Leitaði sér aðstoðar til Þýskalands vegna stams 10. maí 2011 09:00 „Ég stama sjálfur. Ég þekki þetta vandamál mjög vel þannig að ég átti ekkert erfitt með að leika þetta," segir kraftakarlinn Arnar Grant. Ný auglýsing Arnars og félaga hans Ívars Guðmundssonar fyrir próteindrykkinn Hámark í leikstjórn Hannesar Þórs Halldórssonar hefur vakið mikla athygli. Þar vísa þeir á skemmtilegan hátt í Óskarsverðlaunamyndina The King"s Speech sem fjallar um baráttu Georgs VI, konung Bretlands, við stam og ótta hans við að tala opinberlega. Það sem margir vita ekki er að Arnar hefur sjálfur stamað síðan í barnæsku og er því pínulítið að gera grín að sjálfum sér í auglýsingunni. „Maður á ekki að taka sjálfan sig alltof alvarlega. Hver hefur sinn djöful að draga," segir Arnar. „Mér finnst alltof margir sem eru með eitthvað mein láta það stoppa sig í því sem þá langar til að gera. Ég hef aldrei látið þetta stoppa mig í einu eða neinu." Í The King"s Speech fer aðalpersónan í talþjálfun með góðum árangri. Spurður hvort Arnar hafi gert slíkt hið sama segist hann ekki hafa farið í slíka þjálfun hér á landi. Hann fór aftur á móti til Þýskalands fyrir mörgum árum til að leita sér aðstoðar. „Þetta er bæði kostnaðarsamt hérna heima og svo finnst mér hugað mjög illa að þeim sem stama. Þeir sem stama hafa átt erfitt uppdráttar með að fá hjálp. Þetta er líka einmitt hópurinn sem veigrar sér við því að fara af stað og tala við einhverja sem geta hjálpað," greinir hann frá. „Það er fullt af hæfileikaríku fólki sem stamar sem á alls ekki að láta það hægja á sér við að láta drauma sína rætast." Lentir þú í einelti í barnæsku vegna stamsins? „Já, en ég lét það aldrei hafa áhrif á mig. Fólk talaði stundum um þetta þegar maður heyrði til og stundum fór fólk að hlæja þegar maður var að tala við það. Mörgum sem þekkja ekki þessi vandamál bregður þegar þeir tala við fólk sem stamar." Arnar og Ívar hafa sent frá sér margar skemmtilegar Hámarks-auglýsingar og ætla ekkert að hægja á sér í þeim efnum. „Við höfum gert nokkrar í viðbót í allt öðrum stíl. Við reiknum með að setja þær í gang í haust," segir Arnar hress. freyr@frettabladid.is Lífið Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fleiri fréttir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjá meira
„Ég stama sjálfur. Ég þekki þetta vandamál mjög vel þannig að ég átti ekkert erfitt með að leika þetta," segir kraftakarlinn Arnar Grant. Ný auglýsing Arnars og félaga hans Ívars Guðmundssonar fyrir próteindrykkinn Hámark í leikstjórn Hannesar Þórs Halldórssonar hefur vakið mikla athygli. Þar vísa þeir á skemmtilegan hátt í Óskarsverðlaunamyndina The King"s Speech sem fjallar um baráttu Georgs VI, konung Bretlands, við stam og ótta hans við að tala opinberlega. Það sem margir vita ekki er að Arnar hefur sjálfur stamað síðan í barnæsku og er því pínulítið að gera grín að sjálfum sér í auglýsingunni. „Maður á ekki að taka sjálfan sig alltof alvarlega. Hver hefur sinn djöful að draga," segir Arnar. „Mér finnst alltof margir sem eru með eitthvað mein láta það stoppa sig í því sem þá langar til að gera. Ég hef aldrei látið þetta stoppa mig í einu eða neinu." Í The King"s Speech fer aðalpersónan í talþjálfun með góðum árangri. Spurður hvort Arnar hafi gert slíkt hið sama segist hann ekki hafa farið í slíka þjálfun hér á landi. Hann fór aftur á móti til Þýskalands fyrir mörgum árum til að leita sér aðstoðar. „Þetta er bæði kostnaðarsamt hérna heima og svo finnst mér hugað mjög illa að þeim sem stama. Þeir sem stama hafa átt erfitt uppdráttar með að fá hjálp. Þetta er líka einmitt hópurinn sem veigrar sér við því að fara af stað og tala við einhverja sem geta hjálpað," greinir hann frá. „Það er fullt af hæfileikaríku fólki sem stamar sem á alls ekki að láta það hægja á sér við að láta drauma sína rætast." Lentir þú í einelti í barnæsku vegna stamsins? „Já, en ég lét það aldrei hafa áhrif á mig. Fólk talaði stundum um þetta þegar maður heyrði til og stundum fór fólk að hlæja þegar maður var að tala við það. Mörgum sem þekkja ekki þessi vandamál bregður þegar þeir tala við fólk sem stamar." Arnar og Ívar hafa sent frá sér margar skemmtilegar Hámarks-auglýsingar og ætla ekkert að hægja á sér í þeim efnum. „Við höfum gert nokkrar í viðbót í allt öðrum stíl. Við reiknum með að setja þær í gang í haust," segir Arnar hress. freyr@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fleiri fréttir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjá meira