dögunum sótti ég námskeið ásamt norrænum kollegum mínum í New York. Meðal staða sem við heimsóttum í ferðinni var Scandinavian House, stofnun sem vinnur að framgangi norrænnar menningar vestra. Á jarðhæð var lítil minjagripaverslun með munum frá Norðurlöndum. Frá Íslandi mátti finna ýmsan varning, sápur og orkusteina, auk bæklinga sem lögðu mikið upp úr hreinleika landsins, óspilltri náttúru og ekki síst skemmtanalífinu. „Mér hefur alltaf fundist dálítið merkilegt hvað Íslendingar gera mikið úr því út á við hvað landið er hreint og skemmtanalífið viðburðaríkt,“ sagði ung blaðakona frá Svíþjóð við mig. „Ég hef tvisvar komið til Reykjavíkur og það sló mig hvað borgin var viðburðasnauð og ….“ „Skítug?“ botnaði ég þegar það sótti á hana hik. Hún jánkaði, hálfpartinn skömmustuleg yfir því að hafa hitt naglann á höfuðið. Þarna hefði ég eflaust getað látið blóðið renna mér til skyldunnar, hlýtt herkalli Inspired by Iceland, og sett ofan í hana með fullyrðingum um að það væru sko ekki margar borgir af okkar stærðargráðu sem iðuðu jafn mikið af lífi, hún hefði greinilega aldrei komið á Iceland Airwaves eða Listahátíð í Reykjavík eða sagt henni frá Öskjuhlíðinni, sem að frátöldum sprautunálunum og notuðu smokkunum væri bara hin snyrtilegasta náttúruperla. Ég kinkaði hins vegar kolli. Í orðum hennar fólst nefnilega ekkert yfirlæti; þetta var bara almenn athugasemd við að það væri augljóst misræmi milli landkynningar og raunveruleikans. Óvíða er þetta misræmi greinilegra en í miðborginni, sögulegasta hluta Reykjavíkur, gestaherberginu sem flestir erlendir ferðamenn gista í, sem hefur fengið að grotna rækilega á undanförnum árum. Menning er að gera hlutina vel, sagði Þorsteinn Gylfason heimspekingur einu sinni. Það er freistandi að afmarka skilgreininguna við Ísland og segja: Íslensk menning er að gera hlutina vel og láta þá síðan drabbast niður. Nú er ég ekki að halda fram að Íslendingar séu endilega meiri sóðar en aðrar þjóðir. En til að fullyrða að hér búi hópur þrjú hundruð þúsund snyrtipinna þarf vænan skammt af afneitun. Á dögunum komu erlendir kvikmyndagerðarmenn til Íslands, með leikarann Jeremy Irons í fararbroddi, til að fjalla um áhrif sorpmengunar í Ísafjarðardjúpi. Í þeim örfáu viðtölum sem Irons veitti á meðan dvaldi hér og var hann nær eingöngu spurður út í náttúrufegurðina. Annað hvort er það til marks um bíræfni eða sjálfsblekkingu.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun