Hlutur einkageirans of rýr 11. maí 2011 06:00 Finnur oddsson Verk að vinna Viðskiptaráð Íslands segir áhyggjuefni að vegur opinbera geirans í íslensku atvinnulífi sé að vaxa í hlutfalli við einkageirann. Fréttablaðið/VAlli Viðskiptaráð Íslands (VÍ) hefur áhyggjur af vexti hins opinbera miðað við einkageirann. Hlutfallið milli geiranna hefur aukist um fimmtung frá árunum fyrir hrun. Í Skoðun, fréttabréfi VÍ, sem kemur út í dag, er sett fram ákveðin aðferð til að meta styrk hagkerfisins til að standa undir opinberri þjónustu. Með svonefndum stuðningsstuðli atvinnulífsins er fjöldi starfsfólks í einkageiranum borinn saman við þá sem hafa framfæri sitt af hinu opinbera, hvort sem er í formi launagreiðslna eða bóta. Á síðasta ári var hlutfallið 1,54 opinbera geiranum í hag þar sem 125 þúsund starfsmenn voru á almennum vinnumarkaði á móti rúmlega 190 þúsund manns sem studdir voru með opinberu fjármagni, það er opinberir starfsmenn, atvinnulausir og aðrir einstaklingar utan vinnumarkaðar. Það er nær fimmtungi hærra hlutfall en var árið 2007 þegar stuðullinn var 1,29. Að mati VÍ ber lægri stuðull vitni um sterkara hagkerfi, og því er hækkunin sem hefur orðið að undanförnu nokkurt áhyggjuefni. „Við erum nú með opinberan geira sem er í samræmi við umsvif atvinnulífs eins og það var á bólutímanum," segir Finnur Oddsson, framkvæmdastjóri VÍ, í samtali við Fréttablaðið. „Við höfum, eins og margir aðrir, kallað eftir því að opinber rekstur verði færður til baka í samræmi við núverandi efnahagsaðstæður. Það verður sársaukafull aðgerð, en því hraðar sem það gengur, þeim mun sterkara verður hagkerfið á eftir." Finnur leggur þó áherslu á að með þessum orðum sé ekki gert lítið úr mikilvægi opinberrar þjónustu eða velferðarkerfisins. Í fréttabréfinu sé einmitt lögð áhersla á að atvinnulíf og heimilin í landinu séu ekki tveir aðskildir hópar, heldur séu hagsmunir þeirra samtvinnaðir. Hagsæld til lengri tíma byggist hins vegar á öflugum einkageira sem sé forsenda þess að hið opinbera geti veitt nauðsynlega þjónustu. „Atvinnurekstur á einkareknum forsendum mun á endanum draga hagkerfið upp úr kreppunni og skapa verðmæti til að standa undir lífsgæðum og velferð," segir Finnur. Hann bætir því við að hjálplegt væri ef „umræða um atvinnumál endurspeglaði þetta samhengi í meiri mæli og að í aðgerðum stjórnvalda fælist hvatning til atvinnurekstrar frekar en hitt". thorgils@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Sjá meira
Verk að vinna Viðskiptaráð Íslands segir áhyggjuefni að vegur opinbera geirans í íslensku atvinnulífi sé að vaxa í hlutfalli við einkageirann. Fréttablaðið/VAlli Viðskiptaráð Íslands (VÍ) hefur áhyggjur af vexti hins opinbera miðað við einkageirann. Hlutfallið milli geiranna hefur aukist um fimmtung frá árunum fyrir hrun. Í Skoðun, fréttabréfi VÍ, sem kemur út í dag, er sett fram ákveðin aðferð til að meta styrk hagkerfisins til að standa undir opinberri þjónustu. Með svonefndum stuðningsstuðli atvinnulífsins er fjöldi starfsfólks í einkageiranum borinn saman við þá sem hafa framfæri sitt af hinu opinbera, hvort sem er í formi launagreiðslna eða bóta. Á síðasta ári var hlutfallið 1,54 opinbera geiranum í hag þar sem 125 þúsund starfsmenn voru á almennum vinnumarkaði á móti rúmlega 190 þúsund manns sem studdir voru með opinberu fjármagni, það er opinberir starfsmenn, atvinnulausir og aðrir einstaklingar utan vinnumarkaðar. Það er nær fimmtungi hærra hlutfall en var árið 2007 þegar stuðullinn var 1,29. Að mati VÍ ber lægri stuðull vitni um sterkara hagkerfi, og því er hækkunin sem hefur orðið að undanförnu nokkurt áhyggjuefni. „Við erum nú með opinberan geira sem er í samræmi við umsvif atvinnulífs eins og það var á bólutímanum," segir Finnur Oddsson, framkvæmdastjóri VÍ, í samtali við Fréttablaðið. „Við höfum, eins og margir aðrir, kallað eftir því að opinber rekstur verði færður til baka í samræmi við núverandi efnahagsaðstæður. Það verður sársaukafull aðgerð, en því hraðar sem það gengur, þeim mun sterkara verður hagkerfið á eftir." Finnur leggur þó áherslu á að með þessum orðum sé ekki gert lítið úr mikilvægi opinberrar þjónustu eða velferðarkerfisins. Í fréttabréfinu sé einmitt lögð áhersla á að atvinnulíf og heimilin í landinu séu ekki tveir aðskildir hópar, heldur séu hagsmunir þeirra samtvinnaðir. Hagsæld til lengri tíma byggist hins vegar á öflugum einkageira sem sé forsenda þess að hið opinbera geti veitt nauðsynlega þjónustu. „Atvinnurekstur á einkareknum forsendum mun á endanum draga hagkerfið upp úr kreppunni og skapa verðmæti til að standa undir lífsgæðum og velferð," segir Finnur. Hann bætir því við að hjálplegt væri ef „umræða um atvinnumál endurspeglaði þetta samhengi í meiri mæli og að í aðgerðum stjórnvalda fælist hvatning til atvinnurekstrar frekar en hitt". thorgils@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Sjá meira